Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu í tilkynningu og segir slysið hafa orðið eftir miðjan dag í gær. Nærstaddir hafi með snarræði náð að losa barnið og með skyndihjálpakunnáttu sinni komið því til meðvitundar á ný.
Barnið er nú á sjúkrahúsi en upplýsingar um líðan liggja að sögn lögreglu ekki fyrir.