Hannes býst við hörkuleik: Þeir slátruðu deildinni í fyrra Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júlí 2021 19:31 Hannes býst við erfiðum leik gegn sterkum andstæðingi annað kvöld. Vísir Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, hlakkar til þess að mæta sínum gömlu félögum í Bodö/Glimt frá Noregi en liðin eigast við í Sambandsdeild Evrópu að Hlíðarenda annað kvöld. „Við verðum náttúrulega bara að ná upp góðum leik, eins og alltaf þegar þú ert að spila gegn sterkum andstæðingi í Evrópukeppninni. Við erum búnir að fara vel yfir þeirra lið í dag og vitum að þetta verður mjög erfitt,“ segir Hannes. Bodö/Glimt rúllaði nokkuð óvænt yfir norsku deildina í fyrra en féll úr leik fyrir pólska liðinu Legía Varsjá í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar á dögunum, og eru þess vegna með Val í Meistaradeildinni. „Þeir slátruðu norsku deildinni í fyrra og sú deild er náttúrulega sterkari heldur en okkar. Þannig að þetta verður mjög erfiður leikur við gott lið, en þeim hefur aðeins fatast flugið síðan í fyrra þannig að það eru möguleikar í þessu.“ segir Hannes. Misjöfn spilamennska gegn Dinamo og ÍA Á meðan Bodö féll úr keppni fyrir Legía, féll Valur sömuleiðis úr keppni fyrir króatíska stórveldinu Dinamo frá Zagreb. Valsmenn töpuðu fyrri leiknum 3-2 ytra en þeim síðari 0-2 á Hlíðarenda þar sem þeir spiluðu vel og hefðu hæglega getað sett mörk í þeim leik. Hannes segir Valsmenn taka jákvæða hluti úr þeim leik. „Engin spurning. Við vorum ánægðir með frammistöðuna þar þrátt fyrir að vera svekktir með úrslitin og að leka inn marki þarna í lokin líka, þá var virkilega margt fínt í þeim leik og þar sýndum við okkur sjálfum að við getum alveg staðið í sterkum liðum. Ef við hittum á daginn okkar þá er allt hægt í þessu. En við sýndum það líka í næsta leik þar á eftir uppi á Skaga að við getum alveg dottið niður á lágt plan líka. Svo nú þurfum við að kveikja á öllu sem hægt er að kveikja á til þess að hitta á góðan leik á morgun og þá eru möguleikar í þessu.“ segir Hannes en Valur tapaði óvænt fyrir botnliði ÍA á Skipaskaga í Pepsi Max-deildinni um helgina. Klippa: Hannes Þór fyrir Bodö/Glimt Ekki sama lið og þegar Hannes var þar á mála Hannes mun mæta sínum gömlu félögum, en hann lék með Bodö á láni frá NEC í Hollandi þegar hann var að jafna sig af axlarmeiðslum í aðdraganda Evrópumótsins í Frakklandi 2016. „Ég átti mjög ánægjulegan tíma þarna. Þetta voru fjórir mánuðir þar sem ég var á láni rétt fyrir EM, svona að koma mér í fínt stand og ég kynntist þessum klúbb ágætlega. Þetta er frekar lítið lið í norska boltanum í rauninni, það er eitthvað ótrúlegt sem gerðist þarna í fyrra þar sem að þeir hafa greinilega hitt á einhverja svakalega blöndu, fara úr því að vera lið sem er kannski að rokka milli úrvalsdeildar og fyrstu deildar yfir í það allt í einu að rústa deildinni og næstum slá út AC Milan í Evrópukeppninni. Þeir hitta á eitthvað en ekki það sem maður hefði búist við þegar ég var þarna, þá var þetta bara svona lið sem er yfirleitt fyrir neðan miðju,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá að ofan. Valur og Bodö/Glimt eigast við í forkeppni Sambandsdeildarinnar annað kvöld klukkan 19:00 að Hlíðarenda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:45. Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
„Við verðum náttúrulega bara að ná upp góðum leik, eins og alltaf þegar þú ert að spila gegn sterkum andstæðingi í Evrópukeppninni. Við erum búnir að fara vel yfir þeirra lið í dag og vitum að þetta verður mjög erfitt,“ segir Hannes. Bodö/Glimt rúllaði nokkuð óvænt yfir norsku deildina í fyrra en féll úr leik fyrir pólska liðinu Legía Varsjá í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar á dögunum, og eru þess vegna með Val í Meistaradeildinni. „Þeir slátruðu norsku deildinni í fyrra og sú deild er náttúrulega sterkari heldur en okkar. Þannig að þetta verður mjög erfiður leikur við gott lið, en þeim hefur aðeins fatast flugið síðan í fyrra þannig að það eru möguleikar í þessu.“ segir Hannes. Misjöfn spilamennska gegn Dinamo og ÍA Á meðan Bodö féll úr keppni fyrir Legía, féll Valur sömuleiðis úr keppni fyrir króatíska stórveldinu Dinamo frá Zagreb. Valsmenn töpuðu fyrri leiknum 3-2 ytra en þeim síðari 0-2 á Hlíðarenda þar sem þeir spiluðu vel og hefðu hæglega getað sett mörk í þeim leik. Hannes segir Valsmenn taka jákvæða hluti úr þeim leik. „Engin spurning. Við vorum ánægðir með frammistöðuna þar þrátt fyrir að vera svekktir með úrslitin og að leka inn marki þarna í lokin líka, þá var virkilega margt fínt í þeim leik og þar sýndum við okkur sjálfum að við getum alveg staðið í sterkum liðum. Ef við hittum á daginn okkar þá er allt hægt í þessu. En við sýndum það líka í næsta leik þar á eftir uppi á Skaga að við getum alveg dottið niður á lágt plan líka. Svo nú þurfum við að kveikja á öllu sem hægt er að kveikja á til þess að hitta á góðan leik á morgun og þá eru möguleikar í þessu.“ segir Hannes en Valur tapaði óvænt fyrir botnliði ÍA á Skipaskaga í Pepsi Max-deildinni um helgina. Klippa: Hannes Þór fyrir Bodö/Glimt Ekki sama lið og þegar Hannes var þar á mála Hannes mun mæta sínum gömlu félögum, en hann lék með Bodö á láni frá NEC í Hollandi þegar hann var að jafna sig af axlarmeiðslum í aðdraganda Evrópumótsins í Frakklandi 2016. „Ég átti mjög ánægjulegan tíma þarna. Þetta voru fjórir mánuðir þar sem ég var á láni rétt fyrir EM, svona að koma mér í fínt stand og ég kynntist þessum klúbb ágætlega. Þetta er frekar lítið lið í norska boltanum í rauninni, það er eitthvað ótrúlegt sem gerðist þarna í fyrra þar sem að þeir hafa greinilega hitt á einhverja svakalega blöndu, fara úr því að vera lið sem er kannski að rokka milli úrvalsdeildar og fyrstu deildar yfir í það allt í einu að rústa deildinni og næstum slá út AC Milan í Evrópukeppninni. Þeir hitta á eitthvað en ekki það sem maður hefði búist við þegar ég var þarna, þá var þetta bara svona lið sem er yfirleitt fyrir neðan miðju,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá að ofan. Valur og Bodö/Glimt eigast við í forkeppni Sambandsdeildarinnar annað kvöld klukkan 19:00 að Hlíðarenda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:45.
Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð