Talið er að loftsteinninn hafi verið nokkur tonn að þyngd en hann féll að öllum líkindum til jarðar yfir Noregi, að því er NRK, hefur eftir Vegard Lundby hjá samtökum áhugamanna um lofsteina í Noregi.
Telur hann að lofsteinninn hafi líklega lent einhvers staðar í Finnmörku í grennd við Lier. Lundby telur að lofsteinninn hafi verið sýnilegur á um 600 kílómetra svæði, það er yfirleitt tilkomumikil sjón þegar lofsteinar brenna upp á leið sinni til jarðar. Sænskir fjölmiðlar hafa einnig fjallað um málið og talað við sjónarvotta sem sáu lofsteininn yfir Svíþjóð.
Ett stort eldklot lyste upp stora delar av himlen i södra Norge och delar av Sverige natten till söndagen. Sannolikt handlar det om en meteor. Nu försöker man hitta nedslagsplatsen.https://t.co/Hp95VaW520 pic.twitter.com/cZcfgGkUpj
— Dagens Nyheter (@dagensnyheter) July 25, 2021
Morten Bilet, meðlimur í sömu samtökum, varð vitni að því þegar lofsteinninn féll til jarðar. Hann segist sannfærður um að lofsteinninn hafi verið tiltölulega stór, og að heyrst hafi miklar drunur er hann féll til jarðar.
Stutt er síðan vígahnöttur sprakk yfir Íslandi, talið er að hann hafi verið um sjö metrar í þvermál.