Íhugar hvort grípa þurfi til aðgerða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júlí 2021 12:07 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Fimm greindust með Covid19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Sóttvarnalæknir íhugar hertar aðgerðir. Hann segir ekki öll kurl komin til grafar og á von að fleiri tilfellum á næstu dögum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðuna sem nú er komin upp ekki koma á óvart. „Þetta kemur mér ekki á óvart þannig. Miðað við það sem við sáum í fyrradag og höfum verið að sjá undanfarna daga. Það er greinilegt að veiran hefur sloppið hér inn í gegnum landamærin og svo á hún auðvelt með að dreifa sér og sérstaklega kannski á skemmtistöðum eins og við erum að sjá núna að fólk tengist aðallega slíku atferli sem auðveldar henni að dreifast. Það er það sem við erum að sjá núna og ég held að það séu ekki öll kurl komin til grafar. Ég held að við gætum átt von á því að sjá fleiri tilfelli á næstu dögum,“ sagði Þórólfur. Íhugar stöðuna Nú skoðar Þórólfur hvort tilefni sé til að herða aðgerðir innanlands og á landamærum. „Helmingur af þeim sem hafa verið að greinast hér innanlands er full bólusettir. Aðrir eru svona hálfbólusettir og nokkrir eru líka óbólusettir þannig að við vitum að þetta fólk getur tekið veiruna en fær þá yfirleitt vægari einkenni. Það er nú það sem spilar inn í að kannski þurfi ekki að grípa til jafn mikilla aðgerða.“ „Eins og við höfum margoft bent á þá er Covid19 ekki búið“ Hann biður viðkvæma hópa um að gæta að sér og hvetur hjúkrunarheimili og sjúkrastofnanir að fara yfir sýkingavarnir. „Eins og við höfum margoft bent á þá er Covid19 ekki búið og það þarf að gæta áfram að sýkingavörnum. En eins og við höfum sagt að þá getum við átt von á einstaka sýkingum og litlum hópsýkingum en vonandi verður ekkert stærra út því og að bólusetningin muni halda þessu í skefjum.“ „Við erum að skoða alla möguleika, allar útfærslur og líka á landamærunum.“ Flestir þeir sem greindust í gær tengjast smiti sem greindist í fyrradag og er rakið til skemmtistaðarins Bankastræti Club. Hinn smitaði var starfsmaður staðarins. „Þetta tengist sömu stöðum en við vitum ekki nákvæmlega hvort að smitunin hafi átt sér stað á þessum stöðum. En fólk nefnir þessa staði og hefur verið á þessum stöðum síðustu daga.“ Þrír af þeim fimm sem greindust í gær eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Eru þeir bólusettu sem smituðust bólusettir með sama bóluefni? „Nei þetta eru mismunandi bóluefni þetta eru öll bóluefnin sem eru nefnd,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01 Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðuna sem nú er komin upp ekki koma á óvart. „Þetta kemur mér ekki á óvart þannig. Miðað við það sem við sáum í fyrradag og höfum verið að sjá undanfarna daga. Það er greinilegt að veiran hefur sloppið hér inn í gegnum landamærin og svo á hún auðvelt með að dreifa sér og sérstaklega kannski á skemmtistöðum eins og við erum að sjá núna að fólk tengist aðallega slíku atferli sem auðveldar henni að dreifast. Það er það sem við erum að sjá núna og ég held að það séu ekki öll kurl komin til grafar. Ég held að við gætum átt von á því að sjá fleiri tilfelli á næstu dögum,“ sagði Þórólfur. Íhugar stöðuna Nú skoðar Þórólfur hvort tilefni sé til að herða aðgerðir innanlands og á landamærum. „Helmingur af þeim sem hafa verið að greinast hér innanlands er full bólusettir. Aðrir eru svona hálfbólusettir og nokkrir eru líka óbólusettir þannig að við vitum að þetta fólk getur tekið veiruna en fær þá yfirleitt vægari einkenni. Það er nú það sem spilar inn í að kannski þurfi ekki að grípa til jafn mikilla aðgerða.“ „Eins og við höfum margoft bent á þá er Covid19 ekki búið“ Hann biður viðkvæma hópa um að gæta að sér og hvetur hjúkrunarheimili og sjúkrastofnanir að fara yfir sýkingavarnir. „Eins og við höfum margoft bent á þá er Covid19 ekki búið og það þarf að gæta áfram að sýkingavörnum. En eins og við höfum sagt að þá getum við átt von á einstaka sýkingum og litlum hópsýkingum en vonandi verður ekkert stærra út því og að bólusetningin muni halda þessu í skefjum.“ „Við erum að skoða alla möguleika, allar útfærslur og líka á landamærunum.“ Flestir þeir sem greindust í gær tengjast smiti sem greindist í fyrradag og er rakið til skemmtistaðarins Bankastræti Club. Hinn smitaði var starfsmaður staðarins. „Þetta tengist sömu stöðum en við vitum ekki nákvæmlega hvort að smitunin hafi átt sér stað á þessum stöðum. En fólk nefnir þessa staði og hefur verið á þessum stöðum síðustu daga.“ Þrír af þeim fimm sem greindust í gær eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Eru þeir bólusettu sem smituðust bólusettir með sama bóluefni? „Nei þetta eru mismunandi bóluefni þetta eru öll bóluefnin sem eru nefnd,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01 Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01
Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent