Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 14. júlí 2021 11:59 Bankastræti Club hóf göngu sína fyrr í þessum mánuði. Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. Í samtali við fréttastofu staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að starfsmaðurinn sem greindist hafi verið bólusettur við veirunni. Í gær var greint frá því að annað tveggja smita sem greindist utan sóttkvíar tengdist skemmtistaðnum. Á Instagram-síðu Bankastræti Club voru gestir staðarins hvattir til þess að fara í sýnatöku þar sem smitið væri meðal annars „rakið inn um dyr“ staðarins, eins og það var orðað í hringrásafærslu á Instagram. Í tilkynningu frá Almannavörnum í gær kom fram að hinn smitaði hefði farið á Bankastræti Club bæði á föstudag og laugardag. Þar var þess þó ekki getið að um starfsmann hafa verið að ræða. Voru gestir staðarins um liðna helgi hvattir af Almannavörnum til þess að fara í sýnatöku. Í samskiptum við fréttastofu segir Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi Bankastræti Club, að niðurstöður úr sýnatöku annnarra starfsmanna staðarins hefðu verið neikvæðar. „Þetta var starfsmaður sem var þó bólusettur. Sem sýnir hvað samfélagið þarf enn að vera á tánum. Við höfum fylgt öllum ráðleggingum frá sóttvarnar teyminu um næstu skref. Við erum með einstaklega gott starfsfólk svo við getum haldið okkar striki. Búið að er að skima alla í teyminu og setja þá sem voru í náinni snertingu við einstaklinginn í sóttkví. Það verður opið hjá okkur næstu helgi þar sem við munum fylgja öllum ráðleggingum sóttvarnalæknis.“ Fréttin hefur verið uppfærð með svörum Birgittu Lífar. Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í samtali við fréttastofu staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að starfsmaðurinn sem greindist hafi verið bólusettur við veirunni. Í gær var greint frá því að annað tveggja smita sem greindist utan sóttkvíar tengdist skemmtistaðnum. Á Instagram-síðu Bankastræti Club voru gestir staðarins hvattir til þess að fara í sýnatöku þar sem smitið væri meðal annars „rakið inn um dyr“ staðarins, eins og það var orðað í hringrásafærslu á Instagram. Í tilkynningu frá Almannavörnum í gær kom fram að hinn smitaði hefði farið á Bankastræti Club bæði á föstudag og laugardag. Þar var þess þó ekki getið að um starfsmann hafa verið að ræða. Voru gestir staðarins um liðna helgi hvattir af Almannavörnum til þess að fara í sýnatöku. Í samskiptum við fréttastofu segir Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi Bankastræti Club, að niðurstöður úr sýnatöku annnarra starfsmanna staðarins hefðu verið neikvæðar. „Þetta var starfsmaður sem var þó bólusettur. Sem sýnir hvað samfélagið þarf enn að vera á tánum. Við höfum fylgt öllum ráðleggingum frá sóttvarnar teyminu um næstu skref. Við erum með einstaklega gott starfsfólk svo við getum haldið okkar striki. Búið að er að skima alla í teyminu og setja þá sem voru í náinni snertingu við einstaklinginn í sóttkví. Það verður opið hjá okkur næstu helgi þar sem við munum fylgja öllum ráðleggingum sóttvarnalæknis.“ Fréttin hefur verið uppfærð með svörum Birgittu Lífar.
Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira