Enn hækkar íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2021 11:47 Mikill kraftur er í fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali um 1,4 prósent milli maí og júní. Árshækkun mælist nú 16 prósent og hefur ekki verið hærri síðan í október 2017. Hagsjá Landsbankans fjallar um málið og segir hækkanirnar nú orðnar áþekkar því sem sást á árunum 2016 og 2017 og hefur spenna aukist nokkuð umfram það sem spár gerðu ráð fyrir. Spenna hefur aukist sérstaklega á markaði fyrir sérbýli, þar sem rúmlega 40 prósent eigna seljast á yfirverði. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur frá upphafi mælinga árið 2013. Hagfræðideild Landsbankans telur því ólíklegt að þjóðhags- og verðbólguspá sem bankinn gaf út í maí síðastliðnum muni standast, en þar var því spáð að íbúðaverð myndi hækka um 10,5 prósent milli ára. Ólíklegt þykir að sú spá haldi miðað við þær hækkanir sem þegar hafa orðið. Hækkun íbúðaverðs hefur verið 5,8 prósent síðustu þrjá mánuði, 10,1 prósent undanfarna sex mánuði og 16 prósent undanfarna tólf mánuði. Helmingsaukning á fjölda seldra íbúða Það sem af er ári hafa að jafnaði 811 íbúðir selst í hverjum mánuði á höfuðborgarsvæðinu. Það eru rúmlega helmingi fleiri íbúðir en seldust í hverjum mánuði í fyrra. Samkvæmt bráðabirgðatölum Þjóðskrár gengu 718 íbúðir kaupum og sölum í júní. Í sama mánuði í fyrra voru íbúðirnar 566. Hagfræðideild segir það athyglisvert í ljósi sumarfría og ferðalaga landans. Hagfræðideild Landsbankans segir þessa miklu þenslu á fasteignamarkaði vera Seðlabankanum tilefni til áhyggja. Deildin telur ekki ólíklegt að gripið verði til frekari aðgerða til þess að hægja á eftirspurn eftir húsnæði. Seðlabankinn hefur þegar lækkað hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána úr 85 prósent af virði fasteignar niður í 80 prósent. Fasteignamarkaður Reykjavík Seðlabankinn Mosfellsbær Kópavogur Garðabær Seltjarnarnes Hafnarfjörður Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hagsjá Landsbankans fjallar um málið og segir hækkanirnar nú orðnar áþekkar því sem sást á árunum 2016 og 2017 og hefur spenna aukist nokkuð umfram það sem spár gerðu ráð fyrir. Spenna hefur aukist sérstaklega á markaði fyrir sérbýli, þar sem rúmlega 40 prósent eigna seljast á yfirverði. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur frá upphafi mælinga árið 2013. Hagfræðideild Landsbankans telur því ólíklegt að þjóðhags- og verðbólguspá sem bankinn gaf út í maí síðastliðnum muni standast, en þar var því spáð að íbúðaverð myndi hækka um 10,5 prósent milli ára. Ólíklegt þykir að sú spá haldi miðað við þær hækkanir sem þegar hafa orðið. Hækkun íbúðaverðs hefur verið 5,8 prósent síðustu þrjá mánuði, 10,1 prósent undanfarna sex mánuði og 16 prósent undanfarna tólf mánuði. Helmingsaukning á fjölda seldra íbúða Það sem af er ári hafa að jafnaði 811 íbúðir selst í hverjum mánuði á höfuðborgarsvæðinu. Það eru rúmlega helmingi fleiri íbúðir en seldust í hverjum mánuði í fyrra. Samkvæmt bráðabirgðatölum Þjóðskrár gengu 718 íbúðir kaupum og sölum í júní. Í sama mánuði í fyrra voru íbúðirnar 566. Hagfræðideild segir það athyglisvert í ljósi sumarfría og ferðalaga landans. Hagfræðideild Landsbankans segir þessa miklu þenslu á fasteignamarkaði vera Seðlabankanum tilefni til áhyggja. Deildin telur ekki ólíklegt að gripið verði til frekari aðgerða til þess að hægja á eftirspurn eftir húsnæði. Seðlabankinn hefur þegar lækkað hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána úr 85 prósent af virði fasteignar niður í 80 prósent.
Fasteignamarkaður Reykjavík Seðlabankinn Mosfellsbær Kópavogur Garðabær Seltjarnarnes Hafnarfjörður Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira