Fyrsta mark leiksins kom eftir rúmlega hálftíma leik. Þar var á ferðinni Georgie Kelly eftir stoðsendingu frá Dawson Devoy.
Staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks, en á 54.mínútu bætti Kelly öðru marki sínu við eftir stoðsendingu frá Liam Burt og brekkan því orðin ansi brött fyrir Stjörnumenn.
Liam Burt innsyglaði svo sjálfur sigurinn stundarfjórðungi fyrir leikslok. Lokatölur 3-0 og Bohemians mætir F91 Dudelange frá Lúxemborg í annari umferð forkeppninnar.