Stefnir embættismönnum fyrir að hafa dreift myndbandi af morði dóttur sinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2021 09:45 Bianca var myrt fyrir tveimur árum síðan af kærastanum sínum en þau voru á leiðinni heim af tónleikum í Queens. Getty/Spencer Platt Móðir sautján ára gamallar stúlku, sem var myrt árið 2019, hefur stefnt opinberum embættismönnum í New York fyrir að hafa deilt myndbandi, þar sem stúlkan sást stunda kynlíf og var síðar myrt, með fjölmiðlum. Morðið á Biöncu Devins, sem var aðeins sautján ára gömul, vakti mikla athygli eftir að morðingi hennar deildi myndum sem sýndu morðið á samfélagsmiðlum. Hann hafði tekið morðið upp a myndband en áður en hann myrti hana höfðu þau sofið saman og morðinginn tekið það upp á myndband sömuleiðis. Fjölskylda Devins segir nú að opinberir embættismenn hafi deilt myndbandinu, sem morðinginn tók upp, með framleiðsluteymi sem vinnur að gerð heimildamyndar um morðið. Fjölskyldan hefur stefnt stjórnarumdæminu Oneida í New York fylki og opinberum embættismönnum í sýslunni, þar á meðal Scott McNamara, héraðssaksóknara. Í stefnunni segir að hinir stefndu hafi verið óréttlátir gagnvart fórnarlambinu með því að hafa deilt sönnunargögnum með fjölmiðlum, sem ætla að fjalla um málið. Þá segir í stefnunni að Kimberly Devins, móðir Biöncu, hafi verið viti sínu fjær þegar hún komst að því að myndbandinu sem Brandon Clark, morðingi Biöncu, tók upp hafi verið deilt. Hún hræðist nú að myndefni af þeim stunda kynlíf muni fara í dreifingu á netinu eins og myndefni af morðinu sjálfu gerði á sínum tíma. Þá eru embættismennirnir sakaðir um að hafa brotið alríkislög um dreifingu barnakláms, þar sem hluti af myndefninu sýni Biöncu og Brandon Clark sofa saman áður en hann myrðir hana. Nettröll senda móðurinni ennþá myndir af líki dóttur hennar Bianca Devins var myrt í júlí 2019 af Clark, sem þá var 21 árs. Þau voru í bíl á leiðinni heim eftir tónleika í Queens í New York þegar Clark stakk hana með eggvopni. Hann tók upp myndband af morðinu og birti grafískar myndir af líki Biöncu á samfélagsmiðlum, til dæmis Snapchat og Instagram, auk þess sem hann deildi myndunum á spjallrás á Discord, sem vinir hennar notuðu. Hann gerði tilraun til að taka eigið líf eftir morðið en lifði þá tilraun af. Hann var sakfelldur fyrir morðið og dæmmdur í 25 ára fangelsi í mars á þessu ári. Myndirnar sem Clark deildi á samfélagsmiðlum fóru eins og eldur í sinu um internetið í kjölfar morðsins. Það varð til þess að fjöldi fólks fylgdi þeim báðum á Instagram og nettröll nýttu sér tækifærið og bjuggu til Instagram-síður, undir nafni Clarks og Biöncu, og deildu myndum af morðinu. Að sögn Kimberly Devins sækja nettröll en á hana og senda henni grafískar myndir af líki dóttur hennar. Bandaríkin Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Morðið á Biöncu Devins, sem var aðeins sautján ára gömul, vakti mikla athygli eftir að morðingi hennar deildi myndum sem sýndu morðið á samfélagsmiðlum. Hann hafði tekið morðið upp a myndband en áður en hann myrti hana höfðu þau sofið saman og morðinginn tekið það upp á myndband sömuleiðis. Fjölskylda Devins segir nú að opinberir embættismenn hafi deilt myndbandinu, sem morðinginn tók upp, með framleiðsluteymi sem vinnur að gerð heimildamyndar um morðið. Fjölskyldan hefur stefnt stjórnarumdæminu Oneida í New York fylki og opinberum embættismönnum í sýslunni, þar á meðal Scott McNamara, héraðssaksóknara. Í stefnunni segir að hinir stefndu hafi verið óréttlátir gagnvart fórnarlambinu með því að hafa deilt sönnunargögnum með fjölmiðlum, sem ætla að fjalla um málið. Þá segir í stefnunni að Kimberly Devins, móðir Biöncu, hafi verið viti sínu fjær þegar hún komst að því að myndbandinu sem Brandon Clark, morðingi Biöncu, tók upp hafi verið deilt. Hún hræðist nú að myndefni af þeim stunda kynlíf muni fara í dreifingu á netinu eins og myndefni af morðinu sjálfu gerði á sínum tíma. Þá eru embættismennirnir sakaðir um að hafa brotið alríkislög um dreifingu barnakláms, þar sem hluti af myndefninu sýni Biöncu og Brandon Clark sofa saman áður en hann myrðir hana. Nettröll senda móðurinni ennþá myndir af líki dóttur hennar Bianca Devins var myrt í júlí 2019 af Clark, sem þá var 21 árs. Þau voru í bíl á leiðinni heim eftir tónleika í Queens í New York þegar Clark stakk hana með eggvopni. Hann tók upp myndband af morðinu og birti grafískar myndir af líki Biöncu á samfélagsmiðlum, til dæmis Snapchat og Instagram, auk þess sem hann deildi myndunum á spjallrás á Discord, sem vinir hennar notuðu. Hann gerði tilraun til að taka eigið líf eftir morðið en lifði þá tilraun af. Hann var sakfelldur fyrir morðið og dæmmdur í 25 ára fangelsi í mars á þessu ári. Myndirnar sem Clark deildi á samfélagsmiðlum fóru eins og eldur í sinu um internetið í kjölfar morðsins. Það varð til þess að fjöldi fólks fylgdi þeim báðum á Instagram og nettröll nýttu sér tækifærið og bjuggu til Instagram-síður, undir nafni Clarks og Biöncu, og deildu myndum af morðinu. Að sögn Kimberly Devins sækja nettröll en á hana og senda henni grafískar myndir af líki dóttur hennar.
Bandaríkin Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira