Leggur til takmarkanir innanlands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2021 11:14 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir rannsóknir benda til að bólusettir smiti frá sér í minna mæli en aðrir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. Þórólfur segist ekki tilbúinn að ræða þær tillögur að sóttvarnaaðgerðum sem hann ætli að leggja til fyrr en ráðherrar hafi rætt þær. Íslendingar viti þó hvaða aðgerðir hafi virkað best hingað til og eðlilegt sé að nýta sér þá reynslu. „Persónubundnar sóttvarnir eru enn lykilinn í baráttunni við Covid-19 en þegar þær duga ekki til eins og við sjáum núna þurfa samfélagslegar aðgerðir einnig að koma ti sögunnar.“ „Ég held að það sé ljóst að eftir að slakað var á landamærum um síðustu mánaðamót hafa margir komið hingað inn með veiruna sem hefur hrundið af stað víðtækri útbreiðslu innanlands. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að fólk sé með vottorð á landamærum um bólusetningu eða vottorð um fyrri sýkingu,“ segir Þórólfur. Hann segir að þrátt fyrir mikla þátttöku í bólusetningum innanlands hafi veiran dreift mjög hratt úr sér. „Það bendir til þess að virkni bóluefnisins gegn smiti með Delta-afbrigðinu sé minni en vonast var til,“ segir Þórólfur. Sjá vísi að alvarlegri veikindum Það sem ekki sé ljóst á þessari stundu sé hvort smitin leiði til alvarlegra veikinda og að óvissan sé mest hvað varði eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Hann segir að yfirvofandi sé að þeir sjúklingar sem eru í eftirliti á Covid-göngudeildinni séu að komast yfir á alvarlegra stig veikinda. „Þetta er fólk sem er heilbrigt í flestum tilfellum þannig að við vitum ekki hvað gerist þegar fólk með undirliggjandi vandamál og viðkvæmt fólk fer að fá í sig smit þrátt fyrir bólusetningu. Við erum líka að fá upplýsingar erlendis frá að spítalainnlagnir eru að aukast,“ segir Þórólfur. Það megi til dæmis sjá í Ísrael. „Þannig að við erum að fara inn í svona óvissu og það er að mínu mati skynsamlegra að grípa hart inn í og reyna að koma í veg fyrir þessi smit núna frekar en að bíða eftir að við fáum einhvern faraldur innlagna og þá er bara of seint í rassinn gripið til til að til að stoppa faraldurinn,“ segir Þórólfur. „Ég held að það sé skynsamlegri nálgun heldur en að láta þetta ganga yfir sig og ætla að grípa inn í síðar meir.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 78 greindust innanlands í gær Í gær greindust 78 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 52 fullbólusettir og fimm hálfbólusettir. 59 voru utan sóttkvíar við greiningu. 22. júlí 2021 10:41 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Þórólfur segist ekki tilbúinn að ræða þær tillögur að sóttvarnaaðgerðum sem hann ætli að leggja til fyrr en ráðherrar hafi rætt þær. Íslendingar viti þó hvaða aðgerðir hafi virkað best hingað til og eðlilegt sé að nýta sér þá reynslu. „Persónubundnar sóttvarnir eru enn lykilinn í baráttunni við Covid-19 en þegar þær duga ekki til eins og við sjáum núna þurfa samfélagslegar aðgerðir einnig að koma ti sögunnar.“ „Ég held að það sé ljóst að eftir að slakað var á landamærum um síðustu mánaðamót hafa margir komið hingað inn með veiruna sem hefur hrundið af stað víðtækri útbreiðslu innanlands. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að fólk sé með vottorð á landamærum um bólusetningu eða vottorð um fyrri sýkingu,“ segir Þórólfur. Hann segir að þrátt fyrir mikla þátttöku í bólusetningum innanlands hafi veiran dreift mjög hratt úr sér. „Það bendir til þess að virkni bóluefnisins gegn smiti með Delta-afbrigðinu sé minni en vonast var til,“ segir Þórólfur. Sjá vísi að alvarlegri veikindum Það sem ekki sé ljóst á þessari stundu sé hvort smitin leiði til alvarlegra veikinda og að óvissan sé mest hvað varði eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Hann segir að yfirvofandi sé að þeir sjúklingar sem eru í eftirliti á Covid-göngudeildinni séu að komast yfir á alvarlegra stig veikinda. „Þetta er fólk sem er heilbrigt í flestum tilfellum þannig að við vitum ekki hvað gerist þegar fólk með undirliggjandi vandamál og viðkvæmt fólk fer að fá í sig smit þrátt fyrir bólusetningu. Við erum líka að fá upplýsingar erlendis frá að spítalainnlagnir eru að aukast,“ segir Þórólfur. Það megi til dæmis sjá í Ísrael. „Þannig að við erum að fara inn í svona óvissu og það er að mínu mati skynsamlegra að grípa hart inn í og reyna að koma í veg fyrir þessi smit núna frekar en að bíða eftir að við fáum einhvern faraldur innlagna og þá er bara of seint í rassinn gripið til til að til að stoppa faraldurinn,“ segir Þórólfur. „Ég held að það sé skynsamlegri nálgun heldur en að láta þetta ganga yfir sig og ætla að grípa inn í síðar meir.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 78 greindust innanlands í gær Í gær greindust 78 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 52 fullbólusettir og fimm hálfbólusettir. 59 voru utan sóttkvíar við greiningu. 22. júlí 2021 10:41 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
78 greindust innanlands í gær Í gær greindust 78 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 52 fullbólusettir og fimm hálfbólusettir. 59 voru utan sóttkvíar við greiningu. 22. júlí 2021 10:41