Unnusta stjörnuleikmanns NFL-deildarinnar til liðs við Þrótt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2021 12:31 Dani Rhodes er gengin til liðs við Þrótt Reykjavík. Daniel Bartel/Getty Images Þróttur Reykjavík hefur sótt liðsstyrk til Bandaríkjanna. Dani Rhodes er 23 ára gamall framherji sem kemur frá Chicago Red Stars. Trúlofaðist hún nýverið T. J. Watt, leikmanns Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni í Bandaríkjunum. Hin 23 ára gamla Rhodes hefur ekki fengið mörg tækifæri með Chicago-liðinu það sem af er tímabili. Hún ákvað því að halda á vit ævintýranna og koma til Íslands. Rhodes er komin með leikheimild og gæti því verið í leikmannahópi Þróttar í stórleik morgundagsins er liðið fær FH í heimsókn í undanúrslitum bikarsins. Ekki er langt síðan hinn 26 ára gamli Watts fór niður á eitt hné og bað Rhodes um að giftast sér. Hún játti því en virðist í kjölfarið hafa stokkið upp í flugvél og gengið til liðs við Þrótt Reykjavík hér á landi. Watts er einn allra besti varnarmaður deildarinnar og hefur þrisvar sinnum tekið þátt í stjörnuleik NFL-deildarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem unnusta NFL-leikmanns mætir hingað til lands að spila fótbolta eins og frægt er orðið lék Brittany Matthews - í dag eiginkona Patrick Mahomes, leikstjórnanda Kansas City Chiefs - með Aftureldingu sumarið 2017. View this post on Instagram A post shared by TJ Watt (@tjwatt90) Rhodes lék við góðan orðstír með liði Wisconsin-háskólans í Bandaríkjunum. Alls lék hún 85 leiki fyrir Wisconsin Greifingjana og skoraði í þeim 38 mörk. Þróttur er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins ásamt því að sitja í 4. sæti Pepsi Max deildarinnar, sex stigum á eftir Breiðabliki sem er í 2. sæti. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík NFL Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Hin 23 ára gamla Rhodes hefur ekki fengið mörg tækifæri með Chicago-liðinu það sem af er tímabili. Hún ákvað því að halda á vit ævintýranna og koma til Íslands. Rhodes er komin með leikheimild og gæti því verið í leikmannahópi Þróttar í stórleik morgundagsins er liðið fær FH í heimsókn í undanúrslitum bikarsins. Ekki er langt síðan hinn 26 ára gamli Watts fór niður á eitt hné og bað Rhodes um að giftast sér. Hún játti því en virðist í kjölfarið hafa stokkið upp í flugvél og gengið til liðs við Þrótt Reykjavík hér á landi. Watts er einn allra besti varnarmaður deildarinnar og hefur þrisvar sinnum tekið þátt í stjörnuleik NFL-deildarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem unnusta NFL-leikmanns mætir hingað til lands að spila fótbolta eins og frægt er orðið lék Brittany Matthews - í dag eiginkona Patrick Mahomes, leikstjórnanda Kansas City Chiefs - með Aftureldingu sumarið 2017. View this post on Instagram A post shared by TJ Watt (@tjwatt90) Rhodes lék við góðan orðstír með liði Wisconsin-háskólans í Bandaríkjunum. Alls lék hún 85 leiki fyrir Wisconsin Greifingjana og skoraði í þeim 38 mörk. Þróttur er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins ásamt því að sitja í 4. sæti Pepsi Max deildarinnar, sex stigum á eftir Breiðabliki sem er í 2. sæti. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík NFL Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki