Pepsi Max Stúkan: Mestu framfarir, bestu stuðningsmenn, slæmt ástand Greifavallarins margt fleira Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júlí 2021 07:00 Þorkell Máni og Margrét Lára, sérfræðingar Pepsi Max Stúkunnar, fara yfir málin. Mynd/Skjáskot Það var af nógu að taka í síðasta þætti af Pepsi Max stúkunni. Kjartan Atli og Sérfræðingar þáttarins fóru í uppbótartíma þar sem meðal annars var rætt um hvaða lið hefur tekið mestum framförum, Greifavöllurinn á Akureyri og margt fleira. Fyrsta umræðuefni uppbótartímans var hvaða lið hefur tekið mestum framförum í sumar. Margrét Lára Viðarsdóttir var annar sérfræðingur þáttarins, og hún vill meina að það sé Breiðablik. „Þeir hafa verið frábærir undanfarið og eru svona að finna tatkinn,“ sagði Margrét Lára. „Þeir eru þetta lið sem vill spila þennan fallega, skemmtilega fótbolta. Þeir spila frá aftasta manni til þess fremsta og mér finnst þeir búnir að vera að finna sig undanfarið.“ Þorkell Máni Pétursson tók í saman streng. „Ég er alveg sammála. Blikarnir eru búnir að taka alveg ótrúlegum framförum,“ sagði Þorkell Máni. „Þeir eru farnir að treysta þessu sem er verið að leggja upp fyrir þá og þeir eru farnir að skilja að þetta er það sem er best að gera.“ Hann hrósaði einnig Keflvíkingum, en hann hafði áhyggjur af því að þeir myndu vera í meira basli í sumar. „Þeir eru ekki búnir að fara í einn einasta leik án þess að bjóða upp á alvöru leik. Þeir breyttu aðeins um takt og liðið sýndi framfarir og að þeir eru að verða alveg tilbúnir í þetta.“ Klippa: Pepsi Max stúkan Uppbótartími Kjartan Atli og félagar ræddu einnig um Greifavöllinn á Akureyri sem var langt frá því að vera upp á sitt besta. „Ef að við viljum fá mestu gæðin og besta fótboltann, þá viljum við bjóða upp á eitthvað betra en þetta,“ sagði Margrét Lára. „Það ná auðvitað ekki gleyma því að þegar það er mikið af holum á vellinum þá er mikil meiðslahætta fyrir leikmenn og við fáum bara ekki jafn skemmtilegan leik út úr þessu. Þetta er bara ekki boðlegt.“ Þorkell Máni vorkenndi KA-mönnum fyrir að vera með völl í þessu standi. „KA-menn eiga ekki skilið svona lélegan völl. En ég veit að vallarstarfsmennirnir þarna eru búnir að gera allt sitt og þeir eru búnir að leggja sig alla fram. Það verður að gefa þeim það að þeir eru búnir að koma vellinum í spilhæft stand.“ „Bæjaryfirvöld þarna fyrir norðan, þau verða að fara að rífa sig í gang. Það eru kosningar í vor,“ sagði Máni að lokum. Kjartan og sérfræðingar kvöldsins ræddu einnig um bestu stuðningsmenn fyrri hluta móts, veltu fyrir sér hvort að Valur væri að gefa eftir og hvað ætli sé að hjá Stjörnunni. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Fyrsta umræðuefni uppbótartímans var hvaða lið hefur tekið mestum framförum í sumar. Margrét Lára Viðarsdóttir var annar sérfræðingur þáttarins, og hún vill meina að það sé Breiðablik. „Þeir hafa verið frábærir undanfarið og eru svona að finna tatkinn,“ sagði Margrét Lára. „Þeir eru þetta lið sem vill spila þennan fallega, skemmtilega fótbolta. Þeir spila frá aftasta manni til þess fremsta og mér finnst þeir búnir að vera að finna sig undanfarið.“ Þorkell Máni Pétursson tók í saman streng. „Ég er alveg sammála. Blikarnir eru búnir að taka alveg ótrúlegum framförum,“ sagði Þorkell Máni. „Þeir eru farnir að treysta þessu sem er verið að leggja upp fyrir þá og þeir eru farnir að skilja að þetta er það sem er best að gera.“ Hann hrósaði einnig Keflvíkingum, en hann hafði áhyggjur af því að þeir myndu vera í meira basli í sumar. „Þeir eru ekki búnir að fara í einn einasta leik án þess að bjóða upp á alvöru leik. Þeir breyttu aðeins um takt og liðið sýndi framfarir og að þeir eru að verða alveg tilbúnir í þetta.“ Klippa: Pepsi Max stúkan Uppbótartími Kjartan Atli og félagar ræddu einnig um Greifavöllinn á Akureyri sem var langt frá því að vera upp á sitt besta. „Ef að við viljum fá mestu gæðin og besta fótboltann, þá viljum við bjóða upp á eitthvað betra en þetta,“ sagði Margrét Lára. „Það ná auðvitað ekki gleyma því að þegar það er mikið af holum á vellinum þá er mikil meiðslahætta fyrir leikmenn og við fáum bara ekki jafn skemmtilegan leik út úr þessu. Þetta er bara ekki boðlegt.“ Þorkell Máni vorkenndi KA-mönnum fyrir að vera með völl í þessu standi. „KA-menn eiga ekki skilið svona lélegan völl. En ég veit að vallarstarfsmennirnir þarna eru búnir að gera allt sitt og þeir eru búnir að leggja sig alla fram. Það verður að gefa þeim það að þeir eru búnir að koma vellinum í spilhæft stand.“ „Bæjaryfirvöld þarna fyrir norðan, þau verða að fara að rífa sig í gang. Það eru kosningar í vor,“ sagði Máni að lokum. Kjartan og sérfræðingar kvöldsins ræddu einnig um bestu stuðningsmenn fyrri hluta móts, veltu fyrir sér hvort að Valur væri að gefa eftir og hvað ætli sé að hjá Stjörnunni. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira