Twitter lokar á þingkonu fyrir falsfréttir um Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2021 07:57 Marjorie Taylor Greene hefur verið ötull stuðningsmaður Donalds Trumps og hefur talað mikið gegn bólusetningum við Covid og grímunotkun. EPA-EFE/DAVID MAXWELL Twitter hefur lokað tímabundið á bandarísku þingkonuna Marjorie Taylor Green fyrir að hafa tíst „villandi“ upplýsingum um kórónuveiruna. Aðeins verður hægt að skoða Twitter-aðgang hennar í 12 klukkustundir og hvorki verður hægt að svara eða endurtísta tístunum hennar. Greene, sem er fulltrúadeildarþingkona fyrir Repúblikana, hefur talað mikið og opinberlega gegn bólusetningum og grímunotkun. Hún baðst opinberlega afsökunar fyrir það í síðasta mánuði að hafa borið grímuskyldu saman við meðferð Nasista í Þýskalandi á gyðingum. Í gær tísti Greene tveimur tístum um það að bólusetningar við kórónuveirunni ættu ekki að vera skyldugar og að Covid væri ekki hættulegt fólki undir 65 ára, sem ekki væri of þungt. Bæði tístin var enn hægt að sjá en Twitter hefur merkt tístin sem „villandi.“ Nú virðist vera sem Greene hafi eytt tístunum. Twitter-aðgangi Greene hefur áður verið lokað tímabundið, í apríl síðastliðnum, en Twitter aflétti banninu og sagði það hafa verið mistök. Sjálfvirkt kerfi hafi lokað á aðganginn. Greene sagði í gær að bannið væri tilraun fyrirtækja til að ráðast á rétt fólks til frjálsrar orðræðu með stuðningi Hvíta hússins. „Þessi stóru tæknifyrirtæki vinna í þágu Biden-stjórnarinnar til að takmarka raddir okkar og koma í veg fyrir að skilaboð, sem ekki þóknast ráðandi öflum, líti dagsins ljós,“ sagði Greene við banninu í gær í samtali við New York Times. Biden hvatti samfélagsmiðlafyrirtæki í síðustu viku til að taka virkari þátt í því að koma í veg fyrir dreifingu falsfrétta um kórónuveiruna og bólusetningu við henni. Twitter hefur ítrekað lokað aðgöngum tímabundið sem notaðir eru til að dreifa falsfréttum og kynnti samfélagsmiðillinn nýjar reglur um slíka dreifingu í mars. Samkvæmt reglunum er aðgöngum lokað í tólf klukkustundir þegar reglur miðilsins eru brotnar í annað og þriðja sinn en með fjórða reglubrotinu tekur vikulöng lokun við. Með fimmta reglubroti er aðgangi lokað fyrir fullt og allt. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Twitter Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Greene, sem er fulltrúadeildarþingkona fyrir Repúblikana, hefur talað mikið og opinberlega gegn bólusetningum og grímunotkun. Hún baðst opinberlega afsökunar fyrir það í síðasta mánuði að hafa borið grímuskyldu saman við meðferð Nasista í Þýskalandi á gyðingum. Í gær tísti Greene tveimur tístum um það að bólusetningar við kórónuveirunni ættu ekki að vera skyldugar og að Covid væri ekki hættulegt fólki undir 65 ára, sem ekki væri of þungt. Bæði tístin var enn hægt að sjá en Twitter hefur merkt tístin sem „villandi.“ Nú virðist vera sem Greene hafi eytt tístunum. Twitter-aðgangi Greene hefur áður verið lokað tímabundið, í apríl síðastliðnum, en Twitter aflétti banninu og sagði það hafa verið mistök. Sjálfvirkt kerfi hafi lokað á aðganginn. Greene sagði í gær að bannið væri tilraun fyrirtækja til að ráðast á rétt fólks til frjálsrar orðræðu með stuðningi Hvíta hússins. „Þessi stóru tæknifyrirtæki vinna í þágu Biden-stjórnarinnar til að takmarka raddir okkar og koma í veg fyrir að skilaboð, sem ekki þóknast ráðandi öflum, líti dagsins ljós,“ sagði Greene við banninu í gær í samtali við New York Times. Biden hvatti samfélagsmiðlafyrirtæki í síðustu viku til að taka virkari þátt í því að koma í veg fyrir dreifingu falsfrétta um kórónuveiruna og bólusetningu við henni. Twitter hefur ítrekað lokað aðgöngum tímabundið sem notaðir eru til að dreifa falsfréttum og kynnti samfélagsmiðillinn nýjar reglur um slíka dreifingu í mars. Samkvæmt reglunum er aðgöngum lokað í tólf klukkustundir þegar reglur miðilsins eru brotnar í annað og þriðja sinn en með fjórða reglubrotinu tekur vikulöng lokun við. Með fimmta reglubroti er aðgangi lokað fyrir fullt og allt.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Twitter Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira