„Að sjálfsögðu kláraði ég bjórinn“ Snorri Másson skrifar 21. júlí 2021 10:37 Þrátt fyrir að myndefnið sé í grunninn ekki ánægjuefni, vekur þessi ljósmynd mikla lukku á netinu um þessar mundir. Aðsend mynd Fréttaljósmynd ársins er lýsing sem hefur verið höfð um myndina hér að ofan, þar sem Jón Stefánsson, sjálfur meira að segja fyrrverandi ljósmyndari, situr hinn rólegasti og klárar sinn Gull af krana fyrir utan Bláu könnuna á Akureyri á meðan hamfaraástand ríkir í kringum hann. Fimm gistu fangaklefa eftir meiri háttar átök á staðnum í gær, sem lauk með því að einn mannanna féll í gegnum og braut framrúðu staðarins, með afleiðingum sem blasa við á hægri handlegg mannsins fyrir miðju myndarinnar. Vöðvinn hangir út. Í auga stormsins situr Jón og ljósmyndin af því fer sem eldur um sinu um samfélagsmiðla. Þar er dáðst að yfirvegun Jóns. Í samtali við Vísi segir hann einfaldlega: „Að sjálfsögðu kláraði ég bjórinn.“ Tengdasonur Jóns, sem tók myndina, var nýkominn út með bjórinn þegar slagsmálin færðust út á stétt. „Ég ætlaði ekki að fara að láta þetta trufla mig,“ segir Jón. „Ég var búinn að vera í golfi yfir daginn og var bara mjög slakur. Ég sat bara sem fastast.“ Stóð mönnum bara á sama? Þetta virðast hafa verið almennileg slagsmál. Jón Stefánsson og eiginkona hans Ásthildur Sigurjónsdóttir eru stödd á Akureyri í fríi.Aðsend mynd „Ég veit ekki um aðra en ég hef nú séð ýmislegt, búinn að vera í slökkviliðinu og flugbjörgunarsveitinni. Ég drakk minn bjór, ég ætlaði ekki að fara að skipta mér af þessu.“ Jón lét sér hvergi bregða og stóð raunar ekki upp á neinum tímapunkti. Hann er staddur í fríi með fjölskyldunni fyrir norðan og verður næstu daga. Sá sem blæðir úr á miðri mynd er samkvæmt nýjustu upplýsingum enn staddur á sjúkrahúsi. Fimm gistu í fangaklefa samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Eigandi staðarins segir við Vísi að hópurinn sem hafi að lokum endað í slagsmálum hafi verið rólegur framan af en svo hafi átökin magnast og endað með ósköpum. Íslendingar á Twitter eru heillaðir af stillingu Jóns: jæja þá er pabbi farinn viral! pic.twitter.com/HDrMIRgGPl— Sigurjón Jónsson (@siggisorensen) July 20, 2021 Þetta er svo blygðunarlaust fréttamynd ársins.Hér höfum við eldri mann sem þráði ekkert heitar en að fá einn napran og ráðvandaðan Egils Gull, en nei - einhverjir pattar að norðan þurftu endilega að fleygja sér út um rúðuna í miðjum klíðum og trufla bænagjörðina.Svei’attann! pic.twitter.com/ue3xF7pZZW— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) July 20, 2021 Ég ætla bara að fá að drekka mína pintu. Takk. pic.twitter.com/gx7XkANwXJ— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) July 20, 2021 pic.twitter.com/6QnSkyA9fg— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) July 21, 2021 Akureyri Eldri borgarar Veitingastaðir Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Fimm gistu fangaklefa eftir meiri háttar átök á staðnum í gær, sem lauk með því að einn mannanna féll í gegnum og braut framrúðu staðarins, með afleiðingum sem blasa við á hægri handlegg mannsins fyrir miðju myndarinnar. Vöðvinn hangir út. Í auga stormsins situr Jón og ljósmyndin af því fer sem eldur um sinu um samfélagsmiðla. Þar er dáðst að yfirvegun Jóns. Í samtali við Vísi segir hann einfaldlega: „Að sjálfsögðu kláraði ég bjórinn.“ Tengdasonur Jóns, sem tók myndina, var nýkominn út með bjórinn þegar slagsmálin færðust út á stétt. „Ég ætlaði ekki að fara að láta þetta trufla mig,“ segir Jón. „Ég var búinn að vera í golfi yfir daginn og var bara mjög slakur. Ég sat bara sem fastast.“ Stóð mönnum bara á sama? Þetta virðast hafa verið almennileg slagsmál. Jón Stefánsson og eiginkona hans Ásthildur Sigurjónsdóttir eru stödd á Akureyri í fríi.Aðsend mynd „Ég veit ekki um aðra en ég hef nú séð ýmislegt, búinn að vera í slökkviliðinu og flugbjörgunarsveitinni. Ég drakk minn bjór, ég ætlaði ekki að fara að skipta mér af þessu.“ Jón lét sér hvergi bregða og stóð raunar ekki upp á neinum tímapunkti. Hann er staddur í fríi með fjölskyldunni fyrir norðan og verður næstu daga. Sá sem blæðir úr á miðri mynd er samkvæmt nýjustu upplýsingum enn staddur á sjúkrahúsi. Fimm gistu í fangaklefa samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Eigandi staðarins segir við Vísi að hópurinn sem hafi að lokum endað í slagsmálum hafi verið rólegur framan af en svo hafi átökin magnast og endað með ósköpum. Íslendingar á Twitter eru heillaðir af stillingu Jóns: jæja þá er pabbi farinn viral! pic.twitter.com/HDrMIRgGPl— Sigurjón Jónsson (@siggisorensen) July 20, 2021 Þetta er svo blygðunarlaust fréttamynd ársins.Hér höfum við eldri mann sem þráði ekkert heitar en að fá einn napran og ráðvandaðan Egils Gull, en nei - einhverjir pattar að norðan þurftu endilega að fleygja sér út um rúðuna í miðjum klíðum og trufla bænagjörðina.Svei’attann! pic.twitter.com/ue3xF7pZZW— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) July 20, 2021 Ég ætla bara að fá að drekka mína pintu. Takk. pic.twitter.com/gx7XkANwXJ— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) July 20, 2021 pic.twitter.com/6QnSkyA9fg— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) July 21, 2021
Akureyri Eldri borgarar Veitingastaðir Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum