„Það sem við köllum gott svindl“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 11:03 Kennie Chopart fiskaði vítaspyrnu fyrir KR gegn Keflavík. vísir/hulda margrét Þorkell Máni Pétursson segir að Einar Ingi Jóhannsson hafi fallið í gildru Kennies Chopart þegar hann dæmdi vítaspyrnu í leik KR og Keflavíkur í Pepsi Max-deild karla í gær. Þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka féll Kennie í vítateig Keflvíkinga í baráttu við Ástbjörn Þórðarson og Einar Ingi dæmdi umsvifalaust víti. Pálmi Rafn Pálmason fór á punktinn en Sindri Kristinn Ólafsson varði spyrnu hans. Réttlætinu var því fullnægt að mati Mána en honum fannst Kennie sækja vítið með leikaraskap. „Þetta er það sem við köllum gott svindl. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við sjáum Kennie fiska svona vítaspyrnur, þegar menn koma rétt svo við hann. Hann dýfir sér glæsilega þarna,“ sagði Máni í Pepsi Max stúkunni í gær. „Þetta er ekki víti fyrir fimmaur. Þetta er minnsta víti sem við höfum séð á árinu og þá tökum við Raheem Sterling vítið með,“ bætti Máni við og vísaði til vítaspyrnu var dæmd í leik Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM í síðustu viku. Máni segir þó að Ástbjörn hafi ef til vill ekki verið nógu klókur í þessari stöðu. „Auðvitað hefði hann kannski átt að lesa að hann væri að fara í pressu á móti Kennie og hann væri vís til að láta sig detta,“ sagði Máni. Atla Viðari Björnssyni fannst Ástbjörn hafa verið full klaufalegur í varnarleik sínum. „Mér finnst að Ástbjörn eigi að passa sig á því einu að rekast ekki í Kennie því hann er að hlaupa burt frá markinu, út úr teignum. Hann má ekki narta í hælana á honum þarna. Lítil brot geta líka verið víti,“ sagði Atli Viðar. Vítaklúður Pálma kom ekki að sök fyrir KR-inga sem unnu leikinn, 1-0. Arnþór Ingi Kristinsson skoraði eina mark leiksins með skoti í slá og inn á 7. mínútu. Umræðuna um vítið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Keflavík ÍF Tengdar fréttir Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49 Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka féll Kennie í vítateig Keflvíkinga í baráttu við Ástbjörn Þórðarson og Einar Ingi dæmdi umsvifalaust víti. Pálmi Rafn Pálmason fór á punktinn en Sindri Kristinn Ólafsson varði spyrnu hans. Réttlætinu var því fullnægt að mati Mána en honum fannst Kennie sækja vítið með leikaraskap. „Þetta er það sem við köllum gott svindl. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við sjáum Kennie fiska svona vítaspyrnur, þegar menn koma rétt svo við hann. Hann dýfir sér glæsilega þarna,“ sagði Máni í Pepsi Max stúkunni í gær. „Þetta er ekki víti fyrir fimmaur. Þetta er minnsta víti sem við höfum séð á árinu og þá tökum við Raheem Sterling vítið með,“ bætti Máni við og vísaði til vítaspyrnu var dæmd í leik Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM í síðustu viku. Máni segir þó að Ástbjörn hafi ef til vill ekki verið nógu klókur í þessari stöðu. „Auðvitað hefði hann kannski átt að lesa að hann væri að fara í pressu á móti Kennie og hann væri vís til að láta sig detta,“ sagði Máni. Atla Viðari Björnssyni fannst Ástbjörn hafa verið full klaufalegur í varnarleik sínum. „Mér finnst að Ástbjörn eigi að passa sig á því einu að rekast ekki í Kennie því hann er að hlaupa burt frá markinu, út úr teignum. Hann má ekki narta í hælana á honum þarna. Lítil brot geta líka verið víti,“ sagði Atli Viðar. Vítaklúður Pálma kom ekki að sök fyrir KR-inga sem unnu leikinn, 1-0. Arnþór Ingi Kristinsson skoraði eina mark leiksins með skoti í slá og inn á 7. mínútu. Umræðuna um vítið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Keflavík ÍF Tengdar fréttir Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49 Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49
Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12