„Við megum ekki beita þeim aðferðum sem endanlega koma okkur öllum í gröfina“ Árni Sæberg skrifar 27. júlí 2021 07:24 Kári Stefánsson segir næstu viku skipta sköpum í baráttunni við Covid-19. Vísir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir munu koma í ljós á næstu viku hver næstu skref í baráttunni gegn Covid-19 þurfi að vera. „Ég held að næsta vika eða svo komi til með að vera mjög þrungin af upplýsingum fyrir okkur. Vegna þess að ansi margir af þeim sem hafa smitast hafa verið bólusettir og við vitum raunverulega ekki hversu stór hundraðshluti af þeim verður raunverulega lasinn,“ segir Kári í viðtali við Fréttablaðið í gær. Kári segir að ef hluti smitaðra sem veikjast alvarlega komi til með að verða lítill muni þurfa að breyta nálgun okkar á tilraunir til að lifa með veirunni. Hann vill þá frekar vernda elliheimilin og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma en að beita samskonar sóttvarnaraðgerðum og gert hefur verið hingað til. „Það er ómögulegt að segja hversu lengi við þurfum að standa í þessu og við megum ekki beita þeim aðferðum sem endanlega koma okkur öllum í gröfina. Við verðum að geta haldið áfram að lifa í þessu landi,“ segir Kári. Fjöldi smitaðra síðustu daga gæti verið toppurinn á ísjakanum „Við höfum verið að skima í dag aðallega einkennaskimun sem þýðir að þeir sem eru einkennalausir eru mjög ólíklegir til að koma í skimun. Þannig að veiran gæti verið miklu útbreiddari í samfélaginu en þessar tölur gefa til kynna. Það voru 88 smit í dag sem greinast á einkennum, það gæti verið toppurinn á ísjakanum. Það gætu verið tíu sinnum fleiri sýktir úti í samfélaginu, einkennalausir,“ segir Kári. Kári segir stöðuna sem nú er uppi vera mjög spennandi og að við verðum að halda niðri í okkur andanum og endurmeta síðan nálgun okkar á faraldurinn. „Ef að spítalinn fyllist ekki og menn eru tiltölulega lítið lasnir þá er þetta eitthvað sem við verðum að læra búa við,“ bætir hann við. Aðspurður af blaðamanni Fréttablaðsins segir Kári það ekki vera sitt að segja til um hversu hátt hlutfall smitaðra sem þurfi að leggjast inn á spítala væri ásættanlegt. „Það get ég ekki sagt. Við þurfum bara að kíkja á og meta það. Númer eitt er bara fjöldi þeirra sem leggjast inn á spítala. Númer tvö er viðbrögð heilbrigðisstarfsmanna við þessum innlögnum og hvernig þeir ráða við þetta. Í þriðja lagi er það viðbrögð samfélagsins. Hvernig bregst samfélagið við þessu?“ Markmið bólusetninga sé ekki einungis að koma í veg fyrir smit „Þegar menn réðust í það að búa til bóluefni gegn þessari veiru þá var ljóst að markmiðið væri að gera annað af tvennu eða hvort tveggja. Sem er að búa til að bóluefni sem kæmi í veg fyrir að menn smituðust, bóluefni sem kæmi í veg fyrir að menn sýktust eða hvort tveggja,“ segir Kári. „Ef að menn eru ósáttir með hversu lítil þessi bóluefni komi í veg fyrir smit en kemur bara í veg fyrir að þeir sem smitast verði sjúkir. Þá væri ekki út í hött að búa til sérstök slímhimnumótefni eins og nefsprey og svo framvegis,“ bætir hann við. Allt tal um svikin loforð ríkisstjórnarinnar sé kjaftæði „Staðreyndin er sú, í sóttvörnum að þessari gerð, er að þú breytir þinni stefnu frá degi til dags. Þú bregst við gögnum. Ríkisstjórnin er að haga sér af fullri ábyrgð með því að bregðast við breyttum aðstæðum,“ segir Kári og bætir við að það sé bara kjaftæði að tala um að ríkisstjórnin hafi gengið á bak orða sinna með því að herða sóttvarnaraðgerðir á ný. Kári vill að öllum þeim sem hafa fengið bóluefni Janssen verði gefinn annar skammtur um leið og sumarleyfi starfsmanna heilsugæslunnar er lokið. Þá vill hann að eldra fólk og þau sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma fái þriðja skammt bóluefnis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Sjá meira
„Ég held að næsta vika eða svo komi til með að vera mjög þrungin af upplýsingum fyrir okkur. Vegna þess að ansi margir af þeim sem hafa smitast hafa verið bólusettir og við vitum raunverulega ekki hversu stór hundraðshluti af þeim verður raunverulega lasinn,“ segir Kári í viðtali við Fréttablaðið í gær. Kári segir að ef hluti smitaðra sem veikjast alvarlega komi til með að verða lítill muni þurfa að breyta nálgun okkar á tilraunir til að lifa með veirunni. Hann vill þá frekar vernda elliheimilin og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma en að beita samskonar sóttvarnaraðgerðum og gert hefur verið hingað til. „Það er ómögulegt að segja hversu lengi við þurfum að standa í þessu og við megum ekki beita þeim aðferðum sem endanlega koma okkur öllum í gröfina. Við verðum að geta haldið áfram að lifa í þessu landi,“ segir Kári. Fjöldi smitaðra síðustu daga gæti verið toppurinn á ísjakanum „Við höfum verið að skima í dag aðallega einkennaskimun sem þýðir að þeir sem eru einkennalausir eru mjög ólíklegir til að koma í skimun. Þannig að veiran gæti verið miklu útbreiddari í samfélaginu en þessar tölur gefa til kynna. Það voru 88 smit í dag sem greinast á einkennum, það gæti verið toppurinn á ísjakanum. Það gætu verið tíu sinnum fleiri sýktir úti í samfélaginu, einkennalausir,“ segir Kári. Kári segir stöðuna sem nú er uppi vera mjög spennandi og að við verðum að halda niðri í okkur andanum og endurmeta síðan nálgun okkar á faraldurinn. „Ef að spítalinn fyllist ekki og menn eru tiltölulega lítið lasnir þá er þetta eitthvað sem við verðum að læra búa við,“ bætir hann við. Aðspurður af blaðamanni Fréttablaðsins segir Kári það ekki vera sitt að segja til um hversu hátt hlutfall smitaðra sem þurfi að leggjast inn á spítala væri ásættanlegt. „Það get ég ekki sagt. Við þurfum bara að kíkja á og meta það. Númer eitt er bara fjöldi þeirra sem leggjast inn á spítala. Númer tvö er viðbrögð heilbrigðisstarfsmanna við þessum innlögnum og hvernig þeir ráða við þetta. Í þriðja lagi er það viðbrögð samfélagsins. Hvernig bregst samfélagið við þessu?“ Markmið bólusetninga sé ekki einungis að koma í veg fyrir smit „Þegar menn réðust í það að búa til bóluefni gegn þessari veiru þá var ljóst að markmiðið væri að gera annað af tvennu eða hvort tveggja. Sem er að búa til að bóluefni sem kæmi í veg fyrir að menn smituðust, bóluefni sem kæmi í veg fyrir að menn sýktust eða hvort tveggja,“ segir Kári. „Ef að menn eru ósáttir með hversu lítil þessi bóluefni komi í veg fyrir smit en kemur bara í veg fyrir að þeir sem smitast verði sjúkir. Þá væri ekki út í hött að búa til sérstök slímhimnumótefni eins og nefsprey og svo framvegis,“ bætir hann við. Allt tal um svikin loforð ríkisstjórnarinnar sé kjaftæði „Staðreyndin er sú, í sóttvörnum að þessari gerð, er að þú breytir þinni stefnu frá degi til dags. Þú bregst við gögnum. Ríkisstjórnin er að haga sér af fullri ábyrgð með því að bregðast við breyttum aðstæðum,“ segir Kári og bætir við að það sé bara kjaftæði að tala um að ríkisstjórnin hafi gengið á bak orða sinna með því að herða sóttvarnaraðgerðir á ný. Kári vill að öllum þeim sem hafa fengið bóluefni Janssen verði gefinn annar skammtur um leið og sumarleyfi starfsmanna heilsugæslunnar er lokið. Þá vill hann að eldra fólk og þau sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma fái þriðja skammt bóluefnis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent