„Þetta kom á endanum sem var mjög gott,“ sagði Heiðdís eftir leik. ÍBV minnkaði muninn í 3-2 á 64. mínútu en Breiðablik skoraði síðustu fjögur mörk leiksins.
Heiðdís, sem hafði aðeins skorað eitt mark í efstu deild fyrir leikinn í kvöld, gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk, bæði eftir hornspyrnur.
„Ég veit ekki hvað gekk svona vel, ég keyrði mig bara í gang,“ sagði Heiðdís sem var í tvígang nálægt því að skora þriðja markið sitt.
„Ég var orðin svolítið gráðug,“ sagði Heiðdís sem skoraði reyndar slatta fyrir Hött í næstefstu deild enda lék hún þá sem framherji.
„Ég hef smá bakgrunn í markaskorun,“ sagði Heiðdís. Með sigrinum komst Breiðablik á topp deildarinnar.
„Það er gott að fá smá sjálfstraust og hvatningu,“ sagði Heiðdís að lokum.

Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.