Þættirnir eru byggðir á bókum eftir pólska rithöfundinn Andrzej Sapkowski en byggjast líka mikið á tölvuleikjunum sem gerðir voru eftir bókunum. Svo virðist sem nýja serían fjalli mikið um samband Geralts og Ciri, aðalpersónanna tveggja, en í lokaþætti fyrstu seríu hittust þau í fyrsta sinn.
Serían fer í loftið á Netflix þann 17. desember næskomandi en Witcher-aðdáendur munu þó ekki þurfa að bíða svo lengi eftir að horfa á Witcher-tengt efni en teiknimyndaþættirnir The Witcher: Nightmare of the Wolf munu fara í loftið þann 23. ágúst næstkomandi. Þeir gerast áður en Witcher serían hefst.