Þegar vísindin hlusta ekki á vísindin Viggó Örn Jónsson skrifar 23. júlí 2021 10:30 Bóluefnin við Covid 19 eru vísindalegt afrek sem gera heimsbyggðinni mögulegt að hefja eðlilegt líf að nýju. Við sjáum þau gera nákvæmlega það sem þau áttu að gera. Þau draga úr smitum og þau smit sem upp koma eru miklu vægari. Álhattarnir Ákveðinn minnihluti fólks hafnar bólusetningum. Samsæriskenningar alls kyns hafa víða náð útbreiðslu. Í sumum nágrannalöndum segja nálægt 40% íbúa ekki vilja bólusetningu. Aukaverkanir af svo miklum fjölda bólusetninga á stuttum tíma eru auk þess afar sýnilegar og til þess fallnar að vekja áhyggjur hjá fólki sem öllu jöfnu hefur ekki áhyggjur af mun alvarlegri og algengari aukaverkunum lyfja. Á Íslandi hefur þessi hópur verið mun minni. Okkur var lofað vísindalegri nálgun sem jók samstöðu þjóðarinnar. Við sættum okkur við áhættuna sem felst í styttri prófunum. Við treystum því að við værum á skynsamlegri og ábyrgri vegferð. Við sættum okkur við gróf inngrip í daglegt líf, efnahagslegt áfall og takmarkanir á ferðafrelsi. Við trúðum því að ásetningurinn væri að endurheimta eðlilegt líf. Samstaða þjóðarinnar var mikil. Fyrir vikið hefur nú tekist að bólusetja yfir 90% Íslendinga - vel yfir því markmiði sem að var stefnt. Líf eftir Covid Öllum markmiðum með sóttvarnaraðgerðum hefur því verið náð. Samfélag okkar er að verða eðlilegt að nýju. Við höfum staðið af okkur þennan storm með öllum þeim miklu inngripum í líf okkar sem því fylgdi. Fólk hittist á ný og þjóðin er öll á ferð og flugi. Verslanir eru opnar. Skólarnir horfa fram á eðlilegt starf. Erlendir ferðamenn eru að koma til landsins. Það er ekki og hefur aldrei verið raunhæf hugmynd að útrýma Covid19. Veiran mun aldrei hverfa. Við þurfum að lifa með henni. Ný afbrigði munu koma fram með nýjum smitum. Þetta er vísindaleg staðreynd og þess vegna þurfti bóluefnin. Til þess að draga úr smitum og draga úr alvarleika veikinda. Þetta er nákvæmlega það sama og við gerum við inflúensu á hverju einasta ári. Á hverju einasta ári kemur nýtt afbrigði inflúensu, nýtt bóluefni og við smitumst mörg af "flensu". Þannig er líka lífið eftir Covid. Virka bóluefnin þá ekki? Þá vill svo til að yfirmenn sóttvarna sem hafa í heilt ár þrumað yfir þjóðinni á daglegum blaðamannafundum um mikilvægi þess að taka vísindalega afstöðu hafa skyndilega misst allan áhuga á vísindum. Allt í einu láta þau eins og almenningur sé í bráðri hættu þrátt fyrir að bólusetningarmarkmiðum sé náð. Skilaboðin sem heilbrigðisráðherra og íslensk sóttvarnaryfirvöld eru að senda frá sér með því að grípa aftur til grófra inngripa í líf almennings eru einfaldlega þau að bóluefnið virki ekki. Þetta er mjög alvarlegt vantraust á þá vísindalegu vegferð sem þjóðin hélt að hún væri á. Þetta er ekkert flókið. Markmiðum bólusetninga er náð. Annað hvort virka bóluefnin og við getum hætt aðgerðum eða bóluefnin virka ekki og við þurfum að halda þeim áfram. Hvort er það? „Einhver ár“ Okkur er nú sagt að aðgerðir vegna Covid gætu varað í "einhver ár" og að Covid sé "ekki búið". Spænska veikin gekk yfir árið 1918. Influensan er enn að hringsóla um heiminn. Ef við ætlum að halda áfram að hegða okkur svona og bíða eftir að Covid sé "búið" gætu "einhver ár" orðið ansi mörg. Við erum bólusett. Hættan vegna þessara smita er hverfandi. Það er kominn tími til að almenningur og stjórnmálin ræði þetta mál rætt af einhverri skynsemi í stað þess að stæra sig af því hlýða án hálfrar hugsunar. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Viggó Örn Jónsson Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Bóluefnin við Covid 19 eru vísindalegt afrek sem gera heimsbyggðinni mögulegt að hefja eðlilegt líf að nýju. Við sjáum þau gera nákvæmlega það sem þau áttu að gera. Þau draga úr smitum og þau smit sem upp koma eru miklu vægari. Álhattarnir Ákveðinn minnihluti fólks hafnar bólusetningum. Samsæriskenningar alls kyns hafa víða náð útbreiðslu. Í sumum nágrannalöndum segja nálægt 40% íbúa ekki vilja bólusetningu. Aukaverkanir af svo miklum fjölda bólusetninga á stuttum tíma eru auk þess afar sýnilegar og til þess fallnar að vekja áhyggjur hjá fólki sem öllu jöfnu hefur ekki áhyggjur af mun alvarlegri og algengari aukaverkunum lyfja. Á Íslandi hefur þessi hópur verið mun minni. Okkur var lofað vísindalegri nálgun sem jók samstöðu þjóðarinnar. Við sættum okkur við áhættuna sem felst í styttri prófunum. Við treystum því að við værum á skynsamlegri og ábyrgri vegferð. Við sættum okkur við gróf inngrip í daglegt líf, efnahagslegt áfall og takmarkanir á ferðafrelsi. Við trúðum því að ásetningurinn væri að endurheimta eðlilegt líf. Samstaða þjóðarinnar var mikil. Fyrir vikið hefur nú tekist að bólusetja yfir 90% Íslendinga - vel yfir því markmiði sem að var stefnt. Líf eftir Covid Öllum markmiðum með sóttvarnaraðgerðum hefur því verið náð. Samfélag okkar er að verða eðlilegt að nýju. Við höfum staðið af okkur þennan storm með öllum þeim miklu inngripum í líf okkar sem því fylgdi. Fólk hittist á ný og þjóðin er öll á ferð og flugi. Verslanir eru opnar. Skólarnir horfa fram á eðlilegt starf. Erlendir ferðamenn eru að koma til landsins. Það er ekki og hefur aldrei verið raunhæf hugmynd að útrýma Covid19. Veiran mun aldrei hverfa. Við þurfum að lifa með henni. Ný afbrigði munu koma fram með nýjum smitum. Þetta er vísindaleg staðreynd og þess vegna þurfti bóluefnin. Til þess að draga úr smitum og draga úr alvarleika veikinda. Þetta er nákvæmlega það sama og við gerum við inflúensu á hverju einasta ári. Á hverju einasta ári kemur nýtt afbrigði inflúensu, nýtt bóluefni og við smitumst mörg af "flensu". Þannig er líka lífið eftir Covid. Virka bóluefnin þá ekki? Þá vill svo til að yfirmenn sóttvarna sem hafa í heilt ár þrumað yfir þjóðinni á daglegum blaðamannafundum um mikilvægi þess að taka vísindalega afstöðu hafa skyndilega misst allan áhuga á vísindum. Allt í einu láta þau eins og almenningur sé í bráðri hættu þrátt fyrir að bólusetningarmarkmiðum sé náð. Skilaboðin sem heilbrigðisráðherra og íslensk sóttvarnaryfirvöld eru að senda frá sér með því að grípa aftur til grófra inngripa í líf almennings eru einfaldlega þau að bóluefnið virki ekki. Þetta er mjög alvarlegt vantraust á þá vísindalegu vegferð sem þjóðin hélt að hún væri á. Þetta er ekkert flókið. Markmiðum bólusetninga er náð. Annað hvort virka bóluefnin og við getum hætt aðgerðum eða bóluefnin virka ekki og við þurfum að halda þeim áfram. Hvort er það? „Einhver ár“ Okkur er nú sagt að aðgerðir vegna Covid gætu varað í "einhver ár" og að Covid sé "ekki búið". Spænska veikin gekk yfir árið 1918. Influensan er enn að hringsóla um heiminn. Ef við ætlum að halda áfram að hegða okkur svona og bíða eftir að Covid sé "búið" gætu "einhver ár" orðið ansi mörg. Við erum bólusett. Hættan vegna þessara smita er hverfandi. Það er kominn tími til að almenningur og stjórnmálin ræði þetta mál rætt af einhverri skynsemi í stað þess að stæra sig af því hlýða án hálfrar hugsunar. Höfundur er ráðgjafi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun