Brugðist við neyðarástandi á Sahel-svæðinu í Afríku Heimsljós 15. júlí 2021 13:12 Neyðarástand ríkir í þremur ríkjum Mið-Sahel: Búrkína Fasó, Malí og Níger. OCHA 25 milljónum króna verður varið til að bregðast við neyðarástandi á Sahel-svæðinu í Afríku. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis og þróunarsamvinnuráðherra hefur ákveðið að 25 milljónum króna verði varið til að bregðast við neyðarástandi á Sahel-svæðinu í Afríku. Framlaginu verður ráðstafað til nýstofnaðs svæðasjóðs á vegum samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA). Neyðarástand ríkir í þremur ríkjum Mið-Sahel: Búrkína Fasó, Malí og Níger. Löndin eru við þolmörk og þörfin fyrir alþjóðlega aðstoð fer stigvaxandi. Íbúarnir búa við mjög lítið matvælaöryggi, kynbundið og kynferðislegt ofbeldi er alvarlegt vandamál og fólki á flótta fjölgar hratt. Orsakirnar eru margar og samofnar en langvarandi fátækt og atvinnuleysi, ör fólksfjölgun, loftslagsbreytingar og náttúruhamfarir, veikir stjórnarhættir og vopnuð átök eru meðal þeirra. Íbúar í Níger búa við mjög lítið matvælaöryggi, kynbundið og kynferðislegt ofbeldi er alvarlegt vandamál og fólki á flótta fjölgar hratt. Ísland hefur stutt við OCHA til fjölda ára en starfsvið stofnunarinnar tengist áherslum Íslands á sviði mannúðaraðstoðar þá einkum með tilliti til viðbragðsflýtis og samhæfingarhlutverks stofnunarinnar. OCHA er ein af fjórum áherslustofnunum og sjóðum Íslands í mannúðaraðstoð ásamt Neyðarsjóði Sameinuðu þjóðanna (CERF), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). OCHA gegnir lykilhlutverki í samhæfingu mannúðaraðstoðar á heimsvísu. Svæðasjóðir OCHA gera gjafafríkjum kleift að sameinast í stórum sjóðum ætluðum til mannúðarverkefna á ákveðnum stað eða landi og er því um fyrirsjáanlegt og skilvirkt fjármagn að ræða. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis og þróunarsamvinnuráðherra hefur ákveðið að 25 milljónum króna verði varið til að bregðast við neyðarástandi á Sahel-svæðinu í Afríku. Framlaginu verður ráðstafað til nýstofnaðs svæðasjóðs á vegum samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA). Neyðarástand ríkir í þremur ríkjum Mið-Sahel: Búrkína Fasó, Malí og Níger. Löndin eru við þolmörk og þörfin fyrir alþjóðlega aðstoð fer stigvaxandi. Íbúarnir búa við mjög lítið matvælaöryggi, kynbundið og kynferðislegt ofbeldi er alvarlegt vandamál og fólki á flótta fjölgar hratt. Orsakirnar eru margar og samofnar en langvarandi fátækt og atvinnuleysi, ör fólksfjölgun, loftslagsbreytingar og náttúruhamfarir, veikir stjórnarhættir og vopnuð átök eru meðal þeirra. Íbúar í Níger búa við mjög lítið matvælaöryggi, kynbundið og kynferðislegt ofbeldi er alvarlegt vandamál og fólki á flótta fjölgar hratt. Ísland hefur stutt við OCHA til fjölda ára en starfsvið stofnunarinnar tengist áherslum Íslands á sviði mannúðaraðstoðar þá einkum með tilliti til viðbragðsflýtis og samhæfingarhlutverks stofnunarinnar. OCHA er ein af fjórum áherslustofnunum og sjóðum Íslands í mannúðaraðstoð ásamt Neyðarsjóði Sameinuðu þjóðanna (CERF), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). OCHA gegnir lykilhlutverki í samhæfingu mannúðaraðstoðar á heimsvísu. Svæðasjóðir OCHA gera gjafafríkjum kleift að sameinast í stórum sjóðum ætluðum til mannúðarverkefna á ákveðnum stað eða landi og er því um fyrirsjáanlegt og skilvirkt fjármagn að ræða. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent