Metpantanir hjá Marel á öðrum ársfjórðungi Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2021 13:10 Afkoma Marel á öðrum ársfjórðungi var góð. Vísir/Vilhelm Annan ársfjórðung í röð var slegið met í pöntunum hjá Marel en pantanirnar á fjórðunginum voru upp á 370 milljónir evra. „Annar ársfjórðungur var góður fyrir Marel. Okkar metnaðarfulla teymi tókst á við áskoranir með bjartsýni og þrautseigju í nánu samstarfi við birgja og viðskiptavini.“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, í tilkynningu um ársfjórðungsuppgjör. Í tilkynningu frá Marel segir að auk metpantana sé pantanabók fyrirtækisins sterk. Pantanir í kjúklingaiðnaði séu sterkar, í kjötiðnaði séu þær í takti við væntingar og í methæðum í fiskiðnaði. Í lok ársfjórðungsins stendur pantanabókin í rétt tæpum hálfum milljarði evra. „Ánægjulegt er að sjá sterkar pantanir koma inn til að þjónusta alifuglaiðnað, kjötiðnaður var í línu við væntingar og við erum að sjá metpantanir koma inn í fiskiðnaði þar sem sushi og aðrar laxaafurðir voru greinilega á matseðlinum. Sterk og vel samsett pantanabók er undirstaða markmiða okkar um auknar tekjur með bættri framlegð horft fram á veginn. Söluverkefni í vinnslu (e. pipeline), sem eru enn ekki staðfest í pantanabók, halda áfram að vaxa í öllum iðnuðum,“ segir forstjórinn um stöðu pantana hjá Marel. Mikill hagnaður á fjórðungnum Hagnaður fyrirtækisins fyrir vexti og skatta nam 38,6 milljónum evra og hreinn hagnaður 23,3 milljónum evra. Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta nam 77,9 milljónum evra. Frjálst sjóðstreymi nam 54,6 milljónum evra og skuldahlutfall var 0,8x í lok mars. Árni Oddur Þórðarson forstjóri segir rekstraafkomuna vera þá sömu og í fyrsta ársfjórðungi. Hann segir einnig að markaðsaðstæður séu afar kvikar og breytingar á neytendamarkaði kalli á frekari fjárfestingar og sveigjanleika í rekstri viðskiptavina og hjá fyrirtækinu. Óvíst með áhrif heimsfaraldursins Varðandi horfur fyrirtækisins segir í tilkynningu að markaðsaðstæður hafi verið krefjandi í ljósi umróts á heimsmörkuðum og yfirstandandi Covid-19 heimsfaraldurs. Marel búi að góðri dreifingu tekna á milli markaða og iðnaða í gegnum alþjóðlegt sölu- og þjónustunet sitt ásamt breiðu og framsæknu vöru- og þjónustuframboði. Sem stendur sé ekki vitað hver fjárhagsleg áhrif Covid-19 munu verða á Marel. Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Í tilkynningu frá Marel segir að auk metpantana sé pantanabók fyrirtækisins sterk. Pantanir í kjúklingaiðnaði séu sterkar, í kjötiðnaði séu þær í takti við væntingar og í methæðum í fiskiðnaði. Í lok ársfjórðungsins stendur pantanabókin í rétt tæpum hálfum milljarði evra. „Ánægjulegt er að sjá sterkar pantanir koma inn til að þjónusta alifuglaiðnað, kjötiðnaður var í línu við væntingar og við erum að sjá metpantanir koma inn í fiskiðnaði þar sem sushi og aðrar laxaafurðir voru greinilega á matseðlinum. Sterk og vel samsett pantanabók er undirstaða markmiða okkar um auknar tekjur með bættri framlegð horft fram á veginn. Söluverkefni í vinnslu (e. pipeline), sem eru enn ekki staðfest í pantanabók, halda áfram að vaxa í öllum iðnuðum,“ segir forstjórinn um stöðu pantana hjá Marel. Mikill hagnaður á fjórðungnum Hagnaður fyrirtækisins fyrir vexti og skatta nam 38,6 milljónum evra og hreinn hagnaður 23,3 milljónum evra. Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta nam 77,9 milljónum evra. Frjálst sjóðstreymi nam 54,6 milljónum evra og skuldahlutfall var 0,8x í lok mars. Árni Oddur Þórðarson forstjóri segir rekstraafkomuna vera þá sömu og í fyrsta ársfjórðungi. Hann segir einnig að markaðsaðstæður séu afar kvikar og breytingar á neytendamarkaði kalli á frekari fjárfestingar og sveigjanleika í rekstri viðskiptavina og hjá fyrirtækinu. Óvíst með áhrif heimsfaraldursins Varðandi horfur fyrirtækisins segir í tilkynningu að markaðsaðstæður hafi verið krefjandi í ljósi umróts á heimsmörkuðum og yfirstandandi Covid-19 heimsfaraldurs. Marel búi að góðri dreifingu tekna á milli markaða og iðnaða í gegnum alþjóðlegt sölu- og þjónustunet sitt ásamt breiðu og framsæknu vöru- og þjónustuframboði. Sem stendur sé ekki vitað hver fjárhagsleg áhrif Covid-19 munu verða á Marel.
Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira