Segir að Conor ætti að reka Kavanagh Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2021 13:31 Conor McGregor og John Kavanagh hafa unnið lengi saman. getty/Sportsfile Michael Bisping leggur til að Conor McGregor skipti um þjálfara eftir tapið fyrir Dustin Poirier í UFC 264 um helgina. Conor fótbrotnaði í lok 1. lotu og Poirier var dæmdur sigur á tæknilegu rothöggi. Þetta var þriðja tap Írans í síðustu fjórum bardögum. Þjálfari Conors er Íslandsvinurinn John Kavanagh sem er einnig þjálfari Gunnars Nelson. Eftir bardagann gegn Poirier sagðist Kavanagh hafa verið sáttur með gang mála áður en Conor fótbrotnaði. Bisping, sem var fyrsti UFC-meistarinn frá Bretlandi, furðaði sig á ummælum Kavanaghs. „Þjálfarinn hans sagðist ekki sjá neitt athugavert og ekkert sem olli honum áhyggjum og var viss um að ná rothöggi í 2. lotu. Ef það er rétt, John Kavanagh, ætti Conor að reka þig á stundinni,“ sagði Bisping. „Hann var á bakinu og í miklum vandræðum. Þetta var 10-8 lota. Það er áhyggjuefni. Þú vilt ekki láta flengja þig en það var að gerast. Fótbrotið var óheppilegt en það gaf Conor afsökun eða ástæðu fyrir því að bardaginn endaði. Ef það hefði ekki gerst voru líkurnar á því að hann myndi snúa dæminu sér í vil í 2. lotu ekki miklar þar sem 1. lotan átti að vera besta lotan hans Conors. Þetta var ekki góð frammistaða.“ Conor gekkst undir aðgerð eftir bardagann og óvíst er hvenær hann getur snúið aftur í búrið. MMA Tengdar fréttir Khabib kominn með upp í kok af Conor og segir hann útbrunninn Khabib Nurmagomedov er búinn að fá nóg af Conor McGregor. Hann segir að Írinn sé búinn að vera og UFC eigi að hætta styðja hann. 13. júlí 2021 08:31 Conor segir að sigur Poiriers hafi verið ólöglegur Conor McGregor segir að ósigur sinn gegn Dustin Poirier um helgina hafi verið ólögmætur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í bardaganum. 12. júlí 2021 13:00 Brotinn ökkli og tap hjá McGregor Írski bardagakappinn Conor McGregor tapaði fyrri Bandaríkjamanninum Dustin Poirier er þeir mættust í UFC, blandaðar bardagalistir, í nótt. Poirier hafði betur þar sem Conor ökklabrotnaði í fyrstu lotu. 11. júlí 2021 11:00 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Conor fótbrotnaði í lok 1. lotu og Poirier var dæmdur sigur á tæknilegu rothöggi. Þetta var þriðja tap Írans í síðustu fjórum bardögum. Þjálfari Conors er Íslandsvinurinn John Kavanagh sem er einnig þjálfari Gunnars Nelson. Eftir bardagann gegn Poirier sagðist Kavanagh hafa verið sáttur með gang mála áður en Conor fótbrotnaði. Bisping, sem var fyrsti UFC-meistarinn frá Bretlandi, furðaði sig á ummælum Kavanaghs. „Þjálfarinn hans sagðist ekki sjá neitt athugavert og ekkert sem olli honum áhyggjum og var viss um að ná rothöggi í 2. lotu. Ef það er rétt, John Kavanagh, ætti Conor að reka þig á stundinni,“ sagði Bisping. „Hann var á bakinu og í miklum vandræðum. Þetta var 10-8 lota. Það er áhyggjuefni. Þú vilt ekki láta flengja þig en það var að gerast. Fótbrotið var óheppilegt en það gaf Conor afsökun eða ástæðu fyrir því að bardaginn endaði. Ef það hefði ekki gerst voru líkurnar á því að hann myndi snúa dæminu sér í vil í 2. lotu ekki miklar þar sem 1. lotan átti að vera besta lotan hans Conors. Þetta var ekki góð frammistaða.“ Conor gekkst undir aðgerð eftir bardagann og óvíst er hvenær hann getur snúið aftur í búrið.
MMA Tengdar fréttir Khabib kominn með upp í kok af Conor og segir hann útbrunninn Khabib Nurmagomedov er búinn að fá nóg af Conor McGregor. Hann segir að Írinn sé búinn að vera og UFC eigi að hætta styðja hann. 13. júlí 2021 08:31 Conor segir að sigur Poiriers hafi verið ólöglegur Conor McGregor segir að ósigur sinn gegn Dustin Poirier um helgina hafi verið ólögmætur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í bardaganum. 12. júlí 2021 13:00 Brotinn ökkli og tap hjá McGregor Írski bardagakappinn Conor McGregor tapaði fyrri Bandaríkjamanninum Dustin Poirier er þeir mættust í UFC, blandaðar bardagalistir, í nótt. Poirier hafði betur þar sem Conor ökklabrotnaði í fyrstu lotu. 11. júlí 2021 11:00 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Khabib kominn með upp í kok af Conor og segir hann útbrunninn Khabib Nurmagomedov er búinn að fá nóg af Conor McGregor. Hann segir að Írinn sé búinn að vera og UFC eigi að hætta styðja hann. 13. júlí 2021 08:31
Conor segir að sigur Poiriers hafi verið ólöglegur Conor McGregor segir að ósigur sinn gegn Dustin Poirier um helgina hafi verið ólögmætur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í bardaganum. 12. júlí 2021 13:00
Brotinn ökkli og tap hjá McGregor Írski bardagakappinn Conor McGregor tapaði fyrri Bandaríkjamanninum Dustin Poirier er þeir mættust í UFC, blandaðar bardagalistir, í nótt. Poirier hafði betur þar sem Conor ökklabrotnaði í fyrstu lotu. 11. júlí 2021 11:00