Margfalt fleiri hlutabréfaeigendur og gengi rýkur upp Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. júlí 2021 19:00 Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri hjá Nasdaq Iceland. Vísir/Vilhelm Hlutabréfaeigendur eru fjórfalt fleiri en þeir voru í lok árs 2019, en þeir hafa farið úr átta þúsund í 32 þúsund. Þá hefur gengið hlutabréfa rokið upp á síðustu tólf mánuðum og aðeins eitt félag á markaði sýnir neikvæða ávöxtun. Almenningur sýnir stöðugt meiri áhuga á hlutabréfaviðskiptum. Sem dæmi má nefna hlutabréf í Eimskipafélagi Íslands sem hafa hækkað um tæp 190 prósent og í Kviku banka um rúm 134 prósent. Þannig hafa þeir, sem keyptu til dæmis fyrir eina milljón í Eimskip, hagnast um allt að 1,89 milljónir króna. „Það hefur verið talsverð fjölgun félaga á markaði, svona miðað við það sem við höfum séð undanfarin ár. Núna á rúmum mánuði eða tveimur eru fjögur ný félög komin inn; Síldarvinnslan, Íslandsbanki, Play og Solid Clouds. Þessi tvö síðastnefndu eru á First North vaxtamarkaði, markaði fyrir vaxtafyrirtæki. Og samhliða þessu hefur þátttaka einstaklinga fjölgað mikið þannig að það eru miklar sviptingar í gangi má segja,” segir Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri hjá Kauphöll Íslands. Hann segir enga eina skýringu á þessari auknu þátttöku á hlutabréfamarkaði, en að stór þáttur séu lækkandi vextir, og aukið sparifé fólks. „Síðan var útboð hjá Icelandair Group í fyrra sem heppnaðist mjög vel og það má svona segja að það hafi rutt brautina fyrir önnur fyrirtæki,” segir hann, en bréf í Icelandair Group hafa hríðlækkað að undanförnu og er félagið nú það eina á markaði sem sýnir neikvæða ávöxtun. Fjölgun hluthafa sé ánægjuefni. „Hlutabréfamarkaðurinn gengur dálítið út á þetta. Hann gengur út á gagnsæi og skýrari leikreglur þannig að stór hópur, breiður hópur fjárfesta, geti komið saman á jafnræðisgrunni og átt þar viðskipti. Þeim mun fleiri þátttakendur þeim mun betri og skilvirkari verður markaðurinn. Og sömuleiðis er þetta gott fyrir atvinnulífið, efnahagslífið og þjóðfélagi. Að fleiri séu þátttakendur og fleiri njóti þess þegar vel gengur, þannig að það er svona grunnurinn að eðlilegra hagkerfi myndi ég segja,” segir Baldur. Þó sé mikilvægt að hafa í huga að um áhættufjárfestingar sé að ræða. „Hugsa sig tvisvar um og jafnvel þrisvar. Þetta er vissulega áhættufjárfesting og fólk þarf í raun og veru með svona fjárfestingu að hafa í huga að þetta getur tapast að miklu leyti og jafnvel öllu. Og það eru einhverjar aðferðir til þess að draga úr áhættunni, losar þig aldrei alveg við hana, t.d dreifa áhættu, fjárfesta í mörgum fyrirtækjum eða jafnvel í gegnum sjóð sem gerir þetta fyrir þig,” segir Baldur. Kauphöllin Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Sem dæmi má nefna hlutabréf í Eimskipafélagi Íslands sem hafa hækkað um tæp 190 prósent og í Kviku banka um rúm 134 prósent. Þannig hafa þeir, sem keyptu til dæmis fyrir eina milljón í Eimskip, hagnast um allt að 1,89 milljónir króna. „Það hefur verið talsverð fjölgun félaga á markaði, svona miðað við það sem við höfum séð undanfarin ár. Núna á rúmum mánuði eða tveimur eru fjögur ný félög komin inn; Síldarvinnslan, Íslandsbanki, Play og Solid Clouds. Þessi tvö síðastnefndu eru á First North vaxtamarkaði, markaði fyrir vaxtafyrirtæki. Og samhliða þessu hefur þátttaka einstaklinga fjölgað mikið þannig að það eru miklar sviptingar í gangi má segja,” segir Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri hjá Kauphöll Íslands. Hann segir enga eina skýringu á þessari auknu þátttöku á hlutabréfamarkaði, en að stór þáttur séu lækkandi vextir, og aukið sparifé fólks. „Síðan var útboð hjá Icelandair Group í fyrra sem heppnaðist mjög vel og það má svona segja að það hafi rutt brautina fyrir önnur fyrirtæki,” segir hann, en bréf í Icelandair Group hafa hríðlækkað að undanförnu og er félagið nú það eina á markaði sem sýnir neikvæða ávöxtun. Fjölgun hluthafa sé ánægjuefni. „Hlutabréfamarkaðurinn gengur dálítið út á þetta. Hann gengur út á gagnsæi og skýrari leikreglur þannig að stór hópur, breiður hópur fjárfesta, geti komið saman á jafnræðisgrunni og átt þar viðskipti. Þeim mun fleiri þátttakendur þeim mun betri og skilvirkari verður markaðurinn. Og sömuleiðis er þetta gott fyrir atvinnulífið, efnahagslífið og þjóðfélagi. Að fleiri séu þátttakendur og fleiri njóti þess þegar vel gengur, þannig að það er svona grunnurinn að eðlilegra hagkerfi myndi ég segja,” segir Baldur. Þó sé mikilvægt að hafa í huga að um áhættufjárfestingar sé að ræða. „Hugsa sig tvisvar um og jafnvel þrisvar. Þetta er vissulega áhættufjárfesting og fólk þarf í raun og veru með svona fjárfestingu að hafa í huga að þetta getur tapast að miklu leyti og jafnvel öllu. Og það eru einhverjar aðferðir til þess að draga úr áhættunni, losar þig aldrei alveg við hana, t.d dreifa áhættu, fjárfesta í mörgum fyrirtækjum eða jafnvel í gegnum sjóð sem gerir þetta fyrir þig,” segir Baldur.
Kauphöllin Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira