Sjáðu markaveislurnar á Hlíðarenda og í Kópavoginum og hvernig Stólarnir komust upp úr fallsæti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2021 15:46 Murielle Tiernan kom Tindastóli á bragðið gegn Fylki. vísir/Hulda Margrét Hvorki fleiri né færri en 24 mörk voru skoruð í leikjum gærkvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna. Toppliðin unnu bæði fimm marka sigra og Tindastóll komst upp úr fallsæti. Valur hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir Breiðabliki í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á föstudaginn og rúllaði yfir Þrótt á heimavelli, 6-1. Ída Marín Hermannsdóttir, Mary Alice Vignola, Lára Kristín Pedersen, Elín Metta Jensen, Arna Eiríksdóttir og Clarissa Larisey skoruðu mörk Valskvenna en Guðrún Gyða Haralz mark Þróttara. Með sigrinum endurheimti Valur toppsætið sem Breiðablik sat í um tveggja klukkustunda skeið eftir 7-2 sigur á ÍBV á Kópavogsvelli. Heiðdís Lillýjardóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Blika og Chloé Nicole Vande Velde, Selma Sól Magnúsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sitt markið hver. Agla María Albertsdóttir lagði upp þrjú mörk í leiknum. Þóra Björg Stefánsdóttir skoraði fyrra mark Eyjakvenna og lagði það síðara upp fyrir Hönnu Kallmaier. ÍBV, sem hefur tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum, er í 7. sæti deildarinnar. Klippa: Markasyrpa 11. umferðar Pepsi Max-deildar kvenna Á Sauðárkróki unnu nýliðar Tindastóls Fylki, 2-1. Murielle Tiernan og Laura-Roxana Rus skoruðu fyrir Stólana en Helena Ósk Hálfdánardóttir gerði mark Fylkiskvenna. Með sigrinum komst Tindastóll upp úr fallsæti. Þar sitja nú Keflavík og Fylkir. Í gær tapaði Keflavík fyrir Stjörnunni á heimavelli, 1-2. Þetta var fjórða tap Keflvíkinga í röð. Alma Mathiesen kom Stjörnukonum yfir á 5. mínútu en Aerial Chavarin jafnaði fyrir Keflvíkinga átta mínútum fyrir hálfleik. Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka skoraði Arna Dís Arnþórsdóttir sigurmark Stjörnunnar sem er í 4. sæti deildarinnar. Þá gerðu Selfoss og Þór/KA 1-1 jafntefli. Karen María Sigurgeirsdóttir kom Akureyringum yfir á 34. mínútu en Eva Núra Abrahamsdóttir jafnaði fyrir Selfyssinga tíu mínútum fyrir leikslok. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur fjarað undan Selfossi sem er í 3. sæti deildarinnar með átján stig, átta stigum á eftir toppliði Vals. Þór/KA, sem hefur gert jafntefli í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum, er í 6. sætinu með þrettán stig. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá yfirferð Svövu Kristínar Grétarsdóttur yfir 11. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Breiðablik Valur Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Valur hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir Breiðabliki í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á föstudaginn og rúllaði yfir Þrótt á heimavelli, 6-1. Ída Marín Hermannsdóttir, Mary Alice Vignola, Lára Kristín Pedersen, Elín Metta Jensen, Arna Eiríksdóttir og Clarissa Larisey skoruðu mörk Valskvenna en Guðrún Gyða Haralz mark Þróttara. Með sigrinum endurheimti Valur toppsætið sem Breiðablik sat í um tveggja klukkustunda skeið eftir 7-2 sigur á ÍBV á Kópavogsvelli. Heiðdís Lillýjardóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Blika og Chloé Nicole Vande Velde, Selma Sól Magnúsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sitt markið hver. Agla María Albertsdóttir lagði upp þrjú mörk í leiknum. Þóra Björg Stefánsdóttir skoraði fyrra mark Eyjakvenna og lagði það síðara upp fyrir Hönnu Kallmaier. ÍBV, sem hefur tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum, er í 7. sæti deildarinnar. Klippa: Markasyrpa 11. umferðar Pepsi Max-deildar kvenna Á Sauðárkróki unnu nýliðar Tindastóls Fylki, 2-1. Murielle Tiernan og Laura-Roxana Rus skoruðu fyrir Stólana en Helena Ósk Hálfdánardóttir gerði mark Fylkiskvenna. Með sigrinum komst Tindastóll upp úr fallsæti. Þar sitja nú Keflavík og Fylkir. Í gær tapaði Keflavík fyrir Stjörnunni á heimavelli, 1-2. Þetta var fjórða tap Keflvíkinga í röð. Alma Mathiesen kom Stjörnukonum yfir á 5. mínútu en Aerial Chavarin jafnaði fyrir Keflvíkinga átta mínútum fyrir hálfleik. Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka skoraði Arna Dís Arnþórsdóttir sigurmark Stjörnunnar sem er í 4. sæti deildarinnar. Þá gerðu Selfoss og Þór/KA 1-1 jafntefli. Karen María Sigurgeirsdóttir kom Akureyringum yfir á 34. mínútu en Eva Núra Abrahamsdóttir jafnaði fyrir Selfyssinga tíu mínútum fyrir leikslok. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur fjarað undan Selfossi sem er í 3. sæti deildarinnar með átján stig, átta stigum á eftir toppliði Vals. Þór/KA, sem hefur gert jafntefli í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum, er í 6. sætinu með þrettán stig. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá yfirferð Svövu Kristínar Grétarsdóttur yfir 11. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Breiðablik Valur Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira