Khabib kominn með upp í kok af Conor og segir hann útbrunninn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 08:31 Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov er ekki vel til vina. getty/Stephen McCarthy Khabib Nurmagomedov er búinn að fá nóg af Conor McGregor. Hann segir að Írinn sé búinn að vera og UFC eigi að hætta styðja hann. Khabib settist í helgan stein í fyrra eftir farsælan feril í blönduðum bardagalistum. Hann sigraði Conor í titilbardaga 2018 en þeir hafa lengi eldað grátt silfur. Conor fótbrotnaði í bardaga gegn Dustin Poirier í Las Vegas um helgina og var dæmdur ósigur. Hann hefur því tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum. Conor vildi þó ekki meina að sigur Poiriers væri löglegur og sendi honum væna pillu af sjúkrabeði í gær. „Dustin, þú getur fagnað þessum ólöglega sigri en þú gerðir ekkert í búrinu. Það hefði sést í annarri lotu,“ sagði Conor. Khabib segir að Conor eigi ekki afturkvæmt á toppinn í blönduðum bardagalistum og hvetur MMA-samfélagið til að hætta að veita honum jafn mikla athygli og það hefur gert. „Peningar og frægð sýna hver þú ert í raun og veru. Við heyrum alltaf að þessir hlutir breyti fólki. Það er ekki rétt. Þegar þeir koma til þín sýnir það hver þú ert. Hvað hefur Conor gert? Hann kýldi gamlan kall á bar. Hann er skíthæll eins og Dustin sagði. Ég sá mörg tíst honum til stuðnings í gær. Hvernig áttu að styðja gaurinn? Ef MMA-samfélagið ætlar að halda áfram að styðja svona fólk fer íþróttin til fjandans,“ sagði Khabib. Hann telur að Conor muni aldrei aftur ná fyrri styrk sem bardagamaður. Írinn sé einfaldlega orðinn saddur. „Fyrir fótbrotið gat hann orðið samur en ekki eftir það. Hann mun aldrei sparka eins og hann gerði. Ég býst ekki við að hann komist aftur á toppinn. Hann er á góðum aldri en það sem gerðist fyrir hausinn á honum og fæturna; gaurinn er útbrunninn,“ sagði Khabib. MMA Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefán Árna og Alberti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Sjá meira
Khabib settist í helgan stein í fyrra eftir farsælan feril í blönduðum bardagalistum. Hann sigraði Conor í titilbardaga 2018 en þeir hafa lengi eldað grátt silfur. Conor fótbrotnaði í bardaga gegn Dustin Poirier í Las Vegas um helgina og var dæmdur ósigur. Hann hefur því tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum. Conor vildi þó ekki meina að sigur Poiriers væri löglegur og sendi honum væna pillu af sjúkrabeði í gær. „Dustin, þú getur fagnað þessum ólöglega sigri en þú gerðir ekkert í búrinu. Það hefði sést í annarri lotu,“ sagði Conor. Khabib segir að Conor eigi ekki afturkvæmt á toppinn í blönduðum bardagalistum og hvetur MMA-samfélagið til að hætta að veita honum jafn mikla athygli og það hefur gert. „Peningar og frægð sýna hver þú ert í raun og veru. Við heyrum alltaf að þessir hlutir breyti fólki. Það er ekki rétt. Þegar þeir koma til þín sýnir það hver þú ert. Hvað hefur Conor gert? Hann kýldi gamlan kall á bar. Hann er skíthæll eins og Dustin sagði. Ég sá mörg tíst honum til stuðnings í gær. Hvernig áttu að styðja gaurinn? Ef MMA-samfélagið ætlar að halda áfram að styðja svona fólk fer íþróttin til fjandans,“ sagði Khabib. Hann telur að Conor muni aldrei aftur ná fyrri styrk sem bardagamaður. Írinn sé einfaldlega orðinn saddur. „Fyrir fótbrotið gat hann orðið samur en ekki eftir það. Hann mun aldrei sparka eins og hann gerði. Ég býst ekki við að hann komist aftur á toppinn. Hann er á góðum aldri en það sem gerðist fyrir hausinn á honum og fæturna; gaurinn er útbrunninn,“ sagði Khabib.
MMA Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefán Árna og Alberti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Sjá meira