Örlagastund í sóttvörnum Halldór Auðar Svansson skrifar 22. júlí 2021 15:02 Sóttvarnalæknir er búinn að útbúa minnisblað um aðgerðir innanlands og ríkisstjórnin fundar á morgun. Mín tilfinning er að þetta sé einn krítískasti tíminn í baráttunni við veiruna, þar sem upplýsingagjöf hefur verið misvísandi og mikið óþol komið í marga. Væntingarnar voru orðnar þannig að það myndi ekki þurfa að grípa til aðgerða aftur, sem er að mörgu leyti skiljanlegt. Það hefur vissulega gengið mjög vel að bólusetja hérlendis og það hlýtur að breyta sviðsmyndum töluvert, í ljósi þess að bólusetningar virðast draga mjög úr líkum á því að sýkt fólk veikist alvarlega. Sérfræðingar okkar sem hafa stýrt ferðinni hingað til virðast hins vegar meta stöðuna þannig að það stefni engu að síður í óásættanlegan fórnarkostnað bráðlega ef ekki er stigið aðeins á bremsuna. Allt þetta þarf að fara vandlega yfir og skapa sameiginlegan og skýran skilning innan ríkisstjórnarinnar á vegferðinni fram undan - og svo þarf að leggja allt kapp á að miðla henni til fólks með skýrum hætti. Hvað þarf að gera og af hverju, hversu lengi það stendur yfir og hvað er hægt að gera til að bæta stöðuna, s.s. aukabóluefni, bólusetja yngri aldurshópa, og svo framvegis. Föllum ekki í gryfjuna Það er stutt í kosningar og freistingin til að fara að skapa sér sérstöðu og slá sér upp á henni er meiri en nokkru sinni áður - en ég vona að það fólk sem ber þessa ábyrgð forðist að falla í þá gryfju. Því miður gefur það ekki góð fyrirheit að sú frekar einfalda og nokkuð skiljanlega aðgerð fyrr í vikunni, að skikka bólusett fólk sem og óbólusett til að framvísa neikvæðri skimunarniðurstöðu við landamærin, olli ein og sér miklum titringi á stjórnarheimilinu og það er eins og það hafi komið mjög flatt upp á sum þar að þurfa að standa í þessu. Vonandi mun dagurinn í dag gefa andrými til þess að hægt sé að gera betur. Algjörlega óásættanlegasta niðurstaðan væri það sem okkur hefur verið boðið upp á undanfarið þessa viku, eitthvað hálfkák um að styðja við aðgerðirnar en samt eiginlega ekki, og nennuleysi þeirra sem bera þessa ábyrgð gagnvart því að setja sig almennilega inn í hvað er í gangi. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Píratar Halldór Auðar Svansson Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sóttvarnalæknir er búinn að útbúa minnisblað um aðgerðir innanlands og ríkisstjórnin fundar á morgun. Mín tilfinning er að þetta sé einn krítískasti tíminn í baráttunni við veiruna, þar sem upplýsingagjöf hefur verið misvísandi og mikið óþol komið í marga. Væntingarnar voru orðnar þannig að það myndi ekki þurfa að grípa til aðgerða aftur, sem er að mörgu leyti skiljanlegt. Það hefur vissulega gengið mjög vel að bólusetja hérlendis og það hlýtur að breyta sviðsmyndum töluvert, í ljósi þess að bólusetningar virðast draga mjög úr líkum á því að sýkt fólk veikist alvarlega. Sérfræðingar okkar sem hafa stýrt ferðinni hingað til virðast hins vegar meta stöðuna þannig að það stefni engu að síður í óásættanlegan fórnarkostnað bráðlega ef ekki er stigið aðeins á bremsuna. Allt þetta þarf að fara vandlega yfir og skapa sameiginlegan og skýran skilning innan ríkisstjórnarinnar á vegferðinni fram undan - og svo þarf að leggja allt kapp á að miðla henni til fólks með skýrum hætti. Hvað þarf að gera og af hverju, hversu lengi það stendur yfir og hvað er hægt að gera til að bæta stöðuna, s.s. aukabóluefni, bólusetja yngri aldurshópa, og svo framvegis. Föllum ekki í gryfjuna Það er stutt í kosningar og freistingin til að fara að skapa sér sérstöðu og slá sér upp á henni er meiri en nokkru sinni áður - en ég vona að það fólk sem ber þessa ábyrgð forðist að falla í þá gryfju. Því miður gefur það ekki góð fyrirheit að sú frekar einfalda og nokkuð skiljanlega aðgerð fyrr í vikunni, að skikka bólusett fólk sem og óbólusett til að framvísa neikvæðri skimunarniðurstöðu við landamærin, olli ein og sér miklum titringi á stjórnarheimilinu og það er eins og það hafi komið mjög flatt upp á sum þar að þurfa að standa í þessu. Vonandi mun dagurinn í dag gefa andrými til þess að hægt sé að gera betur. Algjörlega óásættanlegasta niðurstaðan væri það sem okkur hefur verið boðið upp á undanfarið þessa viku, eitthvað hálfkák um að styðja við aðgerðirnar en samt eiginlega ekki, og nennuleysi þeirra sem bera þessa ábyrgð gagnvart því að setja sig almennilega inn í hvað er í gangi. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavík suður.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun