Hátt í þrjátíu hafa farist í flóðum í Kína Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2021 14:28 Flóðin hafa haft veruleg áhrif á samgöngur í héraðinu eins og sjá má á þessari mynd. AP/Chinatopix Kínverski herinn hefur sprengt upp stíflu til að losa um uppsafnað vatn, sem ógnar lífi íbúa í einu fjölmennasta héraði landsins. Minnst 25 hafa látist í flóðunum. Stíflan var sprengd seint á þriðjudagskvöld en hún var fyrir ofan borgina Luoyang. Úrhellisrigning hefur orsakað gríðarleg flóð, sérstaklega í Henan-héraði sem hefur orðið fyrir hvað mestum áhrifum og þá sérstaklega borgin Zhengzhou, höfuðborg héraðsins. Fréttastofa AP greinir frá. Tugir festust inni í neðanjarðarlestum, skólum og skrifstofum í nótt og minnst 25 hafa farist. Sjö er saknað vegna flóðanna. 3/3: More extraordinary scenes from the floods in central China - commuters on the Zhengzhou subway. There are other videos circulating on WeChat that show people in even worse predicaments - appears to be very destructive flooding. pic.twitter.com/hCJYq3ANyU— Bill Birtles (@billbirtles) July 20, 2021 Myndir á samfélagsmiðlum sýna hvernig heilu göturnar er á floti og eitt myndband virðist meðal annars sýna lestarvagn hálffullan af vatni. Talið er að rigningarmagnið í Zhengzhou síðustu þrjá daga jafnist á við það sem yfirleitt rignir á einu ári. Verulegar truflanir hafa orðið á samgöngum á svæðinu þar sem flóðin hafa breytt vegum í árfarvegi og skolað burtu bílum og öðrum farartækjum og fyllt kjallara. Minnst tíu lestir, með um 10 þúsund farþegum, voru strand í gær og í nótt og þrjár þeirra högguðust ekki í meira en fjörutíu klukkutíma. Terrible #floods also in #Henan, China. #ClimateCrisis. No place is "safe" any more.pic.twitter.com/y1htmYmCVI— Parents For Future #UprootTheSystem 24 Sept 2021 (@parents4future) July 20, 2021 Þá hafa flóðin haft veruleg áhrif á heilbrigðiskerfið í héraðinu. Úrhellið varð til þess að rafmagnsleysi varð á spítölum og þurftu sjúkrahússstarfsmenn að beita handafli til að blása súrefni í lungu fólks sem er í öndunarvélum. Verið er að flytja um sex hundruð sjúklinga til annarra spítala sem ekki hafa orðið flóðunum að bráð. Kína Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Mesta rigning Kína í þúsund ár Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga. 21. júlí 2021 09:09 Allt á floti í miðhluta Kína Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti. 20. júlí 2021 23:30 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Stíflan var sprengd seint á þriðjudagskvöld en hún var fyrir ofan borgina Luoyang. Úrhellisrigning hefur orsakað gríðarleg flóð, sérstaklega í Henan-héraði sem hefur orðið fyrir hvað mestum áhrifum og þá sérstaklega borgin Zhengzhou, höfuðborg héraðsins. Fréttastofa AP greinir frá. Tugir festust inni í neðanjarðarlestum, skólum og skrifstofum í nótt og minnst 25 hafa farist. Sjö er saknað vegna flóðanna. 3/3: More extraordinary scenes from the floods in central China - commuters on the Zhengzhou subway. There are other videos circulating on WeChat that show people in even worse predicaments - appears to be very destructive flooding. pic.twitter.com/hCJYq3ANyU— Bill Birtles (@billbirtles) July 20, 2021 Myndir á samfélagsmiðlum sýna hvernig heilu göturnar er á floti og eitt myndband virðist meðal annars sýna lestarvagn hálffullan af vatni. Talið er að rigningarmagnið í Zhengzhou síðustu þrjá daga jafnist á við það sem yfirleitt rignir á einu ári. Verulegar truflanir hafa orðið á samgöngum á svæðinu þar sem flóðin hafa breytt vegum í árfarvegi og skolað burtu bílum og öðrum farartækjum og fyllt kjallara. Minnst tíu lestir, með um 10 þúsund farþegum, voru strand í gær og í nótt og þrjár þeirra högguðust ekki í meira en fjörutíu klukkutíma. Terrible #floods also in #Henan, China. #ClimateCrisis. No place is "safe" any more.pic.twitter.com/y1htmYmCVI— Parents For Future #UprootTheSystem 24 Sept 2021 (@parents4future) July 20, 2021 Þá hafa flóðin haft veruleg áhrif á heilbrigðiskerfið í héraðinu. Úrhellið varð til þess að rafmagnsleysi varð á spítölum og þurftu sjúkrahússstarfsmenn að beita handafli til að blása súrefni í lungu fólks sem er í öndunarvélum. Verið er að flytja um sex hundruð sjúklinga til annarra spítala sem ekki hafa orðið flóðunum að bráð.
Kína Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Mesta rigning Kína í þúsund ár Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga. 21. júlí 2021 09:09 Allt á floti í miðhluta Kína Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti. 20. júlí 2021 23:30 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Mesta rigning Kína í þúsund ár Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga. 21. júlí 2021 09:09
Allt á floti í miðhluta Kína Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti. 20. júlí 2021 23:30