Fullbólusettir, lítið útsettir en smita allt að sex manns Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2021 18:31 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala segir það koma sér mjög á óvart hversu margir smitist nú af kórónuveirunni. Hann telur að herða þurfi innanlandsaðgerðir fljótt. Varúðarráðstafanir voru hertar enn frekar á Landspítala í dag og starfsmenn beðnir að halda sér innan svokallaðrar sumarkúlu. 56 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af voru 43 fullbólusettir og 38 utan sóttkvíar. 223 eru nú í einangrun á landinu og 538 í sóttkví. Smit flestra virðist megja rekja á skemmtistaðinn Bankastræti Club og til hóps sem fór til London í kringum úrslitaleik Evrópumóts karla í knattspyrnu. „Auk þess var einstaklingur lagður inn á Landspítalann í gær með öndunarerfiðleika og lungnabólgu, fullbólusettur, þannig að þetta er að raungerast þessar áhyggjur sem maður hafði,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Aðgerðir hertar á spítalanum Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar Landspítala og yfirlæknir smitsjúkdómadeildar, segir róðurinn að þyngjast verulega á spítalanum. „Síðan höfum við líka verið að glíma við veikindi hjá starfsmönnum og sjúklingum sem hefur sloppið inn, það er að segja einstaklingum sem fóru í gegnum kerfið hjá okur en reyndust svo vera með Covid sem aukaafurð.“ Algjör grímuskylda var tekin upp á Landspítala í gær. Þar er meðal annars einnig í gildi eins metra regla og sjúklingar skimaðir reglulega á nokkrum deildum. „Og við erum líka að takmarka heimsóknir nú, þannig að fylgdarfólk getur ekki verið með nema náttúrulega lífsnauðsynlega.“ Grímuskylda vænleg Fjöldi smitaðra komi honum á óvart. „Við erum að sjá það núna að það eru einstaklingar sem ekki hafa verið sjáanlega fyrir mikilli útsetningu, þeir eru fullbólusettir en engu að síður geta þeir smitað upp í sex manns í kringum sig,“ segir Már. Mikilvægt sé að grípa til innanlandsaðgerða. Hann leggur til grímuskyldu og að skemmtanahald verði takmarkað. „Ég held það sé verulega til umhugsunar að stefna saman þúsundum manna á gleðisamkvæmi yfir heila helgi þegar svona er statt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hvetur starfsfólk Landspítalans til að búa til sumarkúlu Farsóttarnefnd Landspítalans beinir þeim tilmælum til starfsfólks að það gæti sín vel í samfélaginu nú þegar kórónuveirusmitum fer fjölgandi. Þannig er það hvatt til þess að búa til eins konar sumarkúlu með sínum nánustu. 21. júlí 2021 17:36 „Væri voða sárt að þurfa að aflýsa gleðigöngunni tvö ár í röð“ Formaður Hinsegin daga segir óþægilegt að vera kominn í sömu stöðu og í fyrra vegna faraldurs kórónuveirunnar. Óvíst er hvort gripið verði til aðgerða innanlands til að stemma stigu við faraldurinn 21. júlí 2021 16:01 Fullbólusettur lagður inn á Landspítala með lungnabólgu Manneskja á sjötugsaldri hefur verið lögð inn á Landspítala vegna Covid-19 sjúkdómsins. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. 21. júlí 2021 11:36 Flestir smitaðra tengjast Bankastræti club og EM-ferð til London Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann íhugar innanlandsaðgerðir en bindur vonir við að þær myndu standa stutt yfir. Flestir smituðu undanfarna daga tengjast skemmtistaðnum Bankastræti club og utanlandsferð til London. 21. júlí 2021 12:07 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
56 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af voru 43 fullbólusettir og 38 utan sóttkvíar. 223 eru nú í einangrun á landinu og 538 í sóttkví. Smit flestra virðist megja rekja á skemmtistaðinn Bankastræti Club og til hóps sem fór til London í kringum úrslitaleik Evrópumóts karla í knattspyrnu. „Auk þess var einstaklingur lagður inn á Landspítalann í gær með öndunarerfiðleika og lungnabólgu, fullbólusettur, þannig að þetta er að raungerast þessar áhyggjur sem maður hafði,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Aðgerðir hertar á spítalanum Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar Landspítala og yfirlæknir smitsjúkdómadeildar, segir róðurinn að þyngjast verulega á spítalanum. „Síðan höfum við líka verið að glíma við veikindi hjá starfsmönnum og sjúklingum sem hefur sloppið inn, það er að segja einstaklingum sem fóru í gegnum kerfið hjá okur en reyndust svo vera með Covid sem aukaafurð.“ Algjör grímuskylda var tekin upp á Landspítala í gær. Þar er meðal annars einnig í gildi eins metra regla og sjúklingar skimaðir reglulega á nokkrum deildum. „Og við erum líka að takmarka heimsóknir nú, þannig að fylgdarfólk getur ekki verið með nema náttúrulega lífsnauðsynlega.“ Grímuskylda vænleg Fjöldi smitaðra komi honum á óvart. „Við erum að sjá það núna að það eru einstaklingar sem ekki hafa verið sjáanlega fyrir mikilli útsetningu, þeir eru fullbólusettir en engu að síður geta þeir smitað upp í sex manns í kringum sig,“ segir Már. Mikilvægt sé að grípa til innanlandsaðgerða. Hann leggur til grímuskyldu og að skemmtanahald verði takmarkað. „Ég held það sé verulega til umhugsunar að stefna saman þúsundum manna á gleðisamkvæmi yfir heila helgi þegar svona er statt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hvetur starfsfólk Landspítalans til að búa til sumarkúlu Farsóttarnefnd Landspítalans beinir þeim tilmælum til starfsfólks að það gæti sín vel í samfélaginu nú þegar kórónuveirusmitum fer fjölgandi. Þannig er það hvatt til þess að búa til eins konar sumarkúlu með sínum nánustu. 21. júlí 2021 17:36 „Væri voða sárt að þurfa að aflýsa gleðigöngunni tvö ár í röð“ Formaður Hinsegin daga segir óþægilegt að vera kominn í sömu stöðu og í fyrra vegna faraldurs kórónuveirunnar. Óvíst er hvort gripið verði til aðgerða innanlands til að stemma stigu við faraldurinn 21. júlí 2021 16:01 Fullbólusettur lagður inn á Landspítala með lungnabólgu Manneskja á sjötugsaldri hefur verið lögð inn á Landspítala vegna Covid-19 sjúkdómsins. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. 21. júlí 2021 11:36 Flestir smitaðra tengjast Bankastræti club og EM-ferð til London Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann íhugar innanlandsaðgerðir en bindur vonir við að þær myndu standa stutt yfir. Flestir smituðu undanfarna daga tengjast skemmtistaðnum Bankastræti club og utanlandsferð til London. 21. júlí 2021 12:07 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Hvetur starfsfólk Landspítalans til að búa til sumarkúlu Farsóttarnefnd Landspítalans beinir þeim tilmælum til starfsfólks að það gæti sín vel í samfélaginu nú þegar kórónuveirusmitum fer fjölgandi. Þannig er það hvatt til þess að búa til eins konar sumarkúlu með sínum nánustu. 21. júlí 2021 17:36
„Væri voða sárt að þurfa að aflýsa gleðigöngunni tvö ár í röð“ Formaður Hinsegin daga segir óþægilegt að vera kominn í sömu stöðu og í fyrra vegna faraldurs kórónuveirunnar. Óvíst er hvort gripið verði til aðgerða innanlands til að stemma stigu við faraldurinn 21. júlí 2021 16:01
Fullbólusettur lagður inn á Landspítala með lungnabólgu Manneskja á sjötugsaldri hefur verið lögð inn á Landspítala vegna Covid-19 sjúkdómsins. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. 21. júlí 2021 11:36
Flestir smitaðra tengjast Bankastræti club og EM-ferð til London Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann íhugar innanlandsaðgerðir en bindur vonir við að þær myndu standa stutt yfir. Flestir smituðu undanfarna daga tengjast skemmtistaðnum Bankastræti club og utanlandsferð til London. 21. júlí 2021 12:07
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels