Slökkvi- og sjúkralið var kallað út í dag nálægt bænum Steinenbronn í Þýskalandi. Smáflugvél af gerðinni Piper hafði brotlent í skóglendinu þar. Vélin tók á loft frá flugvellinum í Stuttgart í morgun með þrjá innanborðs. Staðfest hefur verið að flugmaðurinn og tveir farþegar hans hafi látist í slysinu.
Rannsókn á slysinu stendur enn yfir og ekkert er vitað um tildrög þess að svo stöddu. Flugumferðarstjórn í Baden-Württemberg hefur gefið út að flugmaðurinn hafi ekki tilkynnt um vandræði á fluginu.