Dabbi Kóngur í íslenska A-landsliðinu sem er á leið til Eistlands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2021 07:46 Davíð Arnar Ágústsson lyftir Íslandsbikarnum en hann var frábær fyrir Þórsliðið á lokasprettinum. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Þórs úr Þorlákshöfn eiga þrjá leikmenn í íslenska A-landsliðinu sem mun spila tvo æfingaleiki í Eistlandi í þessari viku. Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefur valið fjórtán manna hóp sem ferðast í dag til Eistlands. Íslenska liðið er að hefja undirbúning sinn fyrir haustleikina. Craig hafði áður valið æfingahóp fyrir sumarið. Nokkrir leikmenn í æfingahópnum eru meiddir og/eða eru hvíldir fyrir ferðina í ágúst. Íslenska landslið karla í körfuknattleik var kallað saman í lok síðustu viku til æfinga og hefur æft saman yfir helgina. Til að byrja með æfði hluti hópsins saman miðvikudag og fimmtudag en þá voru leikmenn úr þeim hóp boðaðir áfram og bættust við fleiri leikmenn á föstudeginum sem hafa æft saman síðan þá. Framundan eru mjög mikilvægir leikir í ágúst, dagana 12.-17. ágúst, í lokaumferð forkeppni að HM 2023. Þar leikur liðið í sóttvarnar „bubblu“ í Svartfjallalandi alla fjóra leiki sína gegn Svartfjallalandi og Danmörku í þriggja liða riðli. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í sjálfa undankeppnina sem hefst í nóvember. Íslenska liðið leikur tvo vináttulandsleiki gegn Eistlandi á miðvikudag og fimmtudag og fara þeir báðir fram út í Eistlandi. Dabbi Kóngur eða Davíð Arnar Ágústsson eins og hann heitir réttu nafni er í íslenska landsliðinu í fyrsta sinn en hann er einn af nýliðum í íslenska liðinu. Hinir nýliðarnir eru Bjarni Guðmann Jónsson og Ragnar Örn Bragason. Davíð og Ragnar voru einmitt í stóru hlutverki þegar Þórsarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í síðasta mánuði. Meðal leikmanna sem eru í æfingahópnum en fóru ekki með út eru Dagur Kár Jónsson, Haukur Helgi Pálsson Briem, Hjálmar Stefánsson, Hörður Axel Vilhjálmsson, Jón Axel Guðmundsson, Kristófer Acox, Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason. Íslenski hópurinn fyrir Eistlandssleikina: Bjarni Guðmann Jónsson, Háskóli USA · Nýliði Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn · Nýliði Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp, Belgíu · 50 landsleikir Gunnar Ólafsson, Stjarnan · 24 landsleikir Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan · 4 landsleikir Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn · 16 landsleikir Kristinn Pálsson, Grindavík · 17 landsleikir Ólafur Ólafsson, Grindavík · 40 landsleikir Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn · Nýliði Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn · 2 landsleikir Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll · 14 landsleikir Tómas Þórður Hilmarsson, Stjarnan · 10 landsleikir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR · 9 landsleikir Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan · 64 landsleikir HM 2023 í körfubolta Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefur valið fjórtán manna hóp sem ferðast í dag til Eistlands. Íslenska liðið er að hefja undirbúning sinn fyrir haustleikina. Craig hafði áður valið æfingahóp fyrir sumarið. Nokkrir leikmenn í æfingahópnum eru meiddir og/eða eru hvíldir fyrir ferðina í ágúst. Íslenska landslið karla í körfuknattleik var kallað saman í lok síðustu viku til æfinga og hefur æft saman yfir helgina. Til að byrja með æfði hluti hópsins saman miðvikudag og fimmtudag en þá voru leikmenn úr þeim hóp boðaðir áfram og bættust við fleiri leikmenn á föstudeginum sem hafa æft saman síðan þá. Framundan eru mjög mikilvægir leikir í ágúst, dagana 12.-17. ágúst, í lokaumferð forkeppni að HM 2023. Þar leikur liðið í sóttvarnar „bubblu“ í Svartfjallalandi alla fjóra leiki sína gegn Svartfjallalandi og Danmörku í þriggja liða riðli. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í sjálfa undankeppnina sem hefst í nóvember. Íslenska liðið leikur tvo vináttulandsleiki gegn Eistlandi á miðvikudag og fimmtudag og fara þeir báðir fram út í Eistlandi. Dabbi Kóngur eða Davíð Arnar Ágústsson eins og hann heitir réttu nafni er í íslenska landsliðinu í fyrsta sinn en hann er einn af nýliðum í íslenska liðinu. Hinir nýliðarnir eru Bjarni Guðmann Jónsson og Ragnar Örn Bragason. Davíð og Ragnar voru einmitt í stóru hlutverki þegar Þórsarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í síðasta mánuði. Meðal leikmanna sem eru í æfingahópnum en fóru ekki með út eru Dagur Kár Jónsson, Haukur Helgi Pálsson Briem, Hjálmar Stefánsson, Hörður Axel Vilhjálmsson, Jón Axel Guðmundsson, Kristófer Acox, Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason. Íslenski hópurinn fyrir Eistlandssleikina: Bjarni Guðmann Jónsson, Háskóli USA · Nýliði Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn · Nýliði Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp, Belgíu · 50 landsleikir Gunnar Ólafsson, Stjarnan · 24 landsleikir Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan · 4 landsleikir Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn · 16 landsleikir Kristinn Pálsson, Grindavík · 17 landsleikir Ólafur Ólafsson, Grindavík · 40 landsleikir Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn · Nýliði Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn · 2 landsleikir Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll · 14 landsleikir Tómas Þórður Hilmarsson, Stjarnan · 10 landsleikir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR · 9 landsleikir Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan · 64 landsleikir
Íslenski hópurinn fyrir Eistlandssleikina: Bjarni Guðmann Jónsson, Háskóli USA · Nýliði Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn · Nýliði Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp, Belgíu · 50 landsleikir Gunnar Ólafsson, Stjarnan · 24 landsleikir Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan · 4 landsleikir Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn · 16 landsleikir Kristinn Pálsson, Grindavík · 17 landsleikir Ólafur Ólafsson, Grindavík · 40 landsleikir Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn · Nýliði Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn · 2 landsleikir Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll · 14 landsleikir Tómas Þórður Hilmarsson, Stjarnan · 10 landsleikir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR · 9 landsleikir Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan · 64 landsleikir
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira