Sjáðu mörkin úr óvæntum sigri ÍA, fyrstu mörk sumarsins á Greifavelli, sigurmark Lennon og glæsimark Höskuldar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2021 08:30 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, skoraði glæsilegt mark gegn KR. Vísir/Hulda Margrét Hér að neðan má sjá mörkin úr síðustu fjórum leikjum Pepsi Max deildar karla. Á laugardag vann ÍA 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Vals, í gær vann KA 2-0 sigur á HK í fyrsta leik sumarsins á Greifavelli á Akureyri. FH lagði Fylki 1-0 í leik sem bauð upp á hvert dauðafærið á fætur öðru en á sama tíma gerðu KR og Breiðablik 1-1 jafntefli í Vesturbæ Reykjavíkur. Það verður að segjast að sigur botnliðs ÍA á Íslandsmeisturum Vals hafi verið einkar óvæntur en Valsmenn tróna á toppi deildarinnar um þessar mundir. Eftir markalausan fyrri hálfleik var Sebastian Hedlund fyrir því óláni að skora sjálfsmark er hann skallaði fyrirgjöf í eigið net snemma í síðari hálfleik. Johannes Vall er svo skráður fyrir öðru marki Vals en skot að marki fór þá í hann og í netið. Staðan því 2-0 en leikmenn ÍA ekki enn búnir að koma tuðrunni í netið af eigin sjálfsdáðum. Kaj Leo í Bartalsstovu minnkaði muninn með glæsimarki en nær komust gestirnir ekki og lokatölur því 2-1 ÍA í vil. Klippa: ÍA 2-1 Valur KA tók á móti HK á Greifavelli en fram að leik gærdagsins höfðu heimamenn leikið á Dalvík. Ásgeir Sigurgeirsson kom KA yfir eftir tæpan hálftíma er hann kláraði vel úr þröngu færi. Varnarleikur HK í markinu var ekki til útflutnings. Daníel Hafsteinsson gerði út um leikinn með glæsilegu skoti snemma í síðari hálfleik. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur. Klippa: KA 2-0 HK Steven Lennon tryggði FH 1-0 sigur á Fylki þar sem bæði lið fengu frábær færi til að skora. Heimamenn í FH bókstaflega óðu í færum í fyrri hálfleik en tókst ekki að koma knettinum yfir línuna. Fylkir hefði svo getað tekið forystuna í síðari hálfleik en brást bogalistin. Lennon braut svo ísinn og tryggði FH ómetanlegan 1-0 sigur. Klippa: FH 1-0 Fylkir Að lokum mættust KR og Breiðablik í Vesturbænum. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Kjartan Henry Finnbogason með skalla af stuttu færi í upphafi síðari hálfleiks. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, jafnaði metin með góðu skoti úr aukaspyrnu og staðan því jöfn 1-1 um miðbik hálfleiksins. Fleiri urðu mörkin ekki og loks tókst Blikum að forðast tap gegn KR. Fyrir leikinn höfðu lærisveinar Rúnars Kristinssonar unnið sex leik í röð gegn þeim grænklæddu. Klippa: KR 1-1 Breiðablik Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Fylkir 1-0| Fyrsti sigur FH í deildinni síðan 17. maí FH unnu sinn fyrsta sigur síðan 17. maí. FH ingar fengu hvert dauðafærið á fætur öðru í fyrri hálfleik sem Aron Snær Friðriksson varði. Steven Lennon gerði fyrsta mark leiksins eftir tæplega 78 mínútna leik og mátti sjá að miklu fargi hafi verið létt af leikmönnum FH eftir að hafa farið illa með ansi mörg dauðafæri. 18. júlí 2021 22:00 Umfjöllun og viðtöl: KR - Breiðablik 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í toppslagnum KR og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í stórleik 13. umferðar Pepsi Max-deildar karla á Meistaravöllum í kvöld. 18. júlí 2021 22:27 Umfjöllun og viðtöl: KA - HK 2-0 | KA vann í fyrsta leik sínum á Akureyri KA-menn lögðu HK-inga að velli í 13.umferð Pepsi Max deildarinnar á Akureyri í dag. 18. júlí 2021 17:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-1 | Botnliðið vann toppliðið á Akranesi ÍA vann Val, 2-1, þegar botn- og topplið Pepsi Max-deildar karla áttust við á Akranesi í dag. Þetta var fyrsti sigur Skagamanna síðan 21. maí og gríðarlega mikilvægur fyrir þá. 17. júlí 2021 18:26 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Sjá meira
