Innlent

Sól og sumar­blíða á Austur­landi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sól og sumarstemning.
Sól og sumarstemning.

Gestir listahátíðarinnar LungA á Seyðisfirði héldu heim á leið í einmuna veðurblíðu í dag. Hiti á Austurlandi fór hæst í 26,7 stig á Hallormsstað en hefur annars verið í kringum 20 stig á svæðinu.

Sólarþyrstir Íslendingar hafa streymt austur síðustu daga en fjölga hefur þurft tjaldstæðum til að anna gríðarlegri eftirspurn. Í síðustu viku og nú um helgina fór fram listahátíðin LungA á Seyðisfirði.

Þá hafa tjaldstæði víða um landið verið uppbókuð, einkum og sér í lagi á austurhluta landsins, þar sem veðrið hefur verið með besta móti í nánast allt sumar. Umferð um landshlutann hefur verið eftir því.

Myndbandið hér að neðan fangar vel stemninguna á Austurlandi um helgina, en það er tekið á Seyðisfirði og í Höfðavík, Hallormsstaðarskógi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×