Yang fékk á sig þrjú vítastig í úrslitaviðureigninni og Takato stóð því uppi sem sigurvegari.
Yung Wei Yang þurfti því að sætta sig við silfrið, en Frakkinn Luka Kkheidze og Yeldos Smetov frá Kasakstan deila með sér bronsverðlaununum.
Takato er fæddur árið 1993 og er að keppa á sínum öðrum leikum. Hann fékk brons í Rio árið 2016.
Þá hefur hann unnið heimsmeistaramótið í þessum sama flokki þrisvar. Það fyrsta árið 2013, og svo tvö ár í röð árin 2017 og 2018.