Sá fyrsti í NHL til að koma út úr skápnum Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júlí 2021 07:02 Luke Prokop er fyrsti NHL-leikmaðurinn sem kemur út úr skápnum. Hvorki hefur núspilandi, né fyrrum leikmaður í deildinni gert slíkt. Marissa Baecker/Getty Images Luke Prokop, 19 ára gamall íshokkíleikmaður Nashville Predators í bandarísku NHL-deildinni, varð í gær sá fyrsti í sögu deildarinnar til að koma út úr skápnum. Prokop greindi frá þessu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann sagði meðal annars: „Þetta hefur verið mikið ferðalag að komast á þennan stað í lífinu, en ég gæti ekki verið ánægðari með þá ákvörðun að koma út,“ „Frá unga aldri hefur mig dreymt um að vera NHL-leikmaður, og ég trúi því að með því að vera ekki í felum og mæta með óbrotið sjálf á svellið muni bæta líkur mínar á að sækjast eftir draumum mínum.“ segir enn fremur í færslu Prokops á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Luke Prokop (@lukeprokop_) Enginn NHL-leikmaður, hvorki á meðal fyrrum leikmanna, né þeirra sem nú eru í deildinni, hefur komið út úr skápnum. Prokop sagði í viðtali við ESPN að hann hafi átt í vandræðum á síðustu leiktíð og þessi ákvörðun muni hjálpa honum í íþróttinni. Hann hafi tekið ákvörðunina um að koma út í apríl síðastliðnum. „Ég lá í rúminu eina nóttina, og hafði eytt stefnumótaappi úr símanum mínum í fjórða eða fimmta sinn, og fann til gríðarlegrar gremju því ég gat ekki verið ég sjálfur,“ „Á því augnabliki sagði ég, „nóg er nóg. Ég samþykki sjálfan mig eins og ég er. Ég vil lifa eftir mínu eigin höfði, og taka sjálfan mig í sátt sem samkynhneigðan mann,“.“ Líkt og fram hefur komið er Prokop fyrsti leikmaðurinn í NHL sem kemur út úr skápnum. Hann fetar í fótspor ruðningsmannsins Carls Nassib sem varð fyrr í sumar fyrsti NFL-leikmaðurinn til að taka það skref. Prokop var valinn af Nashville -liðinu í þriðju umferð nýliðavalsins á síðasta ári. Bandaríkin Íshokkí Hinsegin Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH Sjá meira
Prokop greindi frá þessu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann sagði meðal annars: „Þetta hefur verið mikið ferðalag að komast á þennan stað í lífinu, en ég gæti ekki verið ánægðari með þá ákvörðun að koma út,“ „Frá unga aldri hefur mig dreymt um að vera NHL-leikmaður, og ég trúi því að með því að vera ekki í felum og mæta með óbrotið sjálf á svellið muni bæta líkur mínar á að sækjast eftir draumum mínum.“ segir enn fremur í færslu Prokops á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Luke Prokop (@lukeprokop_) Enginn NHL-leikmaður, hvorki á meðal fyrrum leikmanna, né þeirra sem nú eru í deildinni, hefur komið út úr skápnum. Prokop sagði í viðtali við ESPN að hann hafi átt í vandræðum á síðustu leiktíð og þessi ákvörðun muni hjálpa honum í íþróttinni. Hann hafi tekið ákvörðunina um að koma út í apríl síðastliðnum. „Ég lá í rúminu eina nóttina, og hafði eytt stefnumótaappi úr símanum mínum í fjórða eða fimmta sinn, og fann til gríðarlegrar gremju því ég gat ekki verið ég sjálfur,“ „Á því augnabliki sagði ég, „nóg er nóg. Ég samþykki sjálfan mig eins og ég er. Ég vil lifa eftir mínu eigin höfði, og taka sjálfan mig í sátt sem samkynhneigðan mann,“.“ Líkt og fram hefur komið er Prokop fyrsti leikmaðurinn í NHL sem kemur út úr skápnum. Hann fetar í fótspor ruðningsmannsins Carls Nassib sem varð fyrr í sumar fyrsti NFL-leikmaðurinn til að taka það skref. Prokop var valinn af Nashville -liðinu í þriðju umferð nýliðavalsins á síðasta ári.
Bandaríkin Íshokkí Hinsegin Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH Sjá meira