Fyrirtækið Pólar toghlerar hlýtur styrk úr Samstarfssjóði við atvinnulíf Heimsljós 24. júlí 2021 09:44 Andvari-VE 100 með Plútó toghlera. Hafþór Halldórsson Á þriðjudag síðastliðinn var undirritaður úthlutunarsamningur um styrk milli utanríkisráðuneytisins og Pólar toghlerar ehf. vegna verkefnisins „Hringrásarhagkerfi um söfnun og endurvinnslu á plastúrgangi í Dakar, Senegal.“ Fjármagnsstyrkurinn er veittur af utanríkisráðuneytinu úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Verkefnið felur í sér söfnun á plastúrgangi á landi og við strendur Senegal til endurvinnslu gegn gjaldi hjá fyrirtækinu Ecobag í höfuðborginni Dakar. Úr endurunna plastinu verða unnar vörur til heimilisnota og til fyrirtækja fyrir notkun á sjó og landi, sem í flestum tilvikum munu koma í stað innfluttra vara. Þar á meðal er stefnt á að framleiða svonefnda Plútó toghlera sem hægt verður að endurvinna að lokum líftíma þeirra. Verkefnið stuðlar því bæði að umhverfisvænum togveiðum og minnkun plastmengunar. Markhópur verkefnisins er annars vegar almenningur á vesturströnd Afríku sem hefur safnað plastúrgangi og skilað honum til Ecobag gegn gjaldi og hins vegar eigendur fiskibáta sem gefst kostur á ódýrum og umhverfisvænum toghlerum. Pólar toghlerar hefur þróað hlera fyrir minni togbáta en til að byrja með er horft til togbáta undir 24 metra að lengd. Samkvæmt upplýsingum frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) eru hátt í ein milljón báta af þeirri stærð sem stunda togveiðar en stór hluti þeirra notar enn óhagkvæma hlera sem smíðaðir eru úr tréborðum. Plútó plasthlerarnir munu vera framleiddir á Íslandi hjá Borgarplast fyrir markaði í Norður-Evrópu en helstu tækifærin liggja á mörkuðum í Asíu, Afríku og löndum Mið- og Suður-Ameríku. Fyrsta hluta verkefnisins í Afríku verður hleypt af stokkunum með framleiðslu Plútó toghlera fyrir vesturströnd heimsálfunnar í samráði við tilvonandi samstarfsaðila í Dakar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent
Á þriðjudag síðastliðinn var undirritaður úthlutunarsamningur um styrk milli utanríkisráðuneytisins og Pólar toghlerar ehf. vegna verkefnisins „Hringrásarhagkerfi um söfnun og endurvinnslu á plastúrgangi í Dakar, Senegal.“ Fjármagnsstyrkurinn er veittur af utanríkisráðuneytinu úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Verkefnið felur í sér söfnun á plastúrgangi á landi og við strendur Senegal til endurvinnslu gegn gjaldi hjá fyrirtækinu Ecobag í höfuðborginni Dakar. Úr endurunna plastinu verða unnar vörur til heimilisnota og til fyrirtækja fyrir notkun á sjó og landi, sem í flestum tilvikum munu koma í stað innfluttra vara. Þar á meðal er stefnt á að framleiða svonefnda Plútó toghlera sem hægt verður að endurvinna að lokum líftíma þeirra. Verkefnið stuðlar því bæði að umhverfisvænum togveiðum og minnkun plastmengunar. Markhópur verkefnisins er annars vegar almenningur á vesturströnd Afríku sem hefur safnað plastúrgangi og skilað honum til Ecobag gegn gjaldi og hins vegar eigendur fiskibáta sem gefst kostur á ódýrum og umhverfisvænum toghlerum. Pólar toghlerar hefur þróað hlera fyrir minni togbáta en til að byrja með er horft til togbáta undir 24 metra að lengd. Samkvæmt upplýsingum frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) eru hátt í ein milljón báta af þeirri stærð sem stunda togveiðar en stór hluti þeirra notar enn óhagkvæma hlera sem smíðaðir eru úr tréborðum. Plútó plasthlerarnir munu vera framleiddir á Íslandi hjá Borgarplast fyrir markaði í Norður-Evrópu en helstu tækifærin liggja á mörkuðum í Asíu, Afríku og löndum Mið- og Suður-Ameríku. Fyrsta hluta verkefnisins í Afríku verður hleypt af stokkunum með framleiðslu Plútó toghlera fyrir vesturströnd heimsálfunnar í samráði við tilvonandi samstarfsaðila í Dakar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent