Reikna með yfir fjögur hundruð í sóttkví eftir daginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2021 19:07 Þeir Jakob Þór Magnússon, Kolbeinn Tumi Gautason og Leifur Guðlaugsson eru bólusettir og allir smitaðir af Covid. Þeir dvelja nú í farsóttarhúsi, ásamt fjölda annarra í einangrun og sóttkví. Almannavarnir reikna með því að yfir fjögur hundruð manns verði komnir í sóttkví eftir daginn í dag. Þá hefur ekki tekist að tengja þá sem greindust með kórónuveiruna í gær við eldri smit, samkvæmt upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur samskiptastjóra almannavarna. Það sé áhyggjuefni. Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru sjö utan sóttkvíar. Þá greindust einnig tólf á landamærum Hjördís segir smitin í gær mestmegnis tengjast skemmtanalífinu. Þeir smituðu séu að stærstum hluta ungt fólk á suðvesturhorninu. Gylfi Þór Þorsteinsson ræddi stöðu mála í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði stöðuna að þyngjast og að ástandið minnti á þriðju bylgju faraldursins í október. Gestir eru að stærstum hluta erlendir ferðamenn sem greinst hafa við brottför úr landi en Íslendingar dvelja einnig í húsinu. Gylfi segir að aðeins einn óbólusettur sé í einangrun - og þeir bólusettu séu margir talsvert veikir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ekki skilað ráðherra minnisblaði um hertar aðgerðir á landamærum en hann hefur sagt að til greina komi að krefja bólusetta ferðamenn um neikvætt PCR-próf við komu til landsins. Sá hátturinn er hafður á fyrir óbólusetta ferðamenn í mörgum löndum í Evrópu; til að mynda Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Noregi og Danmörku. „Þá held ég að það muni hjálpa mikið og ég er alveg sannfærður um það að fólk sem vill koma til Íslands lætur ekki eitt PCR-próf stoppa sig í að koma,“ segir Gylfi. Ráða mátti af upphaflegu útgáfu fréttarinnar að Evrópulöndin sem nefnd eru krefjist neikvæðs PCR-prófs af bólusettum ferðamönnum. Sú er ekki raunin og hefur fréttin verið uppfærð í samræmi við það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Innlent Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Innlent Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Innlent Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Steini frá Straumnesi látinn Innlent Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Innlent Fleiri fréttir Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Flakk á fylginu og brunamótamatið vanáætlað Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Veita engar upplýsingar um tilboðið í Háholt Nýju tilboði í Háholt svarað með gagntilboði Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði um tíu prósent árið 2024 Tveir skjálftar úti á Reykjaneshrygg Sjá meira
Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru sjö utan sóttkvíar. Þá greindust einnig tólf á landamærum Hjördís segir smitin í gær mestmegnis tengjast skemmtanalífinu. Þeir smituðu séu að stærstum hluta ungt fólk á suðvesturhorninu. Gylfi Þór Þorsteinsson ræddi stöðu mála í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði stöðuna að þyngjast og að ástandið minnti á þriðju bylgju faraldursins í október. Gestir eru að stærstum hluta erlendir ferðamenn sem greinst hafa við brottför úr landi en Íslendingar dvelja einnig í húsinu. Gylfi segir að aðeins einn óbólusettur sé í einangrun - og þeir bólusettu séu margir talsvert veikir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ekki skilað ráðherra minnisblaði um hertar aðgerðir á landamærum en hann hefur sagt að til greina komi að krefja bólusetta ferðamenn um neikvætt PCR-próf við komu til landsins. Sá hátturinn er hafður á fyrir óbólusetta ferðamenn í mörgum löndum í Evrópu; til að mynda Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Noregi og Danmörku. „Þá held ég að það muni hjálpa mikið og ég er alveg sannfærður um það að fólk sem vill koma til Íslands lætur ekki eitt PCR-próf stoppa sig í að koma,“ segir Gylfi. Ráða mátti af upphaflegu útgáfu fréttarinnar að Evrópulöndin sem nefnd eru krefjist neikvæðs PCR-prófs af bólusettum ferðamönnum. Sú er ekki raunin og hefur fréttin verið uppfærð í samræmi við það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Innlent Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Innlent Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Innlent Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Steini frá Straumnesi látinn Innlent Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Innlent Fleiri fréttir Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Flakk á fylginu og brunamótamatið vanáætlað Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Veita engar upplýsingar um tilboðið í Háholt Nýju tilboði í Háholt svarað með gagntilboði Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði um tíu prósent árið 2024 Tveir skjálftar úti á Reykjaneshrygg Sjá meira