Á laugardag vann ÍA 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Vals, í gær vann KA 2-0 sigur á HK í fyrsta leik sumarsins á Greifavelli á Akureyri. FH lagði Fylki 1-0 í leik sem bauð upp á hvert dauðafærið á fætur öðru en á sama tíma gerðu KR og Breiðablik 1-1 jafntefli í Vesturbæ Reykjavíkur. Það verður að segjast að sigur botnliðs ÍA á Íslandsmeisturum Vals hafi verið einkar óvæntur en Valsmenn tróna á toppi deildarinnar um þessar mundir. Eftir markalausan fyrri hálfleik var Sebastian Hedlund fyrir því óláni að skora sjálfsmark er hann skallaði fyrirgjöf í eigið net snemma í síðari hálfleik. Johannes Vall er svo skráður fyrir öðru marki Vals en skot að marki fór þá í hann og í netið. Staðan því 2-0 en leikmenn ÍA ekki enn búnir að koma tuðrunni í netið af eigin sjálfsdáðum. Kaj Leo í Bartalsstovu minnkaði muninn með glæsimarki en nær komust gestirnir ekki og lokatölur því 2-1 ÍA í vil. Klippa: ÍA 2-1 Valur KA tók á móti HK á Greifavelli en fram að leik gærdagsins höfðu heimamenn leikið á Dalvík. Ásgeir Sigurgeirsson kom KA yfir eftir tæpan hálftíma er hann kláraði vel úr þröngu færi. Varnarleikur HK í markinu var ekki til útflutnings. Daníel Hafsteinsson gerði út um leikinn með glæsilegu skoti snemma í síðari hálfleik. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur. Klippa: KA 2-0 HK Steven Lennon tryggði FH 1-0 sigur á Fylki þar sem bæði lið fengu frábær færi til að skora. Heimamenn í FH bókstaflega óðu í færum í fyrri hálfleik en tókst ekki að koma knettinum yfir línuna. Fylkir hefði svo getað tekið forystuna í síðari hálfleik en brást bogalistin. Lennon braut svo ísinn og tryggði FH ómetanlegan 1-0 sigur. Klippa: FH 1-0 Fylkir Að lokum mættust KR og Breiðablik í Vesturbænum. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Kjartan Henry Finnbogason með skalla af stuttu færi í upphafi síðari hálfleiks. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, jafnaði metin með góðu skoti úr aukaspyrnu og staðan því jöfn 1-1 um miðbik hálfleiksins. Fleiri urðu mörkin ekki og loks tókst Blikum að forðast tap gegn KR. Fyrir leikinn höfðu lærisveinar Rúnars Kristinssonar unnið sex leik í röð gegn þeim grænklæddu. Klippa: KR 1-1 Breiðablik Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Fylkir 1-0| Fyrsti sigur FH í deildinni síðan 17. maí FH unnu sinn fyrsta sigur síðan 17. maí. FH ingar fengu hvert dauðafærið á fætur öðru í fyrri hálfleik sem Aron Snær Friðriksson varði. Steven Lennon gerði fyrsta mark leiksins eftir tæplega 78 mínútna leik og mátti sjá að miklu fargi hafi verið létt af leikmönnum FH eftir að hafa farið illa með ansi mörg dauðafæri. 18. júlí 2021 22:00 Umfjöllun og viðtöl: KR - Breiðablik 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í toppslagnum KR og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í stórleik 13. umferðar Pepsi Max-deildar karla á Meistaravöllum í kvöld. 18. júlí 2021 22:27 Umfjöllun og viðtöl: KA - HK 2-0 | KA vann í fyrsta leik sínum á Akureyri KA-menn lögðu HK-inga að velli í 13.umferð Pepsi Max deildarinnar á Akureyri í dag. 18. júlí 2021 17:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-1 | Botnliðið vann toppliðið á Akranesi ÍA vann Val, 2-1, þegar botn- og topplið Pepsi Max-deildar karla áttust við á Akranesi í dag. Þetta var fyrsti sigur Skagamanna síðan 21. maí og gríðarlega mikilvægur fyrir þá. 17. júlí 2021 18:26 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Fylkir 1-0| Fyrsti sigur FH í deildinni síðan 17. maí FH unnu sinn fyrsta sigur síðan 17. maí. FH ingar fengu hvert dauðafærið á fætur öðru í fyrri hálfleik sem Aron Snær Friðriksson varði. Steven Lennon gerði fyrsta mark leiksins eftir tæplega 78 mínútna leik og mátti sjá að miklu fargi hafi verið létt af leikmönnum FH eftir að hafa farið illa með ansi mörg dauðafæri. 18. júlí 2021 22:00
Umfjöllun og viðtöl: KR - Breiðablik 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í toppslagnum KR og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í stórleik 13. umferðar Pepsi Max-deildar karla á Meistaravöllum í kvöld. 18. júlí 2021 22:27
Umfjöllun og viðtöl: KA - HK 2-0 | KA vann í fyrsta leik sínum á Akureyri KA-menn lögðu HK-inga að velli í 13.umferð Pepsi Max deildarinnar á Akureyri í dag. 18. júlí 2021 17:00
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-1 | Botnliðið vann toppliðið á Akranesi ÍA vann Val, 2-1, þegar botn- og topplið Pepsi Max-deildar karla áttust við á Akranesi í dag. Þetta var fyrsti sigur Skagamanna síðan 21. maí og gríðarlega mikilvægur fyrir þá. 17. júlí 2021 18:26
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki