Segir samfélagsmiðla eiga þátt í „faraldri óbólusettra“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2021 13:24 Joe Biden Bandaríkjaforseti. AP/Susan Walsh) Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að eini faraldurinn sem nú geisar í Bandaríkjunum sé faraldur kórónuveirunnar meðal samlanda hans sem ekki vilji láta bólusetja sig fyrir veirunni. Hann segir athæfi samfélagsmiðlarisa á borð við Facebook spila þar stórt hlutverk. „Eini faraldurinn sem við erum að glíma við er á meðal óbólusettra,“ sagði Biden við fréttamenn í gær. Á síðustu þremur vikum hefur fjöldi daglegra kórónuveirusmita í Bandaríkjunum þrefaldast, og er að miklu leyti bundinn við óbólusetta hópa víða um landið. Yfir 90 milljónir Bandaríkjamanna sem þegar hefðu getað látið bólusetja sig hafa ekki þáð bólusetningu. Fjögur ríki þar sem bólusetningarhlutfall er lágt eiga um 40 prósent nýsmitaðra á síðustu viku. Af þeim er um helmingur frá Flórídaríki einu og sér. Samkvæmt fréttastofu AP er, þrátt fyrir uppsveiflu í faraldrinum, lítil stemning í herbúðum forsetans fyrir því að ráðast aftur í víðtækar aðgerðir með boðum og bönnum til að hefta útbreiðsluna, þar sem 161 milljón Bandaríkjamanna hefur þegar verið bólusett. Ungt fólk ólíklegra í bólusetningu Bandarísk stjórnvöld hafa staðið í ströngu við að sannfæra ungt fólk um að þiggja bólusetningu. Ungt fólk er ólíklegra til að veikjast alvarlega af Covid-19, og tölfræði vestan hafs sýnir að ungt fólk er ólíklegra til þess að vilja bólusetningu. Bandarísk stjórnvöld hafa einnig beint sjónum sínum að samfélagsmiðlum, einkum og sér í lagi Facebook, sem þau segja dreifa falsfréttum og áróðri gegn bólusetningum. Biden var ómyrkur í máli um samfélagsmiðlarisana þegar hann ræddi við fréttamenn í gær. „Þau eru að drepa fólk,“ sagði Biden, og tók þannig undir orð Viveks Murthy, landlæknis Bandaríkjanna, sem sagði í fyrradag að falsfréttir um bóluefni, sem dreifist líkt og eldur í sinu um Facebook, væru alvarleg heilbrigðisógn við bandarísku þjóðina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Samfélagsmiðlar Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
„Eini faraldurinn sem við erum að glíma við er á meðal óbólusettra,“ sagði Biden við fréttamenn í gær. Á síðustu þremur vikum hefur fjöldi daglegra kórónuveirusmita í Bandaríkjunum þrefaldast, og er að miklu leyti bundinn við óbólusetta hópa víða um landið. Yfir 90 milljónir Bandaríkjamanna sem þegar hefðu getað látið bólusetja sig hafa ekki þáð bólusetningu. Fjögur ríki þar sem bólusetningarhlutfall er lágt eiga um 40 prósent nýsmitaðra á síðustu viku. Af þeim er um helmingur frá Flórídaríki einu og sér. Samkvæmt fréttastofu AP er, þrátt fyrir uppsveiflu í faraldrinum, lítil stemning í herbúðum forsetans fyrir því að ráðast aftur í víðtækar aðgerðir með boðum og bönnum til að hefta útbreiðsluna, þar sem 161 milljón Bandaríkjamanna hefur þegar verið bólusett. Ungt fólk ólíklegra í bólusetningu Bandarísk stjórnvöld hafa staðið í ströngu við að sannfæra ungt fólk um að þiggja bólusetningu. Ungt fólk er ólíklegra til að veikjast alvarlega af Covid-19, og tölfræði vestan hafs sýnir að ungt fólk er ólíklegra til þess að vilja bólusetningu. Bandarísk stjórnvöld hafa einnig beint sjónum sínum að samfélagsmiðlum, einkum og sér í lagi Facebook, sem þau segja dreifa falsfréttum og áróðri gegn bólusetningum. Biden var ómyrkur í máli um samfélagsmiðlarisana þegar hann ræddi við fréttamenn í gær. „Þau eru að drepa fólk,“ sagði Biden, og tók þannig undir orð Viveks Murthy, landlæknis Bandaríkjanna, sem sagði í fyrradag að falsfréttir um bóluefni, sem dreifist líkt og eldur í sinu um Facebook, væru alvarleg heilbrigðisógn við bandarísku þjóðina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Samfélagsmiðlar Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira