„Við leitum enn týndra á meðan við hreinsum vegi og dælum vatni úr kjöllurum,“ sagði Sabine Lackner, yfirmaður björgunarsveita í Þýskalandi, í samtali við Redaktionsnetzwerk Deutschland.
Allir sem finnist nú hafi líklega ekki lifað náttúruhamfarirnar af.
Þess er vænst að þýsk yfirvöld muni kynna 200 milljóna evra, eða um 30 milljarða króna, björgunarpakka í dag samkvæmt frétt Reuters, sem hefur skjal þess efnis undir höndum.
Það mun bætast við 200 milljóna evra björgunarpakka sem sambandslöndin sextán hafa varið í að endurbyggja hús og skemmda innviði og til að hjálpa íbúum svæða sem hafa orðið illa úti í flóðunum.