Vonast til að vera klár fyrir næsta leik eftir „hné í læri af dýrari gerðinni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2021 15:01 Sindri Kristinn átti frábæran leik í gær. Vísir/Hulda Margrét Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, átti svo sannarlega viðburðaríkan leik er lið hans tapaði 0-1 fyrir KR á Meistaravöllum í Pepsi Max deild karla. Sindri Kristinn fékk þungt högg á þriðju mínútu, kláraði leikinn og varði vítaspyrnu. Strax á þriðju mínútu í viðureign KR og Keflavíkur lendir Sindri Kristinn í hörku árekstri við samherja sinn Ástbjörn Þórðarson. Sindri Kristinn stakk við fæti það sem eftir lifði leiks en kláraði þó leikinn og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Hann varði í þrígang vel frá Óskari Erni Haukssyni í fyrri hálfleik og kórónaði svo leik sinn með því að verja vítaspyrnu Pálma Rafns Pálmasonar í síðari hálfleik. „Þetta er svona hné í læri af dýrari gerðinni. Morgundagurinn verður ekkert sérstakur hjá honum,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, að leik loknum. Sjá má allt það helsta úr leiknum sem og umræðuna í Stúkunni eftir leik í spilaranum hér að neðan. „Ég er að drepast en þetta er bara góð meðferð og svo verð ég vonandi 100 prósent á mánudaginn,“ sagði Sindri Kristinn í stuttu spjalli við Vísi fyrr í dag. Keflavík mætir Víkingum á mánudaginn kemur. Klippa: Sindri Kristinn allt í öllu „KR-ingar geta kannski þakkað fyrir að hann var ekki heill heilsu því þá hefði hann líklega varið þennan líka miðað við hvernig leik Sindri átti hérna í dag. Ég vona bara innilega að hann verði klár fyrir næsta leik og það kæmi mér nú ekki mikið á óvart.“ „Ég þjálfaði nú Sindra einu sinni og hann er alger adrenalín sjúklingur. Ef eitthvað svona gerist eða það verða einhver læti þá verður Sindri bara betri. Þetta var klárlega svoleiðis augnablik hjá kallinum,“ sagði Máni Pétursson, annar af sérfræðingum Stúkunnar. Sindri var spurður út í ummæli Mána. „Máni var að þjálfa mig 2014 og 2015. Þó að ég sé öskrandi brjálaður öllum stundum þá elska ég smá action. Finnst nú samt betra að spila heill heldur en ekki. Það er samt bara gaman að þessu en ég er töluvert rólegri í dag en ég var á þeim tíma. Maður er samt að spila fótbolta og sækist í smá action við og við,“ sagði markvörðurinn öflugi og hló. KR vann eins og áður sagði 1-0 sigur þökk sé glæsilegu marki Arnþórs Inga Kristinssonar. Heimamenn hefðu getað gengið frá leiknum ef ekki hefði verið fyrir frábæran leik Sindra í markinu þó svo að hann hafi nánast verið á annarri löppinni frá þriðju mínútu leiksins. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Keflavík ÍF Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12 Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49 „Það sem við köllum gott svindl“ Þorkell Máni Pétursson segir að Einar Ingi Jóhannsson hafi fallið í gildru Kennies Chopart þegar hann dæmdi vítaspyrnu í leik KR og Keflavíkur í Pepsi Max-deild karla í gær. 13. júlí 2021 11:03 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Strax á þriðju mínútu í viðureign KR og Keflavíkur lendir Sindri Kristinn í hörku árekstri við samherja sinn Ástbjörn Þórðarson. Sindri Kristinn stakk við fæti það sem eftir lifði leiks en kláraði þó leikinn og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Hann varði í þrígang vel frá Óskari Erni Haukssyni í fyrri hálfleik og kórónaði svo leik sinn með því að verja vítaspyrnu Pálma Rafns Pálmasonar í síðari hálfleik. „Þetta er svona hné í læri af dýrari gerðinni. Morgundagurinn verður ekkert sérstakur hjá honum,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, að leik loknum. Sjá má allt það helsta úr leiknum sem og umræðuna í Stúkunni eftir leik í spilaranum hér að neðan. „Ég er að drepast en þetta er bara góð meðferð og svo verð ég vonandi 100 prósent á mánudaginn,“ sagði Sindri Kristinn í stuttu spjalli við Vísi fyrr í dag. Keflavík mætir Víkingum á mánudaginn kemur. Klippa: Sindri Kristinn allt í öllu „KR-ingar geta kannski þakkað fyrir að hann var ekki heill heilsu því þá hefði hann líklega varið þennan líka miðað við hvernig leik Sindri átti hérna í dag. Ég vona bara innilega að hann verði klár fyrir næsta leik og það kæmi mér nú ekki mikið á óvart.“ „Ég þjálfaði nú Sindra einu sinni og hann er alger adrenalín sjúklingur. Ef eitthvað svona gerist eða það verða einhver læti þá verður Sindri bara betri. Þetta var klárlega svoleiðis augnablik hjá kallinum,“ sagði Máni Pétursson, annar af sérfræðingum Stúkunnar. Sindri var spurður út í ummæli Mána. „Máni var að þjálfa mig 2014 og 2015. Þó að ég sé öskrandi brjálaður öllum stundum þá elska ég smá action. Finnst nú samt betra að spila heill heldur en ekki. Það er samt bara gaman að þessu en ég er töluvert rólegri í dag en ég var á þeim tíma. Maður er samt að spila fótbolta og sækist í smá action við og við,“ sagði markvörðurinn öflugi og hló. KR vann eins og áður sagði 1-0 sigur þökk sé glæsilegu marki Arnþórs Inga Kristinssonar. Heimamenn hefðu getað gengið frá leiknum ef ekki hefði verið fyrir frábæran leik Sindra í markinu þó svo að hann hafi nánast verið á annarri löppinni frá þriðju mínútu leiksins. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Keflavík ÍF Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12 Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49 „Það sem við köllum gott svindl“ Þorkell Máni Pétursson segir að Einar Ingi Jóhannsson hafi fallið í gildru Kennies Chopart þegar hann dæmdi vítaspyrnu í leik KR og Keflavíkur í Pepsi Max-deild karla í gær. 13. júlí 2021 11:03 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12
Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49
„Það sem við köllum gott svindl“ Þorkell Máni Pétursson segir að Einar Ingi Jóhannsson hafi fallið í gildru Kennies Chopart þegar hann dæmdi vítaspyrnu í leik KR og Keflavíkur í Pepsi Max-deild karla í gær. 13. júlí 2021 11:03