Vill ekki staðfesta hvort hún taki frekari þátt á ÓL Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2021 19:31 Biles studdi liðsfélaga sína af hliðarlínunni í dag. Laurence Griffiths/Getty Images Fimleikastjarnan Simone Biles segir andlegt álag hafa valdið því að hún dró sig úr keppni er liðakeppni fór fram á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Bandaríkin hlutu silfur án Biles en Rússland fagnaði sigri. Biles dró sig úr keppni eftir fyrstu grein þegar Bandaríkin voru meðal keppnisþjóða í liðakeppni í áhaldafimleikum á Ólympíuleikunum í morgun. Hún táraðist þegar hún útskýrði ákvörðun sína fyrir fjölmiðlum eftir keppni þar sem hún vísaði í andlegt álag. „Þegar þú lendir í aðstæðum mikils álags áttu til að fríka út,“ sagði Biles. „Ég þarf að einblína á mína andlegu heilsu og ekki setja heilsu mína og vellíðan í hættu,“ „Við þurfum að vernda líkama okkar og huga,“ bætti Biles við. „Það er rosalega erfitt að eiga í baráttu við hugann á sjálfum sér.“ Biles hyggst taka sér dagsfrí, fyrir líkama og sál, á morgun en fram undan eru fjórir keppnisdagar í kjölfarið, sá fyrsti á fimmtudag og svo frá sunnudegi til þriðjudags. Biles vildi ekki staðfesta við fjölmiðla ytra að hún tæki þátt þessa fjóra daga. — Simone Biles (@Simone_Biles) July 27, 2021 „Við munum taka þetta einn dag í einu. Ég veit að morgun er hálfur dagur, við fáum í það minnsta morguninn í frí. Svo það verður góð andleg hvíld. Við tökum stöðuna þá og sjáum hvað setur.“ hefur CNN eftir Biles. „Vonandi mun ég fara aftur út á gólfið og keppa í nokkrum greinum til viðbótar,“ sagði Biles. Biles hefur tryggt sér keppnisrétt í fjórum keppnisgreinum sem munu skiptast yfir áðurnefnda fjóra daga. Heildarkeppni kvenna fer fram á fimmtudag. Á sunnudag verður keppt bæði í stökki og á tvíslá, gólfæfingar eru á mánudag og keppni á jafnvægisslá fer fram á þriðjudag. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Rússar nýttu sér fjarveru Biles og unnu fyrsta gullið í 29 ár Rússar unnu til gullverðlauna í liðakeppni kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. 27. júlí 2021 13:12 Biles átti ekki sinn besta dag Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles hefur átt betri daga í fimleikasalnum en hún átti í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Þrátt fyrir það komst hún í úrslit í fimm greinum. 25. júlí 2021 13:30 Biles negldi hættulegt stökk á æfingu sem þjálfarinn vill síður sjá í Tókýó Fimleikastjarnan Simone Biles sást framkvæma sögulegt stökk á æfingu bandaríska fimleikalandsliðsins í Japan í gær. Liðið æfir fyrir Ólympíuleikana sem settir voru í gær en þjálfari Biles er ekki spenntur fyrir að hún framkvæmi stökkið á leikunum. 24. júlí 2021 07:01 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira
Biles dró sig úr keppni eftir fyrstu grein þegar Bandaríkin voru meðal keppnisþjóða í liðakeppni í áhaldafimleikum á Ólympíuleikunum í morgun. Hún táraðist þegar hún útskýrði ákvörðun sína fyrir fjölmiðlum eftir keppni þar sem hún vísaði í andlegt álag. „Þegar þú lendir í aðstæðum mikils álags áttu til að fríka út,“ sagði Biles. „Ég þarf að einblína á mína andlegu heilsu og ekki setja heilsu mína og vellíðan í hættu,“ „Við þurfum að vernda líkama okkar og huga,“ bætti Biles við. „Það er rosalega erfitt að eiga í baráttu við hugann á sjálfum sér.“ Biles hyggst taka sér dagsfrí, fyrir líkama og sál, á morgun en fram undan eru fjórir keppnisdagar í kjölfarið, sá fyrsti á fimmtudag og svo frá sunnudegi til þriðjudags. Biles vildi ekki staðfesta við fjölmiðla ytra að hún tæki þátt þessa fjóra daga. — Simone Biles (@Simone_Biles) July 27, 2021 „Við munum taka þetta einn dag í einu. Ég veit að morgun er hálfur dagur, við fáum í það minnsta morguninn í frí. Svo það verður góð andleg hvíld. Við tökum stöðuna þá og sjáum hvað setur.“ hefur CNN eftir Biles. „Vonandi mun ég fara aftur út á gólfið og keppa í nokkrum greinum til viðbótar,“ sagði Biles. Biles hefur tryggt sér keppnisrétt í fjórum keppnisgreinum sem munu skiptast yfir áðurnefnda fjóra daga. Heildarkeppni kvenna fer fram á fimmtudag. Á sunnudag verður keppt bæði í stökki og á tvíslá, gólfæfingar eru á mánudag og keppni á jafnvægisslá fer fram á þriðjudag.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Rússar nýttu sér fjarveru Biles og unnu fyrsta gullið í 29 ár Rússar unnu til gullverðlauna í liðakeppni kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. 27. júlí 2021 13:12 Biles átti ekki sinn besta dag Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles hefur átt betri daga í fimleikasalnum en hún átti í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Þrátt fyrir það komst hún í úrslit í fimm greinum. 25. júlí 2021 13:30 Biles negldi hættulegt stökk á æfingu sem þjálfarinn vill síður sjá í Tókýó Fimleikastjarnan Simone Biles sást framkvæma sögulegt stökk á æfingu bandaríska fimleikalandsliðsins í Japan í gær. Liðið æfir fyrir Ólympíuleikana sem settir voru í gær en þjálfari Biles er ekki spenntur fyrir að hún framkvæmi stökkið á leikunum. 24. júlí 2021 07:01 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira
Rússar nýttu sér fjarveru Biles og unnu fyrsta gullið í 29 ár Rússar unnu til gullverðlauna í liðakeppni kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. 27. júlí 2021 13:12
Biles átti ekki sinn besta dag Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles hefur átt betri daga í fimleikasalnum en hún átti í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Þrátt fyrir það komst hún í úrslit í fimm greinum. 25. júlí 2021 13:30
Biles negldi hættulegt stökk á æfingu sem þjálfarinn vill síður sjá í Tókýó Fimleikastjarnan Simone Biles sást framkvæma sögulegt stökk á æfingu bandaríska fimleikalandsliðsins í Japan í gær. Liðið æfir fyrir Ólympíuleikana sem settir voru í gær en þjálfari Biles er ekki spenntur fyrir að hún framkvæmi stökkið á leikunum. 24. júlí 2021 07:01