Vill að kennarar fái forgang þegar byrjað verður að gefa aukaskammta Eiður Þór Árnason skrifar 23. júlí 2021 15:10 Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, segir stjórnendur vona það besta. Samsett Stjórnendur grunnskóla fylgjast vel með þróun kórónuveirufaraldursins þessa dagana og óttast sumir að sóttvarnatakmakmarkanir muni varpa skugga á komandi skólavetur. Formaður Skólastjórafélags Íslands treystir því að kennarar verði settir í forgang þegar kemur að því bjóða fólki með Janssen-bóluefnið upp á aukaskammt. Ekki stendur til að hefja bólusetningu barna á aldrinum tólf til fimmtán ára fyrr en í lok ágúst. Stór hluti kennara og starfsfólks grunnskóla hefur fengið Janssen-efnið en vísbendingar eru um að bóluefnið veiti síðri vernd gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en önnur bóluefni. Sóttvarnalæknir tilkynnti í gær að einstaklingar sem hafa fengið Janssen-efnið eða sýnt veikt ónæmissvar við öðrum bóluefnum verði líklega boðið að fá bóluefni Pfizer/BioNTech til að auka vernd þeirra gegn veirunni. Ekki liggur fyrir hvenær sú bólusetning hefst en Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, vonar að starfsmenn skóla geti fengið skammtinn áður en grunnskólar verða settir þann 22. ágúst. Þróunin veldur áhyggjum Þorsteinn segir að skólastjórnendur hafi skiljanlega áhyggjur af ástandinu og óttist að skólahald verði háð einhverjum takmörkunum þegar grunnskólar verða settir í lok ágúst. „Ef þróunin verður áfram á þann veg sem maður er að upplifa núna síðustu daga þá auðvitað veldur það verulegum áhyggjum.“ „Það sem er auðvitað okkur öllum efst í huga núna er að við förum ekki að fara í annan vetur eins og síðastliðinn vetur. Það er alveg ljóst að það ástand og þær takmarkanir sem við bjuggum við í skólastarfinu fóru ekki vel með alla nemendur okkar.“ Vonar að faraldurinn komist aftur á rétta braut Þorsteinn vonar að aðgerðir heilbrigðisyfirvalda og samstillt átak landsmanna verði til þess að staðan verði önnur um miðjan ágúst. „Ég er allavega bjartsýnn gagnvart þeim aðgerðum sem sóttvarnalæknir kann að grípa til núna sem vonandi leiðir okkur inn á réttar brautir á næstu tveimur til þremur vikum. Við vonum að þetta náist.“ Þróunin síðustu daga hefur ekki verið rædd formlega á vettvangi Skólastjórafélagsins en flestir skólastjórnendur eru í sumarleyfi þessa dagana og snúa aftur til vinnu eftir verslunarmannahelgi. „Þá verðum við að taka stöðuna á landsvísu og sjá hvernig staðan er,“ segir Þorsteinn. Staðan komið skólastjórnendum á óvart Þorsteinn segir að það hafi komið skólastjórnendum nokkuð á óvart að þjóðin sé komin aftur á þennan stað í faraldrinum þrátt fyrir hátt hlutfall bólusettra. „Ég held að stjórnendur í skólum hafi verið á sama stað og við öll fyrir mánuði síðan; bjartsýn á að við værum komin sem mest fyrir þetta hér á landi. Auðvitað veldur það okkur vonbrigðum eins og öllum öðrum að við skulum hafa dottið í þetta far á síðustu fjórum, fimm dögum. En við verðum bara að krossa fingur og vona að það verði gripið til einhverra aðgerða núna sem leiða okkur aftur inn á rétta braut. Við erum bara öll að vona það besta.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Tengdar fréttir Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Formaður Skólastjórafélags Íslands treystir því að kennarar verði settir í forgang þegar kemur að því bjóða fólki með Janssen-bóluefnið upp á aukaskammt. Ekki stendur til að hefja bólusetningu barna á aldrinum tólf til fimmtán ára fyrr en í lok ágúst. Stór hluti kennara og starfsfólks grunnskóla hefur fengið Janssen-efnið en vísbendingar eru um að bóluefnið veiti síðri vernd gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en önnur bóluefni. Sóttvarnalæknir tilkynnti í gær að einstaklingar sem hafa fengið Janssen-efnið eða sýnt veikt ónæmissvar við öðrum bóluefnum verði líklega boðið að fá bóluefni Pfizer/BioNTech til að auka vernd þeirra gegn veirunni. Ekki liggur fyrir hvenær sú bólusetning hefst en Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, vonar að starfsmenn skóla geti fengið skammtinn áður en grunnskólar verða settir þann 22. ágúst. Þróunin veldur áhyggjum Þorsteinn segir að skólastjórnendur hafi skiljanlega áhyggjur af ástandinu og óttist að skólahald verði háð einhverjum takmörkunum þegar grunnskólar verða settir í lok ágúst. „Ef þróunin verður áfram á þann veg sem maður er að upplifa núna síðustu daga þá auðvitað veldur það verulegum áhyggjum.“ „Það sem er auðvitað okkur öllum efst í huga núna er að við förum ekki að fara í annan vetur eins og síðastliðinn vetur. Það er alveg ljóst að það ástand og þær takmarkanir sem við bjuggum við í skólastarfinu fóru ekki vel með alla nemendur okkar.“ Vonar að faraldurinn komist aftur á rétta braut Þorsteinn vonar að aðgerðir heilbrigðisyfirvalda og samstillt átak landsmanna verði til þess að staðan verði önnur um miðjan ágúst. „Ég er allavega bjartsýnn gagnvart þeim aðgerðum sem sóttvarnalæknir kann að grípa til núna sem vonandi leiðir okkur inn á réttar brautir á næstu tveimur til þremur vikum. Við vonum að þetta náist.“ Þróunin síðustu daga hefur ekki verið rædd formlega á vettvangi Skólastjórafélagsins en flestir skólastjórnendur eru í sumarleyfi þessa dagana og snúa aftur til vinnu eftir verslunarmannahelgi. „Þá verðum við að taka stöðuna á landsvísu og sjá hvernig staðan er,“ segir Þorsteinn. Staðan komið skólastjórnendum á óvart Þorsteinn segir að það hafi komið skólastjórnendum nokkuð á óvart að þjóðin sé komin aftur á þennan stað í faraldrinum þrátt fyrir hátt hlutfall bólusettra. „Ég held að stjórnendur í skólum hafi verið á sama stað og við öll fyrir mánuði síðan; bjartsýn á að við værum komin sem mest fyrir þetta hér á landi. Auðvitað veldur það okkur vonbrigðum eins og öllum öðrum að við skulum hafa dottið í þetta far á síðustu fjórum, fimm dögum. En við verðum bara að krossa fingur og vona að það verði gripið til einhverra aðgerða núna sem leiða okkur aftur inn á rétta braut. Við erum bara öll að vona það besta.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Tengdar fréttir Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31