Bríet blæs til útgáfutónleika í Eldborg Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 21. júlí 2021 13:43 Söngkonan Bríet heldur loksins útgáfutónleika vegna plötu sinnar Kveðja, Bríet sem kom út á síðasta ári. Söngkonan Bríet Ísis Elfar blæs til útgáfutónleika í haust vegna plötu sinnar Kveðja, Bríet. Öllu verður tjaldað til á tónleikunum sem fara fram í Eldborgarsal Hörpu þann 11. september. Bríet gaf út plötuna Kveðja, Bríet í október á síðasta ári. Sökum heimsfaraldurs Covid-19 hélt hún enga hefðbundna útgáfutónleika. Hún frumflutti þó plötuna með bílahlustun í yfirgefinni námu í Krýsuvík fyrir nánustu fjölskyldu og vini. Aðdáendur gleðjast yfir væntanlegum útgáfutónleikum, en söngkonan sjálf er þó ekki síður spennt. „Ég er svo spennt að ég gæti fallið í yfirlið!“ segir í tilkynningu frá söngkonunni. Meðspilarar eru þeir Rubin Pollock, Þorleifur Gaukur, Magnús Jóhann og Magnús Tryggvason. Þá munu nokkrir leynigestir stíga á svið. Listamaðurinn Krassasig mun sjá um listræna stjórnun og tryggja að tónleikarnir verði einstök upplifun. View this post on Instagram A post shared by BRÍET (@brietelfar) Platan hefur slegið í gegn og hefur vinsælasta lag plötunnar, Rólegur kúreki, fengið tæplega tvær milljónir spilana á streymisveitunni Spotify. Bríet er ein vinsælasta söngkona landsins og hlaut fern verðlaun á Hlustendaverðlaununum í ár. Hún var bæði valin söngkona ársins og poppflytjandi ársins. Þá var platan Kveðja, Bríet var valin plata ársins og lagið Esjan var valið lag ársins. Hægt er að kaupa miða á útgáfutónleikana hér. Tónlist Harpa Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Bríet gaf út plötuna Kveðja, Bríet í október á síðasta ári. Sökum heimsfaraldurs Covid-19 hélt hún enga hefðbundna útgáfutónleika. Hún frumflutti þó plötuna með bílahlustun í yfirgefinni námu í Krýsuvík fyrir nánustu fjölskyldu og vini. Aðdáendur gleðjast yfir væntanlegum útgáfutónleikum, en söngkonan sjálf er þó ekki síður spennt. „Ég er svo spennt að ég gæti fallið í yfirlið!“ segir í tilkynningu frá söngkonunni. Meðspilarar eru þeir Rubin Pollock, Þorleifur Gaukur, Magnús Jóhann og Magnús Tryggvason. Þá munu nokkrir leynigestir stíga á svið. Listamaðurinn Krassasig mun sjá um listræna stjórnun og tryggja að tónleikarnir verði einstök upplifun. View this post on Instagram A post shared by BRÍET (@brietelfar) Platan hefur slegið í gegn og hefur vinsælasta lag plötunnar, Rólegur kúreki, fengið tæplega tvær milljónir spilana á streymisveitunni Spotify. Bríet er ein vinsælasta söngkona landsins og hlaut fern verðlaun á Hlustendaverðlaununum í ár. Hún var bæði valin söngkona ársins og poppflytjandi ársins. Þá var platan Kveðja, Bríet var valin plata ársins og lagið Esjan var valið lag ársins. Hægt er að kaupa miða á útgáfutónleikana hér.
Tónlist Harpa Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“