Veifaði peningamerki og fékk tveggja leikja bann síðast þegar hann mætti Rosenborg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2021 12:46 Ólafur Jóhannesson á hliðarlínunni í fyrri leik Vals og Rosenborgar 2018. vísir/bára Á ýmsu gekk síðast þegar Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, stýrði liði gegn Rosenborg. Handabending hans kostaði hann tveggja leikja bann. Strákarnir hans Ólafs í FH taka á móti Rosenborg í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Leikur FH og Rosenborgar hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Rosenborg hefur verið tíður gestur hér á landi undanfarin ár. Liðið mætti Breiðabliki 2011, KR 2016 og Val 2018 í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Valsmenn unnu fyrri leikinn gegn Rosenborg á Hlíðarenda, 0-1, með marki Eiðs Arons Sigurbjörnssonar. Á miklu gekk svo í seinni leiknum á Lerkendal í Þrándheimi. Valsmenn fagna marki Eiðs Arons Sigurbjörnssonar gegn Rosenborg.vísir/bára Búlgarski dómarinn Stefan Apostolov dæmdi þrjár vítaspyrnur í leiknum, allar umdeildar. Nicklas Bendtner kom Rosenborg yfir úr fyrsta vítinu á 55. mínútu og á 72. mínútu jók Anders Trondsen forskot norska liðsins. Kristinn Freyr Sigurðsson minnkaði muninn í 2-1 úr víti á 85. mínútu og ef leikurinn hefði endað þannig hefði Valur farið áfram. En í uppbótartíma fékk Rosenborg sitt annað víti sem Bendtner skoraði úr og felldi Val úr leik. Valsmenn voru afar ósáttir við störf Apostolovs og eftir leik sýndi hann peningamerki upp í stúku. Eftir leikinn vandaði hann Apostolov ekki kveðjurnar í viðtali við Fótbolta.net en sagðist ekki muna eftir peningamerkinu. Nicklas Bendtner skoraði tvö mörk í seinni leik Vals og Rosenborgar.vísir/bára „Var ég með það? Ég tók nú ekki eftir því. En það er oft þannig í fótbolta að stærri liðunum er hjálpað og mér fannst það vera þannig í þessu tilfelli. Að hann hafi nánast dæmt okkur út úr þessari keppni. Í stöðunni 2-1 dæmdi hann okkur út úr þessari keppni á síðustu mínútunni,“ sagði Ólafur. Fyrir handabendingarnar fékk Ólafur tveggja leikja bann frá UEFA. Hann stýrði Val því ekki í leikjunum gegn Santa Coloma í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Valsmenn unnu einvígið, 3-1 samanlagt. Valur, gamla liðið hans Ólafs, tekur á móti Noregsmeisturum Bodø/Glimt í 2. umferð Sambandsdeildarinnar í kvöld. Leikur Vals og Bodø/Glimt hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sambandsdeild Evrópu FH Valur Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Sjá meira
Strákarnir hans Ólafs í FH taka á móti Rosenborg í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Leikur FH og Rosenborgar hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Rosenborg hefur verið tíður gestur hér á landi undanfarin ár. Liðið mætti Breiðabliki 2011, KR 2016 og Val 2018 í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Valsmenn unnu fyrri leikinn gegn Rosenborg á Hlíðarenda, 0-1, með marki Eiðs Arons Sigurbjörnssonar. Á miklu gekk svo í seinni leiknum á Lerkendal í Þrándheimi. Valsmenn fagna marki Eiðs Arons Sigurbjörnssonar gegn Rosenborg.vísir/bára Búlgarski dómarinn Stefan Apostolov dæmdi þrjár vítaspyrnur í leiknum, allar umdeildar. Nicklas Bendtner kom Rosenborg yfir úr fyrsta vítinu á 55. mínútu og á 72. mínútu jók Anders Trondsen forskot norska liðsins. Kristinn Freyr Sigurðsson minnkaði muninn í 2-1 úr víti á 85. mínútu og ef leikurinn hefði endað þannig hefði Valur farið áfram. En í uppbótartíma fékk Rosenborg sitt annað víti sem Bendtner skoraði úr og felldi Val úr leik. Valsmenn voru afar ósáttir við störf Apostolovs og eftir leik sýndi hann peningamerki upp í stúku. Eftir leikinn vandaði hann Apostolov ekki kveðjurnar í viðtali við Fótbolta.net en sagðist ekki muna eftir peningamerkinu. Nicklas Bendtner skoraði tvö mörk í seinni leik Vals og Rosenborgar.vísir/bára „Var ég með það? Ég tók nú ekki eftir því. En það er oft þannig í fótbolta að stærri liðunum er hjálpað og mér fannst það vera þannig í þessu tilfelli. Að hann hafi nánast dæmt okkur út úr þessari keppni. Í stöðunni 2-1 dæmdi hann okkur út úr þessari keppni á síðustu mínútunni,“ sagði Ólafur. Fyrir handabendingarnar fékk Ólafur tveggja leikja bann frá UEFA. Hann stýrði Val því ekki í leikjunum gegn Santa Coloma í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Valsmenn unnu einvígið, 3-1 samanlagt. Valur, gamla liðið hans Ólafs, tekur á móti Noregsmeisturum Bodø/Glimt í 2. umferð Sambandsdeildarinnar í kvöld. Leikur Vals og Bodø/Glimt hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Sambandsdeild Evrópu FH Valur Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Sjá meira