Leggur til að aðgerðir verði hertar á landamærum á ný Elísabet Inga Sigurðardóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 16. júlí 2021 11:51 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja til breytingar á sóttvarnaaðgerðum á landamærum í ljósi fjölgunar tilfella síðustu daga. Hann vinnur nú að minnisblaði til ráðherra en vill ekki gefa upp hverjar tillögur hans verða. „Ég er í samskiptum við ráðherra. Síðan þarf ráðherrann og ríkisstjórnin að fjalla um þær tillögur og taka síðan endanlega ákvörðun um hverju verði hrint í framkvæmd og hverju ekki,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu. Sautján hafa greinst með Covid-19 innanlands síðustu tvo daga og voru níu utan sóttkvíar. Allir hinna smituðu voru fullbólusettir fyrir Covid-19. Fram hefur komið að flest tilfelli megi nú rekja til smita á landamærum og einnig til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Flest smitin eru af völdum delta-afbrigðisins svokallaða. Hvað ætlar þú að leggja til? „Ég held að það sé ekki réttlátt gagnvart ráðherranum að það sé verið að fjalla um það opinberlega áður en viðeigandi aðilar fjalli um þær tillögur.“ Þórólfur sagði í gær að það komi til greina að krefjast þess að fólk framvísi neikvæðu PCR-prófi við komu þeirra til landsins. Ungt fólk að greinast „Eins og ég hef talað um undanfarna daga þá held ég að það sé forgangsverkefni að reyna að stoppa flutning veirunnar inn í landið. Ég held að það sé ekki endilega kominn tími til að grípa til takmarkana innanlands, við þurfum bara að halda áfram að sjá hvort veikindi verði alvarleg eða smit berist i viðkvæma hópa.“ Fólk sé ekki að veikjast alvarlega núna en þess beri að merkja að ungt fólk hafi verðið að greinast sem veikist alla jafna ekki alvarlega af Covid-19. Hvað með landamærin, leggur þú eitthvað til þar? „Ég er bara með tillögur í smíðum fyrir ráðherra.“ Þannig þú ætlar að leggja til aðgerðir? „Já ég mun gera það,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fjórir utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 16. júlí 2021 10:30 Segir virkni bóluefna ekki eins góða og vonast var til Sóttvarnalæknir segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. Þá hafi heilsufar áhrif á virkni bólusetninga. Hann íhugar nú að leggja það til að allir sem koma til landsins verði krafðir um neikvætt PCR próf. Tíu fullbólusettir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. 15. júlí 2021 19:31 Aðgerðir ekki hertar: Flest smit undanfarna daga af delta-afbrigðinu Frá 1. júlí hafa 23 einstaklingar greinst með Covid-19 hér innanlands, flest af völdum delta-afbrigðisins svokallaða. Sóttvarnalæknir er ekki með tillögur að hertum sóttvarnaraðgerðum að svo stöddu, en það gæti breyst. 15. júlí 2021 11:30 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
„Ég er í samskiptum við ráðherra. Síðan þarf ráðherrann og ríkisstjórnin að fjalla um þær tillögur og taka síðan endanlega ákvörðun um hverju verði hrint í framkvæmd og hverju ekki,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu. Sautján hafa greinst með Covid-19 innanlands síðustu tvo daga og voru níu utan sóttkvíar. Allir hinna smituðu voru fullbólusettir fyrir Covid-19. Fram hefur komið að flest tilfelli megi nú rekja til smita á landamærum og einnig til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Flest smitin eru af völdum delta-afbrigðisins svokallaða. Hvað ætlar þú að leggja til? „Ég held að það sé ekki réttlátt gagnvart ráðherranum að það sé verið að fjalla um það opinberlega áður en viðeigandi aðilar fjalli um þær tillögur.“ Þórólfur sagði í gær að það komi til greina að krefjast þess að fólk framvísi neikvæðu PCR-prófi við komu þeirra til landsins. Ungt fólk að greinast „Eins og ég hef talað um undanfarna daga þá held ég að það sé forgangsverkefni að reyna að stoppa flutning veirunnar inn í landið. Ég held að það sé ekki endilega kominn tími til að grípa til takmarkana innanlands, við þurfum bara að halda áfram að sjá hvort veikindi verði alvarleg eða smit berist i viðkvæma hópa.“ Fólk sé ekki að veikjast alvarlega núna en þess beri að merkja að ungt fólk hafi verðið að greinast sem veikist alla jafna ekki alvarlega af Covid-19. Hvað með landamærin, leggur þú eitthvað til þar? „Ég er bara með tillögur í smíðum fyrir ráðherra.“ Þannig þú ætlar að leggja til aðgerðir? „Já ég mun gera það,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fjórir utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 16. júlí 2021 10:30 Segir virkni bóluefna ekki eins góða og vonast var til Sóttvarnalæknir segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. Þá hafi heilsufar áhrif á virkni bólusetninga. Hann íhugar nú að leggja það til að allir sem koma til landsins verði krafðir um neikvætt PCR próf. Tíu fullbólusettir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. 15. júlí 2021 19:31 Aðgerðir ekki hertar: Flest smit undanfarna daga af delta-afbrigðinu Frá 1. júlí hafa 23 einstaklingar greinst með Covid-19 hér innanlands, flest af völdum delta-afbrigðisins svokallaða. Sóttvarnalæknir er ekki með tillögur að hertum sóttvarnaraðgerðum að svo stöddu, en það gæti breyst. 15. júlí 2021 11:30 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fjórir utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 16. júlí 2021 10:30
Segir virkni bóluefna ekki eins góða og vonast var til Sóttvarnalæknir segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. Þá hafi heilsufar áhrif á virkni bólusetninga. Hann íhugar nú að leggja það til að allir sem koma til landsins verði krafðir um neikvætt PCR próf. Tíu fullbólusettir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. 15. júlí 2021 19:31
Aðgerðir ekki hertar: Flest smit undanfarna daga af delta-afbrigðinu Frá 1. júlí hafa 23 einstaklingar greinst með Covid-19 hér innanlands, flest af völdum delta-afbrigðisins svokallaða. Sóttvarnalæknir er ekki með tillögur að hertum sóttvarnaraðgerðum að svo stöddu, en það gæti breyst. 15. júlí 2021 11:30