Dabbi Kóngur í íslenska A-landsliðinu sem er á leið til Eistlands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2021 07:46 Davíð Arnar Ágústsson lyftir Íslandsbikarnum en hann var frábær fyrir Þórsliðið á lokasprettinum. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Þórs úr Þorlákshöfn eiga þrjá leikmenn í íslenska A-landsliðinu sem mun spila tvo æfingaleiki í Eistlandi í þessari viku. Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefur valið fjórtán manna hóp sem ferðast í dag til Eistlands. Íslenska liðið er að hefja undirbúning sinn fyrir haustleikina. Craig hafði áður valið æfingahóp fyrir sumarið. Nokkrir leikmenn í æfingahópnum eru meiddir og/eða eru hvíldir fyrir ferðina í ágúst. Íslenska landslið karla í körfuknattleik var kallað saman í lok síðustu viku til æfinga og hefur æft saman yfir helgina. Til að byrja með æfði hluti hópsins saman miðvikudag og fimmtudag en þá voru leikmenn úr þeim hóp boðaðir áfram og bættust við fleiri leikmenn á föstudeginum sem hafa æft saman síðan þá. Framundan eru mjög mikilvægir leikir í ágúst, dagana 12.-17. ágúst, í lokaumferð forkeppni að HM 2023. Þar leikur liðið í sóttvarnar „bubblu“ í Svartfjallalandi alla fjóra leiki sína gegn Svartfjallalandi og Danmörku í þriggja liða riðli. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í sjálfa undankeppnina sem hefst í nóvember. Íslenska liðið leikur tvo vináttulandsleiki gegn Eistlandi á miðvikudag og fimmtudag og fara þeir báðir fram út í Eistlandi. Dabbi Kóngur eða Davíð Arnar Ágústsson eins og hann heitir réttu nafni er í íslenska landsliðinu í fyrsta sinn en hann er einn af nýliðum í íslenska liðinu. Hinir nýliðarnir eru Bjarni Guðmann Jónsson og Ragnar Örn Bragason. Davíð og Ragnar voru einmitt í stóru hlutverki þegar Þórsarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í síðasta mánuði. Meðal leikmanna sem eru í æfingahópnum en fóru ekki með út eru Dagur Kár Jónsson, Haukur Helgi Pálsson Briem, Hjálmar Stefánsson, Hörður Axel Vilhjálmsson, Jón Axel Guðmundsson, Kristófer Acox, Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason. Íslenski hópurinn fyrir Eistlandssleikina: Bjarni Guðmann Jónsson, Háskóli USA · Nýliði Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn · Nýliði Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp, Belgíu · 50 landsleikir Gunnar Ólafsson, Stjarnan · 24 landsleikir Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan · 4 landsleikir Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn · 16 landsleikir Kristinn Pálsson, Grindavík · 17 landsleikir Ólafur Ólafsson, Grindavík · 40 landsleikir Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn · Nýliði Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn · 2 landsleikir Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll · 14 landsleikir Tómas Þórður Hilmarsson, Stjarnan · 10 landsleikir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR · 9 landsleikir Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan · 64 landsleikir HM 2023 í körfubolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefur valið fjórtán manna hóp sem ferðast í dag til Eistlands. Íslenska liðið er að hefja undirbúning sinn fyrir haustleikina. Craig hafði áður valið æfingahóp fyrir sumarið. Nokkrir leikmenn í æfingahópnum eru meiddir og/eða eru hvíldir fyrir ferðina í ágúst. Íslenska landslið karla í körfuknattleik var kallað saman í lok síðustu viku til æfinga og hefur æft saman yfir helgina. Til að byrja með æfði hluti hópsins saman miðvikudag og fimmtudag en þá voru leikmenn úr þeim hóp boðaðir áfram og bættust við fleiri leikmenn á föstudeginum sem hafa æft saman síðan þá. Framundan eru mjög mikilvægir leikir í ágúst, dagana 12.-17. ágúst, í lokaumferð forkeppni að HM 2023. Þar leikur liðið í sóttvarnar „bubblu“ í Svartfjallalandi alla fjóra leiki sína gegn Svartfjallalandi og Danmörku í þriggja liða riðli. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í sjálfa undankeppnina sem hefst í nóvember. Íslenska liðið leikur tvo vináttulandsleiki gegn Eistlandi á miðvikudag og fimmtudag og fara þeir báðir fram út í Eistlandi. Dabbi Kóngur eða Davíð Arnar Ágústsson eins og hann heitir réttu nafni er í íslenska landsliðinu í fyrsta sinn en hann er einn af nýliðum í íslenska liðinu. Hinir nýliðarnir eru Bjarni Guðmann Jónsson og Ragnar Örn Bragason. Davíð og Ragnar voru einmitt í stóru hlutverki þegar Þórsarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í síðasta mánuði. Meðal leikmanna sem eru í æfingahópnum en fóru ekki með út eru Dagur Kár Jónsson, Haukur Helgi Pálsson Briem, Hjálmar Stefánsson, Hörður Axel Vilhjálmsson, Jón Axel Guðmundsson, Kristófer Acox, Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason. Íslenski hópurinn fyrir Eistlandssleikina: Bjarni Guðmann Jónsson, Háskóli USA · Nýliði Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn · Nýliði Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp, Belgíu · 50 landsleikir Gunnar Ólafsson, Stjarnan · 24 landsleikir Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan · 4 landsleikir Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn · 16 landsleikir Kristinn Pálsson, Grindavík · 17 landsleikir Ólafur Ólafsson, Grindavík · 40 landsleikir Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn · Nýliði Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn · 2 landsleikir Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll · 14 landsleikir Tómas Þórður Hilmarsson, Stjarnan · 10 landsleikir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR · 9 landsleikir Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan · 64 landsleikir
Íslenski hópurinn fyrir Eistlandssleikina: Bjarni Guðmann Jónsson, Háskóli USA · Nýliði Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn · Nýliði Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp, Belgíu · 50 landsleikir Gunnar Ólafsson, Stjarnan · 24 landsleikir Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan · 4 landsleikir Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn · 16 landsleikir Kristinn Pálsson, Grindavík · 17 landsleikir Ólafur Ólafsson, Grindavík · 40 landsleikir Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn · Nýliði Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn · 2 landsleikir Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll · 14 landsleikir Tómas Þórður Hilmarsson, Stjarnan · 10 landsleikir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR · 9 landsleikir Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan · 64 landsleikir
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira