Talið að Osaka verði síðust til að bera Ólympíukyndilinn í ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2021 08:00 Naomi Osaka er klár í sína fyrstu Ólympíuleika. Clive Brunskill/Getty Images Talið er að tennisstjarnan Naomi Osaka muni bera Ólympíukyndilinn síðustu metrana og kveikja í Ólympíueldinum sem mun brenna á meðan leikarnir standa yfir í Tókýó. Ólympíuleikarnir hefjast formlega í dag. Best geymda leyndarmál hverra leika er hver mun kveikja í Ólympíueldinum. Ólympíukyndillinn fer yfir fjöll og firnindi áður en hann skilar sér loks á leikana. Kyndillinn skiptir um hendur og fer einn íþróttamaður, eða kona, með hann síðustu metrana og kveikir í Ólympíueldinum. Samkvæmt Sky Sports mun Naomi Osaka fá þann heiður en leikarnir verða formlega settir í Tókýó í Japan síðar í dag. Hin 23 ára gamla Osaka býr í Bandaríkjunum í dag en er fædd í Japan og er því í raun að „snúa heim“ á leikunum í ár sem verða hennar fyrstu Ólympíuleikar. Sky Sports nefnir að Osaka átti að hefja leik gegn Zheng Saisai frá Kína á morgun, laugardag, en þeim leik var frestað til sunnudags. Er ástæðan talin vera sú að skipulagsnefnd leikanna vildi gefa Osaka meiri tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn þar sem það er ákveðin pressa sem fylgir því að bera kyndilinn síðustu metrana og kveikja Ólympíueldinn. Osaka er talin líkleg til árangurs á leikunum en hún situr sem stendur í 2. sæti heimslistans þó svo að hún hafi ekki spilað síðan í maí þegar hún ákvað að draga sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu vegna álags. Japanskir íþróttamenn með Ólympíueldinn í dag. Eldurinn var kveiktur þann 25. mars og hefur nú farið um gervallt Japan. Alexei Zavrachayev/Getty Images Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tennis Japan Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Ólympíuleikarnir hefjast formlega í dag. Best geymda leyndarmál hverra leika er hver mun kveikja í Ólympíueldinum. Ólympíukyndillinn fer yfir fjöll og firnindi áður en hann skilar sér loks á leikana. Kyndillinn skiptir um hendur og fer einn íþróttamaður, eða kona, með hann síðustu metrana og kveikir í Ólympíueldinum. Samkvæmt Sky Sports mun Naomi Osaka fá þann heiður en leikarnir verða formlega settir í Tókýó í Japan síðar í dag. Hin 23 ára gamla Osaka býr í Bandaríkjunum í dag en er fædd í Japan og er því í raun að „snúa heim“ á leikunum í ár sem verða hennar fyrstu Ólympíuleikar. Sky Sports nefnir að Osaka átti að hefja leik gegn Zheng Saisai frá Kína á morgun, laugardag, en þeim leik var frestað til sunnudags. Er ástæðan talin vera sú að skipulagsnefnd leikanna vildi gefa Osaka meiri tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn þar sem það er ákveðin pressa sem fylgir því að bera kyndilinn síðustu metrana og kveikja Ólympíueldinn. Osaka er talin líkleg til árangurs á leikunum en hún situr sem stendur í 2. sæti heimslistans þó svo að hún hafi ekki spilað síðan í maí þegar hún ákvað að draga sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu vegna álags. Japanskir íþróttamenn með Ólympíueldinn í dag. Eldurinn var kveiktur þann 25. mars og hefur nú farið um gervallt Japan. Alexei Zavrachayev/Getty Images
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tennis Japan Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira