Leikmaður Stjörnunnar skoraði í tapi fyrir heimsmeisturunum Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 13:30 Betsy Hassett í baráttunni við Megan Rapinoe í leik dagsins. Francois Nel/Getty Images Öllum leikjum dagsins í keppni kvenna í fótbolta á Ólympíuleikunum í Tókýó er nú lokið. Bretland er komið áfram í 8-liða úrslit og Bandaríkin komin á blað. Þá mættust Holland og Brasilía í stórleik dagsins. Í E-riðli keppninnar áttust við Bretland og heimakonur frá Japan. Bretland gat þar tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum með sigri eftir að hafa lagt Kanada að velli í fyrsta leik. Bretar voru sterkari aðilinn í leiknum en gekk bölvanlega að hitta markið. Af tíu marktilraunum liðsins hitti aðeins ein rammann, en sú hafnaði líka í netinu. Reynslumikli framherjinn Ellen White skoraði eina mark leiksins á 74. mínútu og tryggðu Bretlandi 1-0 sigur. Bretland er á toppi riðilsins með sex stig eftir tvo leiki og komið áfram. Kanada er með fjögur stig eftir sigur sinn á Síle í morgun, Japan er með eitt stig og þarf sigur gegn stigalausu liði Síle í lokaleik sínum til að eygja möguleika á sæti í 8-liða úrslitum mótsins. Enn ein markaveislan í F-riðli Stórleikur dagsins var í F-riðli þar sem Holland og Brasilía áttust við í hörkuleik. Bæði höfðu unnið stórsigra í fyrsta leik; Holland 10-3 gegn Sambíu og Brasilía 5-0 gegn Kína. Toppsæti riðilsins var undir í dag og þær hollensku byrjuðu betur er markamaskínan Vivianne Miedema, leikmaður Arsenal, kom þeim yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik. Debinha jafnaði hins vegar fyrir Brasilíu tæpum stundarfjórðungi síðar og 1-1 stóð í hléi. Miedema skoraði annað mark sitt er hún kom Hollandi í forystu öðru sinni á 59. mínútu en goðsögnin Marta jafnaði af vítapunktinum fyrir Brasilíu fimm mínútum síðar. Aðeins fjórum mínútum eftir það, á 68. mínútu, skoraði Ludmila da Silva þriðja mark Brasilíu til að koma þeim í forystu í fyrsta sinn í leiknum. Dominique Bloodworth jafnaði aftur á móti fyrir Holland rúmum tíu mínútum fyrir leikslok með frábæru marki beint úr aukaspyrnu og 3-3 jafntefli niðurstaðan leiksins. Brasilía og Holland eru þá bæði með fjögur stig í efstu sætum riðilsins en þær hollensku eru ofar vegna markatölu. Sambía og Kína eru þar fyrir neðan með eitt stig hvort eftir 4-4 jafntefli liðanna í morgun. Olympics Group F: Brazil 5-0 China Netherlands 10-3 Zambia China 4-4 Zambia Netherlands 3-3 Brazil32 goals in four games pic.twitter.com/7CYRX3zzo1— B/R Football (@brfootball) July 24, 2021 Hassett á skotskónum í stórtapi Heimsmeistarar Bandaríkjanna mættu þá liði Nýja-Sjálands en bandaríska liðið hafði óvænt tapað 3-0 fyrir Svíþjóð í fyrsta leik, sem var fyrsti tapleikur þeirra frá árinu 2018. Nýja-Sjáland var einnig án stiga eftir tap fyrir Ástralíu í fyrsta leik. Þær bandarísku áttu í litum vandræðum í dag og unnu 6-1 sigur. Rose Lavelle og Lindsey Horan skoruðu sitt markið hvor í fyrri hálfleik. Sjálfsmark Abby Erceg breytti stöðunni í 3-0 á 63. mínútu en níu mínútum síðar skoraði Betsy Hassett, leikmaður Stjörnunnar og fyrrum leikmaður KR, fyrir Nýja-Sjáland. Betsy Hassett skoraði eina mark Nýja-Sjálands gegn heimsmeisturunum.Getty/Adam Pretty Christen Press, sem yfirgaf nýlega Manchester United, skoraði fjórða mark Bandaríkjanna á 80. mínútu og Alex Morgan skoraði sitt 111. landsliðsmark er hún innsiglaði kom heimsmeisturunum 5-1 yfir sjö mínútum síðar og þá varð Catherine Bott fyrir því óláni að skora annað sjálfsmark nýsjálenska liðsins í leiknum í uppbótartíma. Bandaríkin eru eftir sigurinn með þrjú stig í öðru sæti riðilsins, með betri markatölu en Ástralía, sem er einnig með þrjú stig eftir sigur á Nýja-Sjálandi í fyrsta leik. Svíþjóð er komið áfram, með sex stig á toppnum, eftir 4-2 sigur á þeim áströlsku fyrr í dag. Nýja-Sjáland er án stiga. Bandaríkin og Ástralía leika því úrslitaleik í síðustu umferð riðilsins á þriðjudagsmorgun. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira
Í E-riðli keppninnar áttust við Bretland og heimakonur frá Japan. Bretland gat þar tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum með sigri eftir að hafa lagt Kanada að velli í fyrsta leik. Bretar voru sterkari aðilinn í leiknum en gekk bölvanlega að hitta markið. Af tíu marktilraunum liðsins hitti aðeins ein rammann, en sú hafnaði líka í netinu. Reynslumikli framherjinn Ellen White skoraði eina mark leiksins á 74. mínútu og tryggðu Bretlandi 1-0 sigur. Bretland er á toppi riðilsins með sex stig eftir tvo leiki og komið áfram. Kanada er með fjögur stig eftir sigur sinn á Síle í morgun, Japan er með eitt stig og þarf sigur gegn stigalausu liði Síle í lokaleik sínum til að eygja möguleika á sæti í 8-liða úrslitum mótsins. Enn ein markaveislan í F-riðli Stórleikur dagsins var í F-riðli þar sem Holland og Brasilía áttust við í hörkuleik. Bæði höfðu unnið stórsigra í fyrsta leik; Holland 10-3 gegn Sambíu og Brasilía 5-0 gegn Kína. Toppsæti riðilsins var undir í dag og þær hollensku byrjuðu betur er markamaskínan Vivianne Miedema, leikmaður Arsenal, kom þeim yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik. Debinha jafnaði hins vegar fyrir Brasilíu tæpum stundarfjórðungi síðar og 1-1 stóð í hléi. Miedema skoraði annað mark sitt er hún kom Hollandi í forystu öðru sinni á 59. mínútu en goðsögnin Marta jafnaði af vítapunktinum fyrir Brasilíu fimm mínútum síðar. Aðeins fjórum mínútum eftir það, á 68. mínútu, skoraði Ludmila da Silva þriðja mark Brasilíu til að koma þeim í forystu í fyrsta sinn í leiknum. Dominique Bloodworth jafnaði aftur á móti fyrir Holland rúmum tíu mínútum fyrir leikslok með frábæru marki beint úr aukaspyrnu og 3-3 jafntefli niðurstaðan leiksins. Brasilía og Holland eru þá bæði með fjögur stig í efstu sætum riðilsins en þær hollensku eru ofar vegna markatölu. Sambía og Kína eru þar fyrir neðan með eitt stig hvort eftir 4-4 jafntefli liðanna í morgun. Olympics Group F: Brazil 5-0 China Netherlands 10-3 Zambia China 4-4 Zambia Netherlands 3-3 Brazil32 goals in four games pic.twitter.com/7CYRX3zzo1— B/R Football (@brfootball) July 24, 2021 Hassett á skotskónum í stórtapi Heimsmeistarar Bandaríkjanna mættu þá liði Nýja-Sjálands en bandaríska liðið hafði óvænt tapað 3-0 fyrir Svíþjóð í fyrsta leik, sem var fyrsti tapleikur þeirra frá árinu 2018. Nýja-Sjáland var einnig án stiga eftir tap fyrir Ástralíu í fyrsta leik. Þær bandarísku áttu í litum vandræðum í dag og unnu 6-1 sigur. Rose Lavelle og Lindsey Horan skoruðu sitt markið hvor í fyrri hálfleik. Sjálfsmark Abby Erceg breytti stöðunni í 3-0 á 63. mínútu en níu mínútum síðar skoraði Betsy Hassett, leikmaður Stjörnunnar og fyrrum leikmaður KR, fyrir Nýja-Sjáland. Betsy Hassett skoraði eina mark Nýja-Sjálands gegn heimsmeisturunum.Getty/Adam Pretty Christen Press, sem yfirgaf nýlega Manchester United, skoraði fjórða mark Bandaríkjanna á 80. mínútu og Alex Morgan skoraði sitt 111. landsliðsmark er hún innsiglaði kom heimsmeisturunum 5-1 yfir sjö mínútum síðar og þá varð Catherine Bott fyrir því óláni að skora annað sjálfsmark nýsjálenska liðsins í leiknum í uppbótartíma. Bandaríkin eru eftir sigurinn með þrjú stig í öðru sæti riðilsins, með betri markatölu en Ástralía, sem er einnig með þrjú stig eftir sigur á Nýja-Sjálandi í fyrsta leik. Svíþjóð er komið áfram, með sex stig á toppnum, eftir 4-2 sigur á þeim áströlsku fyrr í dag. Nýja-Sjáland er án stiga. Bandaríkin og Ástralía leika því úrslitaleik í síðustu umferð riðilsins á þriðjudagsmorgun.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti