Innlent

Konur hrifnari af sósíalisma en karlar

Jakob Bjarnar skrifar
Meðal þess sem fram kemur í könnuninni er að einhverra hluta vegna eru konur hrifnari af sósíalisma en karlar.
Meðal þess sem fram kemur í könnuninni er að einhverra hluta vegna eru konur hrifnari af sósíalisma en karlar.

Í nýrri könnun sem MMR gerði fyrir Sósíalistaflokk Íslands, kemur fram að afstaða Íslendinga er almennt jákvæðari gagnvart sósíalisma en kapítalisma.

Um er að ræða netkönnun sem gerð var 8. til 14. júlí 2021. Niðurstöður voru vigtaðar með tilliti til dreifingar í þýði. Úrtakið er Íslendingar á aldrinum 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR en 945 svöruðu.

Þarna munar reyndar ekki miklu, 31 prósent segjast mjög eða frekar jákvæð gagnvart sósíalisma en 29 prósent segjast frekar jákvæð í garð kapítalismans.

Meðal þess sem fram kemur í könnuninni er að konur eru hrifnari af sósíalisma en karlar.

Alls 37 prósent karla eru jákvæðir í garð kapítalismans á móti aðeins 18 prósent kvenna. En sé litið til afstöðu fólks til sósíalisma eru 41 prósent kvenna jákvæð gagnvart honum en aðeins 24 prósent karla.

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósialistaflokks Íslands fer í saumana á könnuninni í aðsendri grein á Vísi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×