Pink býðst til að borga sekt norska liðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2021 11:01 Norska liðið í stuttbuxunum sem það mátti ekki spila í. NORSKA HANDKNATTLEIKSSAMBANDIÐ Norska strandhandboltalandsliðinu hefur borist aðstoð úr óvæntri átt í deilunni við Handknattleikssamband Evrópu, EHF, um klæðnað á mótum. Norska liðið fékk sekt frá EHF fyrir að spila í stuttbuxum í lokaleik sínum á EM í strandhandbolta kvenna um þarsíðustu helgi. Samkvæmt reglum þurfa konur að spila í bikiníi en í þeim eru nákvæmar lýsingar á því hversu háar bikiníbuxurnar eiga að vera. Á meðan klæðast karlar klæðast hlýrabolum og stuttbuxum. Fyrir EM óskaði Noregur eftir því að spila í stuttbuxum en var tjáð að fyrir það fengi liðið sekt og því yrði jafnvel hent úr keppni. Norska liðið bakkaði þá en mætti svo til leiks í stuttbuxunum í bronsleiknum gegn Spáni. Fyrir það fékk Noregur samtals 1.500 evra sekt, sem nemur 220 þúsund íslenskum krónum. Söngkonan vinsæla Pink hefur nú blandað sér í málið. Í færslu á Twitter sagðist hún vera stolt af norska liðinu fyrir að mótmæla reglunum og segir að EHF ætti að fá sekt fyrir karlrembu. Þá bauðst hún til að borga sekt norska liðsins. I m VERY proud of the Norwegian female beach handball team FOR PROTESTING THE VERY SEXIST RULES ABOUT THEIR uniform . The European handball federation SHOULD BE FINED FOR SEXISM. Good on ya, ladies. I ll be happy to pay your fines for you. Keep it up.— P!nk (@Pink) July 25, 2021 EHF skoðar nú hvort breyta eigi reglunum umdeildu um klæðnað kvenna á mótum í strandhandbolta. Það verði gert í samstarfi við Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, en EHF fylgir því að málum. EHF stefnir að því að auka vinsældir strandhandbolta og segist vera tilbúið að hlusta á allar tillögur sem geti hjálpað til í þeim efnum. Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Norska liðið fékk sekt frá EHF fyrir að spila í stuttbuxum í lokaleik sínum á EM í strandhandbolta kvenna um þarsíðustu helgi. Samkvæmt reglum þurfa konur að spila í bikiníi en í þeim eru nákvæmar lýsingar á því hversu háar bikiníbuxurnar eiga að vera. Á meðan klæðast karlar klæðast hlýrabolum og stuttbuxum. Fyrir EM óskaði Noregur eftir því að spila í stuttbuxum en var tjáð að fyrir það fengi liðið sekt og því yrði jafnvel hent úr keppni. Norska liðið bakkaði þá en mætti svo til leiks í stuttbuxunum í bronsleiknum gegn Spáni. Fyrir það fékk Noregur samtals 1.500 evra sekt, sem nemur 220 þúsund íslenskum krónum. Söngkonan vinsæla Pink hefur nú blandað sér í málið. Í færslu á Twitter sagðist hún vera stolt af norska liðinu fyrir að mótmæla reglunum og segir að EHF ætti að fá sekt fyrir karlrembu. Þá bauðst hún til að borga sekt norska liðsins. I m VERY proud of the Norwegian female beach handball team FOR PROTESTING THE VERY SEXIST RULES ABOUT THEIR uniform . The European handball federation SHOULD BE FINED FOR SEXISM. Good on ya, ladies. I ll be happy to pay your fines for you. Keep it up.— P!nk (@Pink) July 25, 2021 EHF skoðar nú hvort breyta eigi reglunum umdeildu um klæðnað kvenna á mótum í strandhandbolta. Það verði gert í samstarfi við Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, en EHF fylgir því að málum. EHF stefnir að því að auka vinsældir strandhandbolta og segist vera tilbúið að hlusta á allar tillögur sem geti hjálpað til í þeim efnum.
Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni