Á fimmta tug látinna í óeirðum í Suður-Afríku Árni Sæberg skrifar 13. júlí 2021 22:44 Óeirðarseggir lokuðu vegum að Soweto. AP Photo/Themba Hadebe Minnst 45 hafa látist í óeirðum í Suður-Afríku. Óeirðirnar hófust eftir að fyrrum forseti landsins, Jakob Zuma, var fangelsaður. Ofbeldisalda hefur riðið yfir Suður-Afríku síðan Zuma var fangelsaður á miðvikudag fyrir að mæta ekki fyrir dómara við rannsókn á meintum embættisbrotum hans. Í gærkvöldi létust tíu í troðningi þegar óeirðarseggir fóru ránshendi um verslunarmiðstöð í Soweto, sem er stærsta fátækrahverfi Jóhannesarborgar. Tæplega 800 manns hafa verið handteknir í óeirðunum. Her landsins hefur verið kallaður á vettvang þar sem lögreglan ræður ekki við óeirðirnar. Meira ofbeldi hefur ekki sést í áratugi Forseti landsins, Cyril Ramaphosa, hefur sagt ofbeldið vera það mesta sem hann hefur séð í landinu frá því áður en aðskilnaðarstefnan var afnumin á tíunda áratugnum. Eldar hafa verið kveiktir, þjóðvegum lokað og fyrirtæki rænd í KwaZulu-Natal og Gauteng héröðum. Bheki Cele, lögregluráðherra Suður-Afríku, segir að ef óeirðirnar halda áfram með tilheyrandi ránum úr búðum muni fátækari svæði verða uppiskroppa með matvæli innan tíðar. Þó hefur varnamálaráðherra landsins sagt að enn sem komið er sé ekki ástæða til að lýsa yfir neyðarástandi í landinu. Sumir ráðamenn í landinu hafa sakað glæpagengi um að nýta sér ófriðarástand í landinu vegna fangelsunar Zuma á meðan aðrir segja óeirðirnar til komnar vegna óánægju þjóðarinnar vegna ástandsins í landinu. Suður-Afríka Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Ofbeldisalda hefur riðið yfir Suður-Afríku síðan Zuma var fangelsaður á miðvikudag fyrir að mæta ekki fyrir dómara við rannsókn á meintum embættisbrotum hans. Í gærkvöldi létust tíu í troðningi þegar óeirðarseggir fóru ránshendi um verslunarmiðstöð í Soweto, sem er stærsta fátækrahverfi Jóhannesarborgar. Tæplega 800 manns hafa verið handteknir í óeirðunum. Her landsins hefur verið kallaður á vettvang þar sem lögreglan ræður ekki við óeirðirnar. Meira ofbeldi hefur ekki sést í áratugi Forseti landsins, Cyril Ramaphosa, hefur sagt ofbeldið vera það mesta sem hann hefur séð í landinu frá því áður en aðskilnaðarstefnan var afnumin á tíunda áratugnum. Eldar hafa verið kveiktir, þjóðvegum lokað og fyrirtæki rænd í KwaZulu-Natal og Gauteng héröðum. Bheki Cele, lögregluráðherra Suður-Afríku, segir að ef óeirðirnar halda áfram með tilheyrandi ránum úr búðum muni fátækari svæði verða uppiskroppa með matvæli innan tíðar. Þó hefur varnamálaráðherra landsins sagt að enn sem komið er sé ekki ástæða til að lýsa yfir neyðarástandi í landinu. Sumir ráðamenn í landinu hafa sakað glæpagengi um að nýta sér ófriðarástand í landinu vegna fangelsunar Zuma á meðan aðrir segja óeirðirnar til komnar vegna óánægju þjóðarinnar vegna ástandsins í landinu.
Suður-Afríka Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira