Íslenski boltinn

Allt jafnt í toppslag Lengjudeildarinnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Indriði Áki Þorláksson skoraði mark Fram í kvöld.
Indriði Áki Þorláksson skoraði mark Fram í kvöld. Vísir/Eyþór

Fram tók á móti ÍBV í toppslag Lengjudeildar karla í kvöld. Liðin sitja enn í fyrsta og öðru sæti deildarinnar eftir 1-1 jafntefli.

Fyrriu hálfleikur var heldur bragðdaufur og bauð ekki upp á mörg opin marktækifæri. Staðan var því markalaus þegar liðin gegnu til búningsherbergja.

Seinni hálfleikur var heldur fjörugri en sá fyrri. Þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka kom loksins mark í leikinn. Fred Saraiva tók þá hornspyrnu fyrir Framara sem rataði beint á kollinn á Indriða Áka Þorlákssyni sem skallaði boltann í netið.

Aðeins mínútu síðar var staðan aftur orðin jöfn. Sito Seoane lék sér þá með knöttinn fyrir utan teig og fann svo fjærhornið með hnitmiðuðu skoti.

Albert Hafsteinsson fékk svo tækifæri til að tryggja sigur Framara þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. Framarar fengu þá vítaspyrnu eftir að boltinn hafði farið í hönd varnarmanns ÍBV.

Albert steig á punktinn og reyndi svokallað Panenka víti. Halldór Páll Geirsson lét ekki bjóða sér svoleiðis töffarastæla og greip boltann. 

Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli. Framarar eru enn í efsta sæti með 32 stig eftir 12 leiki. ÍBV eru öðru sæti með 23 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×